„Gerðum okkur stundum lífið erfiðara en það þurfti að vera“ Stefán Marteinn skrifar 16. október 2024 21:46 Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur Vísir/Diego Keflavík heimsótti Val í N1-höllinni þegar 3. umferð Bónus deild kvenna hélt áfram göngu sinni. Í miklum baráttuleik var það Keflavík sem hafði að lokum betur 73-79. „Við byrjuðum mjög vel og það kannski gaf einhver fyrirheit um eitthvað en ég þóttist vita að Valur er með gott lið og er á heimavelli þannig það kom svo sem ekkert á óvart að þær kæmust með einhverjum hætti inn í leikinn aftur. Við erum fyrst og fremst ánægðar með sigurinn.“ Sagði Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum að spila á köflum ágætlega en svo á köflum vorum við að spila líka með miklu fáti og gerðum okkur stundum lífið erfiðara en það þurfti að vera.“ Keflavík náði á kafla hátt í tuttugu stiga forystu en misstu það niður rétt fyrir hálfleik. „Mér fannst kannski ákvarðanartökur og við duttum aðeins niður í vörninni og talið var aðeins minna. Þær gengu á lagið og fengu nokkrar auðveldar körfur og svo voru þær okkur mjög erfiðar í fráköstum. Voru að fá mikið af sénsum númer tvö og jafnvel þrjú. Það kannski gerði það að verkum að munurinn minnkaði verulega. Sem betur fer náðum við alltaf að spýta í og halda þeim aðeins frá okkur sem er mjög mikilvægt þegar þú ert að spila á útivelli. Við gerðum það sem þurfti en ekkert í raun mikið meira en það. Við viljum spila betur en þetta.“ Keflavík var undir í frákasta baráttunni í kvöld og tók Valur átján fleiri fráköst en Keflavík en það kom Friðrik Inga þó ekki á óvart. „Nei í rauninni ekki ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Við höfum verið að tapa frákasta baráttunni í flestum leikjum en við höfum kannski verið að vinna aðrar baráttur á vellinum þannig að í raun nei, ef ég á að vera hreinskilinn þá kom það ekki á óvart þannig lagað. Við viljum verða betri í því og þetta snýst ekki um það að við séum lægri eða lávaxnari á vellinum. Þetta snýst um ákveðið viðhorf og hvernig leikmenn eru staðsettir og annað. Við erum að reyna að vinna í því og laga.“ Körfubolti Bónus-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
„Við byrjuðum mjög vel og það kannski gaf einhver fyrirheit um eitthvað en ég þóttist vita að Valur er með gott lið og er á heimavelli þannig það kom svo sem ekkert á óvart að þær kæmust með einhverjum hætti inn í leikinn aftur. Við erum fyrst og fremst ánægðar með sigurinn.“ Sagði Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum að spila á köflum ágætlega en svo á köflum vorum við að spila líka með miklu fáti og gerðum okkur stundum lífið erfiðara en það þurfti að vera.“ Keflavík náði á kafla hátt í tuttugu stiga forystu en misstu það niður rétt fyrir hálfleik. „Mér fannst kannski ákvarðanartökur og við duttum aðeins niður í vörninni og talið var aðeins minna. Þær gengu á lagið og fengu nokkrar auðveldar körfur og svo voru þær okkur mjög erfiðar í fráköstum. Voru að fá mikið af sénsum númer tvö og jafnvel þrjú. Það kannski gerði það að verkum að munurinn minnkaði verulega. Sem betur fer náðum við alltaf að spýta í og halda þeim aðeins frá okkur sem er mjög mikilvægt þegar þú ert að spila á útivelli. Við gerðum það sem þurfti en ekkert í raun mikið meira en það. Við viljum spila betur en þetta.“ Keflavík var undir í frákasta baráttunni í kvöld og tók Valur átján fleiri fráköst en Keflavík en það kom Friðrik Inga þó ekki á óvart. „Nei í rauninni ekki ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Við höfum verið að tapa frákasta baráttunni í flestum leikjum en við höfum kannski verið að vinna aðrar baráttur á vellinum þannig að í raun nei, ef ég á að vera hreinskilinn þá kom það ekki á óvart þannig lagað. Við viljum verða betri í því og þetta snýst ekki um það að við séum lægri eða lávaxnari á vellinum. Þetta snýst um ákveðið viðhorf og hvernig leikmenn eru staðsettir og annað. Við erum að reyna að vinna í því og laga.“
Körfubolti Bónus-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti