Segjast ekki hafa fengið formlega kröfugerð frá kennurum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. október 2024 11:36 Samninganefndir í kennaradeilunni sitja nú saman inni á fundi hjá Ríkissáttasemjara og ná saman um kjarasamning til að afstýra megi verkföllum sem bresta á í lok mánaðar. Magnús Þór Jónsson og Inga Rún Ólafsdóttir eru þar í lokahlutverkum. Vísir/Sigurjón Samninganefndir í kennaradeilunni komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara í morgun. Þetta var fyrsti fundur síðan boðað var til verkfalla sem eiga að bresta á í lok mánaðar. Formaður samninganefndar hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir kennara ekki hafa formlega lagt fram kröfugerð og formaður Kennarasambandsins segir yfirvofandi verkföll skerpa fókusinn hjá öllum. Þann 29. október munu félagsmenn Kennarasambandsins í níu skólum um allt land leggja niður störf, sumir ótímabundið en aðrir tímabundið. Allt fer þetta eftir því hvort samninganefndir ríkis, sveitarfélaga og Kennarasambandsins nái saman í tæka tíð. Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að mikil alvara sé komin í málið nú þegar boðað hefur verið til verkfalla. „Okkar ábyrgð er mikil að finna lausnir sem leysa þau.“ Ber ennþá mikið í milli? „Þeir hafa ekki lagt fram formlega kröfugerð og því vitum við ekki nákvæmlega hvað þarf til að leysa verkfallið en við erum svona að reyna að komast að því í samtali okkar í dag, hvað þarf til.“ Framhaldið óljóst Líkt og landsmenn vita sprakk ríkisstjórnin á dögunum og mikil óvissa hefur fylgt í kjölfarið. Þessar vendingar í pólitíkinni – þetta kannski snertir ekki það sem þið gerið hérna í dag eða hvað? „Auðvitað getur það haft einhver áhrif en að sjálfsögðu erum við að vinna okkar vinnu og það er bara mjög mikilvægt að hún sé ekki trufluð af neinu þannig að við höldum bara hér ótrauð áfram.“ Heldurðu að það sé möguleiki að afstýra verkföllum? „Það verður að koma í ljós,“ sagði Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Verkföllin skerpi fókusinn Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins mætti jákvæður og glaðbeittur til fundarins í morgun og sagðist telja að yfirvofandi verkföll flýti vinnunni. Magnús Þór segist treysta öllum sem sitja við samningaborðið. Allt sé þetta reynslumikið fólk.Vísir/Sigurjón „Ég hef nú trú á því. Við erum öll reynslumikið fólk við borðið og við þekkjum að þetta er hluti af svona viðræðum en ég held að það stilli fókusinn að við vitum af því að við höfum ákveðinn dag sem við viljum hafa lokið samningi.“ Skiptir þessi dagur máli? Er hann þýðingamikill í þínum huga hvað framhaldið varðar? „Algjörlega. Ég held að allir dagar fram að 29. október og skiptir mjög miklu máli og þessi klárlega er upphafið að vegferð sem við erum að stýra okkur inn á. Þannig að já, hann skiptir mjög miklu máli,“ segir Magnús Þór. Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Grunnskólar Tengdar fréttir Mikið undir á fyrsta sáttafundi eftir verkfallsboðun Í fyrramálið er mikilvægur fundur hjá Ríkissáttasemjara en umfangsmikil verkföll eru á dagskrá í lok mánaðar. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að enn beri mikið í milli en hann vonast til þess að deiluaðilar nái saman svo afstýra megi verkföllum. 15. október 2024 00:01 Vonast til að ná árangri áður en aðgerðir hefjast „Auðvitað verðum við vör við umræðu um það að fólk sé uggandi út af aðgerðum en við vissum það nú fyrir fram. Það vill enginn fara í aðgerðir og alla síst þeir sem hafa hagsmuni af því að mæta í skólann sinn.“ 12. október 2024 18:50 „Grafalvarlegt mál“ ef af verkföllum verður Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir grafalvarlegt ef börn og ungmenni missi úr námi vegna verkfalla. Hann biðlar til samningsaðila að standa undir þeirri ábyrgð sem á þeim hvíli, vera lausnamiðaðir og gera það sem í þeirra valdi stendur til að afstýra megi verkfalli. 11. október 2024 13:01 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Þann 29. október munu félagsmenn Kennarasambandsins í níu skólum um allt land leggja niður störf, sumir ótímabundið en aðrir tímabundið. Allt fer þetta eftir því hvort samninganefndir ríkis, sveitarfélaga og Kennarasambandsins nái saman í tæka tíð. Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að mikil alvara sé komin í málið nú þegar boðað hefur verið til verkfalla. „Okkar ábyrgð er mikil að finna lausnir sem leysa þau.“ Ber ennþá mikið í milli? „Þeir hafa ekki lagt fram formlega kröfugerð og því vitum við ekki nákvæmlega hvað þarf til að leysa verkfallið en við erum svona að reyna að komast að því í samtali okkar í dag, hvað þarf til.“ Framhaldið óljóst Líkt og landsmenn vita sprakk ríkisstjórnin á dögunum og mikil óvissa hefur fylgt í kjölfarið. Þessar vendingar í pólitíkinni – þetta kannski snertir ekki það sem þið gerið hérna í dag eða hvað? „Auðvitað getur það haft einhver áhrif en að sjálfsögðu erum við að vinna okkar vinnu og það er bara mjög mikilvægt að hún sé ekki trufluð af neinu þannig að við höldum bara hér ótrauð áfram.“ Heldurðu að það sé möguleiki að afstýra verkföllum? „Það verður að koma í ljós,“ sagði Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Verkföllin skerpi fókusinn Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins mætti jákvæður og glaðbeittur til fundarins í morgun og sagðist telja að yfirvofandi verkföll flýti vinnunni. Magnús Þór segist treysta öllum sem sitja við samningaborðið. Allt sé þetta reynslumikið fólk.Vísir/Sigurjón „Ég hef nú trú á því. Við erum öll reynslumikið fólk við borðið og við þekkjum að þetta er hluti af svona viðræðum en ég held að það stilli fókusinn að við vitum af því að við höfum ákveðinn dag sem við viljum hafa lokið samningi.“ Skiptir þessi dagur máli? Er hann þýðingamikill í þínum huga hvað framhaldið varðar? „Algjörlega. Ég held að allir dagar fram að 29. október og skiptir mjög miklu máli og þessi klárlega er upphafið að vegferð sem við erum að stýra okkur inn á. Þannig að já, hann skiptir mjög miklu máli,“ segir Magnús Þór.
Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Grunnskólar Tengdar fréttir Mikið undir á fyrsta sáttafundi eftir verkfallsboðun Í fyrramálið er mikilvægur fundur hjá Ríkissáttasemjara en umfangsmikil verkföll eru á dagskrá í lok mánaðar. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að enn beri mikið í milli en hann vonast til þess að deiluaðilar nái saman svo afstýra megi verkföllum. 15. október 2024 00:01 Vonast til að ná árangri áður en aðgerðir hefjast „Auðvitað verðum við vör við umræðu um það að fólk sé uggandi út af aðgerðum en við vissum það nú fyrir fram. Það vill enginn fara í aðgerðir og alla síst þeir sem hafa hagsmuni af því að mæta í skólann sinn.“ 12. október 2024 18:50 „Grafalvarlegt mál“ ef af verkföllum verður Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir grafalvarlegt ef börn og ungmenni missi úr námi vegna verkfalla. Hann biðlar til samningsaðila að standa undir þeirri ábyrgð sem á þeim hvíli, vera lausnamiðaðir og gera það sem í þeirra valdi stendur til að afstýra megi verkfalli. 11. október 2024 13:01 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Mikið undir á fyrsta sáttafundi eftir verkfallsboðun Í fyrramálið er mikilvægur fundur hjá Ríkissáttasemjara en umfangsmikil verkföll eru á dagskrá í lok mánaðar. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að enn beri mikið í milli en hann vonast til þess að deiluaðilar nái saman svo afstýra megi verkföllum. 15. október 2024 00:01
Vonast til að ná árangri áður en aðgerðir hefjast „Auðvitað verðum við vör við umræðu um það að fólk sé uggandi út af aðgerðum en við vissum það nú fyrir fram. Það vill enginn fara í aðgerðir og alla síst þeir sem hafa hagsmuni af því að mæta í skólann sinn.“ 12. október 2024 18:50
„Grafalvarlegt mál“ ef af verkföllum verður Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir grafalvarlegt ef börn og ungmenni missi úr námi vegna verkfalla. Hann biðlar til samningsaðila að standa undir þeirri ábyrgð sem á þeim hvíli, vera lausnamiðaðir og gera það sem í þeirra valdi stendur til að afstýra megi verkfalli. 11. október 2024 13:01