Sundlaugasóðar Ámundi Loftsson skrifar 14. október 2024 07:02 Til þeirra sem sjá um rekstur sundstaða Tilefni þessara skrifa er með leiðinlegra móti, en það er sóðaskapur á sundstöðum. Sá plagsiður færist í vöxt að menn koma inní sturturými sundstaða í sundfötum og fyrir kemur líka að það sér í nærbuxnastrengi uppúr sundskýlunum hjá þeim. Þeir rétt bregða sér undir sturtu, svo þeir varla meira en rétt ná að blotna og fara svo útí laug eða pott. Oftar en ekki eru þetta hópar ungmenna undir tvítugu, þá kannski þrír til fimm saman sem allir hafa þá sama háttinn á. Að uppistöðu eru hér á ferð ungir Íslendingar, gjarnan talandi um íþróttir. Þetta gerist ekki bara stundum. Þetta er alveg viðvarandi og gerist án undantekninga og sést í hvert skipti sem farið er í sund. Fyrir kemur líka að menn eru í sundskýlum þegar þeir koma á sundstaðina. Sumir þeirra fara jafnvel fara framhjá sturturýminu og og óþvegnir beint út í laug. Öllu hugsandi fólki er ljóst að svona háttsemi er bæði ferlegur sóðaskapur og fullkomið tillitsleysi við aðra laugargesti. Það verður að taka á þessu. Þetta lagar sig ekki sjálft. Augljóst er að hafa verður baðreglur sundstaðanna mun sýnilegri en þær eru og hafa of lengi verið. Hugsanlega mætti hafa þær, bæði á Íslensku og fleiri tungumálum og hafa á skápahurðum í búningsrýmum og jafnvel við hverja sturtu. Starfsfólk sundstaðanna mætti vera virkara í eftirliti með því að laugargestir virði reglur um hreinlæti, sama hve leiðinlegt það er og óþarft það í raun ætti að vera. Vera kann að sumum þyki ekki þægilegt að fara úr öllum fötum í almannarými eins og venja er. Þá vaknar sú spurning hvort ekki sé hægt að mæta þörfum þeirra með rými sem hægt yrði að loka þannig að þeir geti þrifið sig óséðir af öðrum. Öll hljótum við að vera sammála um að taka verður á þessu ástandi. Það má t.d. gera í skólum, innan íþróttafélaga og ekki síst meðal þeirra sem sjá um rekstur sundstaðanna sjálfra. Við Íslendingar megum vera stoltir af rótgróinni sundstaðamenningu okkar. Látum hana ekki verða sóðaskap að bráð. Höfundur er fyrrverandi sjómaður og bóndi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sundlaugar Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Til þeirra sem sjá um rekstur sundstaða Tilefni þessara skrifa er með leiðinlegra móti, en það er sóðaskapur á sundstöðum. Sá plagsiður færist í vöxt að menn koma inní sturturými sundstaða í sundfötum og fyrir kemur líka að það sér í nærbuxnastrengi uppúr sundskýlunum hjá þeim. Þeir rétt bregða sér undir sturtu, svo þeir varla meira en rétt ná að blotna og fara svo útí laug eða pott. Oftar en ekki eru þetta hópar ungmenna undir tvítugu, þá kannski þrír til fimm saman sem allir hafa þá sama háttinn á. Að uppistöðu eru hér á ferð ungir Íslendingar, gjarnan talandi um íþróttir. Þetta gerist ekki bara stundum. Þetta er alveg viðvarandi og gerist án undantekninga og sést í hvert skipti sem farið er í sund. Fyrir kemur líka að menn eru í sundskýlum þegar þeir koma á sundstaðina. Sumir þeirra fara jafnvel fara framhjá sturturýminu og og óþvegnir beint út í laug. Öllu hugsandi fólki er ljóst að svona háttsemi er bæði ferlegur sóðaskapur og fullkomið tillitsleysi við aðra laugargesti. Það verður að taka á þessu. Þetta lagar sig ekki sjálft. Augljóst er að hafa verður baðreglur sundstaðanna mun sýnilegri en þær eru og hafa of lengi verið. Hugsanlega mætti hafa þær, bæði á Íslensku og fleiri tungumálum og hafa á skápahurðum í búningsrýmum og jafnvel við hverja sturtu. Starfsfólk sundstaðanna mætti vera virkara í eftirliti með því að laugargestir virði reglur um hreinlæti, sama hve leiðinlegt það er og óþarft það í raun ætti að vera. Vera kann að sumum þyki ekki þægilegt að fara úr öllum fötum í almannarými eins og venja er. Þá vaknar sú spurning hvort ekki sé hægt að mæta þörfum þeirra með rými sem hægt yrði að loka þannig að þeir geti þrifið sig óséðir af öðrum. Öll hljótum við að vera sammála um að taka verður á þessu ástandi. Það má t.d. gera í skólum, innan íþróttafélaga og ekki síst meðal þeirra sem sjá um rekstur sundstaðanna sjálfra. Við Íslendingar megum vera stoltir af rótgróinni sundstaðamenningu okkar. Látum hana ekki verða sóðaskap að bráð. Höfundur er fyrrverandi sjómaður og bóndi
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar