Blönduð leið líkleg hjá Viðreisn og barátta um oddvitasætin Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. október 2024 15:01 Þingmenn Viðreisnar Hanna Katrín Friðriksson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Sigmar Guðmundsson. Hulda Margrét/Vísir Viðreisnarfólk mun taka ákvörðun um fyrirkomulag við val á framboðslista á allra næstu dögum. Ekki er ólíklegt að ólíkar leiðir verði farnar við val á lista eftir kjördæmum, prófkjör í sumum og uppstilling í öðrum, að sögn framkvæmdastjóra flokksins. Vænta má að einhver barátta verði um efstu sæti á listum flokksins. „Það eru landshlutaráðin sem ákveða fyrirkomulag við uppröðun á lista. Stjórnin okkar fundaði í gær, af því það eru ákveðnar tímasetningar sem eru í samþykktunum okkar, og stytti tímasetningar til að boða fundi og svona alls konar svo við getum gert þetta sem hraðast. Þau munu funda núna á miðvikudag og fimmtudag og ákveða hvernig verður raðað á lista,“ segir Svanborg Sigmarsdóttir, framkvæmdastjóri Viðreisnar. Þrátt fyrir stuttan fyrirvara liggur fyrir að áhugi er fyrir því í einhverjum kjördæmum að halda prófkjör, meðal annars í Reykjavík. „Það er einhver áhugi fyrir því. En það verður þessi fundur á miðvikudaginn sem mun taka ákvörðun um það,“ segir Svanborg, en stefnt er að því að ákvörðun verði tekin um það á fundi landshlutaráða í Reykjavík, Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi á miðvikudagskvöldið. Í öðrum kjördæmum verði það ákveðið á fimmtudag. Allt Viðreisnarfólk sem býr í hlutaðeigandi kjördæmum getur mætt á fundina og greitt atkvæði um hvaða leið verður farin. „Ég held að það geti alveg stefnt í að það verði ólíkt eftir kjördæmum,“ segir Svanborg, spurð hvort hún telji líklegt að ólíkt fyrirkomulag verði fyrir valinu milli kjördæma. Þá sé það önnur ákvörðun sem þurfi að taka um hversu mörg sæti verður kosið verði farið í prófkjör. „Ég held að það verði aldrei farið neðar heldur en fjögur sæti, í allra lengsta lagi. Og síðan er bara uppstilling,“ segir Svanborg. Fylgið á uppleið í könnunum Líkt og þegar hefur komið fram hefur Jón Gnarr lýst áhuga fyrir því að taka sæti á lista fyrir flokkinn í komandi kosningum og ekki ólíklegt að fleiri muni sýna því áhuga. Oddvitar flokksins í Reykjavík, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Hanna Katrín Friðriksson hafa ekki þótt líklegar til að gefa eftir sæti sín. María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar, væri alveg til í að taka sæti á þingi en hún er varaþingmaður flokksins í Reykjavík.skjáskot Fylgi Viðreisnar hefur verið á uppleið í skoðanakönnunum að undanförnu en Viðreisn náði ekki inn þingmönnum í Norðaustur og Norðvesturkjördæmum í síðustu kosningum. Samkvæmt heimildum fréttastofu gæti orðið barátta um oddvitasæti flokksins einkum í Norðvesturkjördæmi. Þar leiddi Guðmundur Guðmundsson fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði lista í síðustu kosningum, en hann er nú starfsmaður þingflokksins. Annar starfsmaður þingflokksins, María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður formanns, á til að mynda einnig rætur í kjördæminu. María Rut greindi frá því á Instagram í gær að hún væri „alveg mjög til í það“ að taka sæti á þingi. Suðvesturkjördæmi er eina kjördæmið þar sem flokkurinn á nú tvo þingmenn, formanninn Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Sigmar Guðmundsson. Meðal þeirra sem einnig hafa verið orðaðir við mögulegt framboð í Suðvesturkjördæmi eru Jón Ingi Hákonarson oddviti flokksins í Hafnarfirði og Karl Pétur Jónsson oddviti flokksins á Seltjarnarnesi. Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
„Það eru landshlutaráðin sem ákveða fyrirkomulag við uppröðun á lista. Stjórnin okkar fundaði í gær, af því það eru ákveðnar tímasetningar sem eru í samþykktunum okkar, og stytti tímasetningar til að boða fundi og svona alls konar svo við getum gert þetta sem hraðast. Þau munu funda núna á miðvikudag og fimmtudag og ákveða hvernig verður raðað á lista,“ segir Svanborg Sigmarsdóttir, framkvæmdastjóri Viðreisnar. Þrátt fyrir stuttan fyrirvara liggur fyrir að áhugi er fyrir því í einhverjum kjördæmum að halda prófkjör, meðal annars í Reykjavík. „Það er einhver áhugi fyrir því. En það verður þessi fundur á miðvikudaginn sem mun taka ákvörðun um það,“ segir Svanborg, en stefnt er að því að ákvörðun verði tekin um það á fundi landshlutaráða í Reykjavík, Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi á miðvikudagskvöldið. Í öðrum kjördæmum verði það ákveðið á fimmtudag. Allt Viðreisnarfólk sem býr í hlutaðeigandi kjördæmum getur mætt á fundina og greitt atkvæði um hvaða leið verður farin. „Ég held að það geti alveg stefnt í að það verði ólíkt eftir kjördæmum,“ segir Svanborg, spurð hvort hún telji líklegt að ólíkt fyrirkomulag verði fyrir valinu milli kjördæma. Þá sé það önnur ákvörðun sem þurfi að taka um hversu mörg sæti verður kosið verði farið í prófkjör. „Ég held að það verði aldrei farið neðar heldur en fjögur sæti, í allra lengsta lagi. Og síðan er bara uppstilling,“ segir Svanborg. Fylgið á uppleið í könnunum Líkt og þegar hefur komið fram hefur Jón Gnarr lýst áhuga fyrir því að taka sæti á lista fyrir flokkinn í komandi kosningum og ekki ólíklegt að fleiri muni sýna því áhuga. Oddvitar flokksins í Reykjavík, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Hanna Katrín Friðriksson hafa ekki þótt líklegar til að gefa eftir sæti sín. María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar, væri alveg til í að taka sæti á þingi en hún er varaþingmaður flokksins í Reykjavík.skjáskot Fylgi Viðreisnar hefur verið á uppleið í skoðanakönnunum að undanförnu en Viðreisn náði ekki inn þingmönnum í Norðaustur og Norðvesturkjördæmum í síðustu kosningum. Samkvæmt heimildum fréttastofu gæti orðið barátta um oddvitasæti flokksins einkum í Norðvesturkjördæmi. Þar leiddi Guðmundur Guðmundsson fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði lista í síðustu kosningum, en hann er nú starfsmaður þingflokksins. Annar starfsmaður þingflokksins, María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður formanns, á til að mynda einnig rætur í kjördæminu. María Rut greindi frá því á Instagram í gær að hún væri „alveg mjög til í það“ að taka sæti á þingi. Suðvesturkjördæmi er eina kjördæmið þar sem flokkurinn á nú tvo þingmenn, formanninn Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Sigmar Guðmundsson. Meðal þeirra sem einnig hafa verið orðaðir við mögulegt framboð í Suðvesturkjördæmi eru Jón Ingi Hákonarson oddviti flokksins í Hafnarfirði og Karl Pétur Jónsson oddviti flokksins á Seltjarnarnesi.
Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira