Mannúð í stað markaðslausna María Pétursdóttir skrifar 16. október 2024 09:30 Það er ástæða til að fagna komandi kosningum þó þær séu skyndilegar því loksins losnum við við eina skaðlegustu ríkisstjórn í manna minnum. Í sjö ár höfum við horft á hvern skandalinn á fætur öðrum, spillta bankasölu og einkavinavæðingu og hvert málið á fætur öðru keyrt í átt að lausnum markaðarins. Lausnir sem innihalda enga mannúð né rökræna lausn á vandamálum. Það hefur verið lygilega margt í þessa veru sem legið hefur í skauti ráðuneyta Vinstri Grænna sem ekki hafa veigrað sér við að fórna velferð og jöfnuði fyrir samstarf yfir hinn pólitíska ás en þar má til að mynd nefna fiskeldið og kerfisbreytingar á almannatryggingakerfinu. VG fékk nefnilega ekki bara að éta skít heldur einnig að mata okkur hin á drullumalli í sjö ár. Hér hefur fólksfjölgun verið ör eftir heimsfaraldurinn og í stað þess að horfa til ferðamannaiðnaðar og innflutning á verkafólki er flóttafólk gert að blórabögglum og það skammlaust. Forsætisráðherra hefur grímulaust blásið í fordómalúðurinn og yfirvöld hafa ekkert aðhafst til að forða okkur sem þjóð frá samsekt í þjóðarmorði. Hér var tekið á móti flóttafólki opnum örmum á einhverjum kannski vafasömum forsendum en sem margt hvert seldi aleigu sína til að hefja líf á Íslandi. En þá skipti skútan um stefnu og fólki var bara kastað fyrir borð eins og einskis verðu enda útlendingar. Sumir útlendingar eru þó endalaust velkomnir og hér hefur ferðamannaiðnaðurinn fengið að blása út með þeim afleiðingum að innviðir eru gjörsamlega sprungnir. Löggæslan, bráðamóttakan og landspítalinn í heild sinni anna ekki móttöku fólks sem þarf á læknisaðstoð að halda og heilsugæslan okkar er víðast hvar ónýt. Það að bíða eftir tíma hjá lækni í þrjár vikur eða lengur er vægast sagt sorgleg staða og ekki bara óþolandi heldur lífshættuleg. Örorkulífeyris Kerfið hefur verið tekið í gíslingu af yfirvöldum og þá sérstaklega VG sem ennþá hafa ekki ákveðið hvernig örorka verður metin í framhaldinu. Ég þekki varla annað slíkt dæmi úr stjórnsýslunni þar sem lífsafkoma um tuttugu þúsunda manna er látin hanga í óvissu svo mánuðum skiptir og lög sett um þeirra framfærslu sem þó er aðeins autt blað. Engar reglur settar um hvernig meta skal örorku fyrr en eftirá og þetta samþykkti þingið, meira að segja Samfylkingin sem kennir sig við velferð eins og í skemmtilegum skollaleik. Starfsgetumati hefur verið komið á þrátt fyrir að það hafi valdið óheyrilegum þjáningum víðast hvar í löndunum í kringum okkur en kerfisbreytingin mun augljóslega bæði draga úr líkindum þess að þeir sem þó hafa örorku til langs tíma séu á vinnumarkaði og að þeir sem sannanlega veikist fái ekki notið þess öryggisnets sem örorkan hefur þó verið til þessa. Sjálfsákvörðunarrétturinn til að prófa sig á vinnumarkaði eða vinna eftir getu í hvert skipti er gerður að engu í þessu nýja kerfi sem þó átti að vera atvinnuhvetjandi. Ég þreytist ekki á að ítreka hversu mikil smættun á virði þeirra langveiku felst í þessum aðgerðum. Og enn og aftur er kjarabótum öryrkja frestað. Því Katrínu snerist hægri-vinstri-snú hugur þegar kom að því að láta fátækt fólk bíða. Já, þriðjungur fólks á örorkulífeyri býr við sárafátækt og bíður enn. Það er óþolandi að vinstri vængur þessarar ríkisstjórnar hafi ekki haft vilja til að vernda fátækasta fólkið á landinu. Og nú síðast var kastað í partýbombu þegar Brynjar Níelsson var settur yfir mannréttindastofnun. Svona til að skutla blautri tusku í andlit fatlaðs fólks í desert. Á sama tíma og þetta er að gerast er húsnæðisliðurinn að sliga heimilin en húsnæðismarkaðurinn er vígvöllur braskara í stað þess að vera vin fyrir húsnæðis og heimilislausa. Í stað þess að vera hluti af mannréttindum fólks í einu ríkasta landi veraldar. Glæný húsaleigulög ná ekki einu sinni að vernda leigjendur fyrir braski þeirra sem vilja fjárfesta í enn einni íbúð til að græða á eymd annarra. Markaðurinn étur velferðina, gleypir hana í heilum bita og spýtir svo út úr sér laskaðri sjálfsvirðingu venjulegs launafólks. Við þurfum varla að rifja upp hvernig stýrivextir seðlabankans hafa hækkað ískyggilega án þess að ríkisstjórnin hafi gert nokkurn skapaðan hlut til að íhlutast um málin. Hlutdeildarlánin hafa ekki virkað nema fyrir mjög þröngan hóp og var útfærsla þeirra einnig meingölluð. Ungt fólk kemst ennþá ekki að heiman og fatlað fólk er frekar flutt hreppaflutningum út á land á hjúkrunarheimili úr alfaraleið fremur en að búa þeim sjálfstætt líf með þeim stuðningi sem þarf. Allt þetta og meira til hefur fengið að grassera á vakt síðustu ríkisstjórnar og nú þarf almenningur að segja stopp í gegnum kjörseðlana. Þökkum svo fyrir að Katrín Jakobsdóttir hafi ekki setið í embætti forseta þegar þessi ríkisstjórn skilaði inn umboði. Þá hefði spillingin náð hæstu hæðum. Sósíalistar eiga góða stefnuskrá í öllum málum og glænýja húsnæðisstefnu. Í stefnuskrám þeirra eru lausnir til að rétta af stéttaskekkjuna í samfélaginu og koma hér á jöfnuði meðal manna.Við getum ekki haldið áfram á sömu braut. Stjórnmálin verða að snúast um almenning í landinu, velferðina og aðbúnað fólks, auðlindirnar okkar allra en ekki sérhagsmuni sem aflandseyjuprinsar fá að stjórna hér ár eftir ár leynt eða ljóst. Rödd mannúðar og jöfnuðar verður að heyrast innan þingsins á næsta kjörtímabili og rangfærslur sem sífellt er farið með til að reyna að breiða yfir ómannúðleika og spillingu ríkjandi ráðamanna, verður að leiðrétta jafnóðum. Sósíalista á þing í næstu kosningum! Höfundur er félagi í Sósíalistaflokk Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Skoðun Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Sjá meira
Það er ástæða til að fagna komandi kosningum þó þær séu skyndilegar því loksins losnum við við eina skaðlegustu ríkisstjórn í manna minnum. Í sjö ár höfum við horft á hvern skandalinn á fætur öðrum, spillta bankasölu og einkavinavæðingu og hvert málið á fætur öðru keyrt í átt að lausnum markaðarins. Lausnir sem innihalda enga mannúð né rökræna lausn á vandamálum. Það hefur verið lygilega margt í þessa veru sem legið hefur í skauti ráðuneyta Vinstri Grænna sem ekki hafa veigrað sér við að fórna velferð og jöfnuði fyrir samstarf yfir hinn pólitíska ás en þar má til að mynd nefna fiskeldið og kerfisbreytingar á almannatryggingakerfinu. VG fékk nefnilega ekki bara að éta skít heldur einnig að mata okkur hin á drullumalli í sjö ár. Hér hefur fólksfjölgun verið ör eftir heimsfaraldurinn og í stað þess að horfa til ferðamannaiðnaðar og innflutning á verkafólki er flóttafólk gert að blórabögglum og það skammlaust. Forsætisráðherra hefur grímulaust blásið í fordómalúðurinn og yfirvöld hafa ekkert aðhafst til að forða okkur sem þjóð frá samsekt í þjóðarmorði. Hér var tekið á móti flóttafólki opnum örmum á einhverjum kannski vafasömum forsendum en sem margt hvert seldi aleigu sína til að hefja líf á Íslandi. En þá skipti skútan um stefnu og fólki var bara kastað fyrir borð eins og einskis verðu enda útlendingar. Sumir útlendingar eru þó endalaust velkomnir og hér hefur ferðamannaiðnaðurinn fengið að blása út með þeim afleiðingum að innviðir eru gjörsamlega sprungnir. Löggæslan, bráðamóttakan og landspítalinn í heild sinni anna ekki móttöku fólks sem þarf á læknisaðstoð að halda og heilsugæslan okkar er víðast hvar ónýt. Það að bíða eftir tíma hjá lækni í þrjár vikur eða lengur er vægast sagt sorgleg staða og ekki bara óþolandi heldur lífshættuleg. Örorkulífeyris Kerfið hefur verið tekið í gíslingu af yfirvöldum og þá sérstaklega VG sem ennþá hafa ekki ákveðið hvernig örorka verður metin í framhaldinu. Ég þekki varla annað slíkt dæmi úr stjórnsýslunni þar sem lífsafkoma um tuttugu þúsunda manna er látin hanga í óvissu svo mánuðum skiptir og lög sett um þeirra framfærslu sem þó er aðeins autt blað. Engar reglur settar um hvernig meta skal örorku fyrr en eftirá og þetta samþykkti þingið, meira að segja Samfylkingin sem kennir sig við velferð eins og í skemmtilegum skollaleik. Starfsgetumati hefur verið komið á þrátt fyrir að það hafi valdið óheyrilegum þjáningum víðast hvar í löndunum í kringum okkur en kerfisbreytingin mun augljóslega bæði draga úr líkindum þess að þeir sem þó hafa örorku til langs tíma séu á vinnumarkaði og að þeir sem sannanlega veikist fái ekki notið þess öryggisnets sem örorkan hefur þó verið til þessa. Sjálfsákvörðunarrétturinn til að prófa sig á vinnumarkaði eða vinna eftir getu í hvert skipti er gerður að engu í þessu nýja kerfi sem þó átti að vera atvinnuhvetjandi. Ég þreytist ekki á að ítreka hversu mikil smættun á virði þeirra langveiku felst í þessum aðgerðum. Og enn og aftur er kjarabótum öryrkja frestað. Því Katrínu snerist hægri-vinstri-snú hugur þegar kom að því að láta fátækt fólk bíða. Já, þriðjungur fólks á örorkulífeyri býr við sárafátækt og bíður enn. Það er óþolandi að vinstri vængur þessarar ríkisstjórnar hafi ekki haft vilja til að vernda fátækasta fólkið á landinu. Og nú síðast var kastað í partýbombu þegar Brynjar Níelsson var settur yfir mannréttindastofnun. Svona til að skutla blautri tusku í andlit fatlaðs fólks í desert. Á sama tíma og þetta er að gerast er húsnæðisliðurinn að sliga heimilin en húsnæðismarkaðurinn er vígvöllur braskara í stað þess að vera vin fyrir húsnæðis og heimilislausa. Í stað þess að vera hluti af mannréttindum fólks í einu ríkasta landi veraldar. Glæný húsaleigulög ná ekki einu sinni að vernda leigjendur fyrir braski þeirra sem vilja fjárfesta í enn einni íbúð til að græða á eymd annarra. Markaðurinn étur velferðina, gleypir hana í heilum bita og spýtir svo út úr sér laskaðri sjálfsvirðingu venjulegs launafólks. Við þurfum varla að rifja upp hvernig stýrivextir seðlabankans hafa hækkað ískyggilega án þess að ríkisstjórnin hafi gert nokkurn skapaðan hlut til að íhlutast um málin. Hlutdeildarlánin hafa ekki virkað nema fyrir mjög þröngan hóp og var útfærsla þeirra einnig meingölluð. Ungt fólk kemst ennþá ekki að heiman og fatlað fólk er frekar flutt hreppaflutningum út á land á hjúkrunarheimili úr alfaraleið fremur en að búa þeim sjálfstætt líf með þeim stuðningi sem þarf. Allt þetta og meira til hefur fengið að grassera á vakt síðustu ríkisstjórnar og nú þarf almenningur að segja stopp í gegnum kjörseðlana. Þökkum svo fyrir að Katrín Jakobsdóttir hafi ekki setið í embætti forseta þegar þessi ríkisstjórn skilaði inn umboði. Þá hefði spillingin náð hæstu hæðum. Sósíalistar eiga góða stefnuskrá í öllum málum og glænýja húsnæðisstefnu. Í stefnuskrám þeirra eru lausnir til að rétta af stéttaskekkjuna í samfélaginu og koma hér á jöfnuði meðal manna.Við getum ekki haldið áfram á sömu braut. Stjórnmálin verða að snúast um almenning í landinu, velferðina og aðbúnað fólks, auðlindirnar okkar allra en ekki sérhagsmuni sem aflandseyjuprinsar fá að stjórna hér ár eftir ár leynt eða ljóst. Rödd mannúðar og jöfnuðar verður að heyrast innan þingsins á næsta kjörtímabili og rangfærslur sem sífellt er farið með til að reyna að breiða yfir ómannúðleika og spillingu ríkjandi ráðamanna, verður að leiðrétta jafnóðum. Sósíalista á þing í næstu kosningum! Höfundur er félagi í Sósíalistaflokk Íslands
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar