ÍR náði í stig gegn Fram og Selfoss hrekkti Eyjakonur Sindri Sverrisson skrifar 12. október 2024 15:54 Stjörnukonur náðu að stöðva Gróttu á Nesinu í dag og fagna flottum sigri. vísir/Anton Óhætt er að segja að spennan hafi verið gríðarleg í leikjum dagsins í Olís-deild kvenna í handbolta. Tvö jafntefli voru gerð og Stjarnan vann Gróttu með tveggja marka mun. Úrslitin í dag: ÍR - Fram 20-20 Grótta - Stjarnan 22-24 ÍBV - Selfoss 24-24 Valur - Haukar 28-22 Minnsta spennan var á Hlíðarenda þar sem meistarar Vals unnu sex marka sigur gegn Haukum, 28-22, sem hægt er að lesa um með því að smella hér að neðan. Í Breiðholti náðu ÍR-ingar óvænt í sitt annað stig á tímabilinu, með því að gera 20-20 jafntefli við Framkonur sem þar með missa Val þremur stigum frá sér á toppi deildarinnar. Fram komst í 20-17 en heimakonur skelltu þá í lás og náðu að skora þrjú síðustu mörkin. Staðan var raunar orðin jöfn þegar enn voru þrjár mínútur eftir en hvorugt liðið náði að finna sigurmark. Sara Dögg Hjaltadóttir skoraði fimm mörk fyrir ÍR og þær Hanna Karen Ólafsdóttir og Sylvía Sigríður Jónsdóttir fjögur mörk hvor. Hjá Fram voru Steinunn Björnsdóttir og Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín með fimm mörk hvor. Selfoss sótti stig til Eyja ÍBV og Selfoss gerðu einnig jafntefli, 24-24, í suðurlandsslagnum í Vestmannaeyjum. ÍBV var yfir stærstan hluta seinni hálfleiks og komst til að mynda í 20-16 en þá skoruðu gestirnir fimm mörk í röð og komust yfir. ÍBV náði þó forystunni á ný en Hulda Dís Þrastardóttir jafnaði metin í 24-24 með lokamarki leiksins, rúmri mínútu fyrir leikslok. Eva Lind Tyrfingsdóttir var markahæst hjá Selfossi með átta mörk og Katla María Magnúsdóttir skoraði fimm. Hjá ÍBV var Birna Berg Haraldsdóttir markahæst með níu mörk og Sunna Jónsdóttir skoraði fimm. Stjarnan vann á Nesinu Loks vann Stjarnan 24-22 sigur gegn Gróttu á útivelli, eftir að hafa verið 14-11 yfir í hálfleik. Embla Steindórsdóttir var markahæst hjá Stjörnunni með sex mörk og þær Tinna Sigurrós Traustadóttir og Anna Lára Davíðsdóttir skoruðu fjögur hvor. Katrín Helga Sigurbergsdóttir var markahæst hjá Gróttu með sex mörk. Olís-deild kvenna Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Sjá meira
Úrslitin í dag: ÍR - Fram 20-20 Grótta - Stjarnan 22-24 ÍBV - Selfoss 24-24 Valur - Haukar 28-22 Minnsta spennan var á Hlíðarenda þar sem meistarar Vals unnu sex marka sigur gegn Haukum, 28-22, sem hægt er að lesa um með því að smella hér að neðan. Í Breiðholti náðu ÍR-ingar óvænt í sitt annað stig á tímabilinu, með því að gera 20-20 jafntefli við Framkonur sem þar með missa Val þremur stigum frá sér á toppi deildarinnar. Fram komst í 20-17 en heimakonur skelltu þá í lás og náðu að skora þrjú síðustu mörkin. Staðan var raunar orðin jöfn þegar enn voru þrjár mínútur eftir en hvorugt liðið náði að finna sigurmark. Sara Dögg Hjaltadóttir skoraði fimm mörk fyrir ÍR og þær Hanna Karen Ólafsdóttir og Sylvía Sigríður Jónsdóttir fjögur mörk hvor. Hjá Fram voru Steinunn Björnsdóttir og Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín með fimm mörk hvor. Selfoss sótti stig til Eyja ÍBV og Selfoss gerðu einnig jafntefli, 24-24, í suðurlandsslagnum í Vestmannaeyjum. ÍBV var yfir stærstan hluta seinni hálfleiks og komst til að mynda í 20-16 en þá skoruðu gestirnir fimm mörk í röð og komust yfir. ÍBV náði þó forystunni á ný en Hulda Dís Þrastardóttir jafnaði metin í 24-24 með lokamarki leiksins, rúmri mínútu fyrir leikslok. Eva Lind Tyrfingsdóttir var markahæst hjá Selfossi með átta mörk og Katla María Magnúsdóttir skoraði fimm. Hjá ÍBV var Birna Berg Haraldsdóttir markahæst með níu mörk og Sunna Jónsdóttir skoraði fimm. Stjarnan vann á Nesinu Loks vann Stjarnan 24-22 sigur gegn Gróttu á útivelli, eftir að hafa verið 14-11 yfir í hálfleik. Embla Steindórsdóttir var markahæst hjá Stjörnunni með sex mörk og þær Tinna Sigurrós Traustadóttir og Anna Lára Davíðsdóttir skoruðu fjögur hvor. Katrín Helga Sigurbergsdóttir var markahæst hjá Gróttu með sex mörk.
Olís-deild kvenna Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Sjá meira