Pavel: Þetta er verkefni fyrir Ægi sjálfan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2024 15:01 Ægir Þór Steinarsson leiðir sóknarleik Stjörnunnar og gefur tóninn í varnarleiknum. Vísir/Diego Ægir Þór Steinarsson og félagar í Stjörnunni hafa unnið tvo fyrstu leiki tímabilsins á móti Val og KR. Íslenski landsliðsfyrirliðinn hefur farið vel af stað og fékk mikið hrós í síðasta Bónus Körfuboltakvöldi. Ægir Þór er með 18,0 stig og 11,5 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu tveimur leikjum Stjörnunnar. Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon ræddi frammistöðu leikstjórnanda Garðabæjarliðsins í byrjun móts. Fjórtán stoðsendingar „Við töluðum mikið um Ægi Þór Steinarsson á síðasta tímabili því hann var allt í öllu hjá þessu liði. Hann er með fjórtán stoðsendingar í þessum leik. Hann er með boltann nær allan leikinn og hann tapar honum bara einu sinni. Hversu mikilvægur er þessi drengur fyrir þetta lið,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Eins og hefur verið sagt milljón sinnum þá er þetta prímusmótor og þetta er bara það sem þú vilt fá frá leikstjórnandanum þínum,“ sagði Helgi Már. Þrífst best þegar þeir auka hraðann „Hann þefar menn uppi og spilar hörku vörn. Hann þrífst best og mér fannst Stjarnan þrífast best þegar þeir keyra allir upp tempóið og auka hraðann. Hætta við að rembast við að setja upp á hálfum velli og reyna frekar að taka fyrsta hlaupið í bakið á þeim og sjá til hvort þeir geti fengið eitthvað úr úr því,“ sagði Helgi. „Fyrir mér þá var of mikið á hans herðum á síðasta tímabili. Hann var beðinn um það og gerði það mjög vel. Liðið var eins og það var þá,“ sagði Pavel og hélt áfram: „Þetta er verkefni fyrir Ægi sjálfan. Þetta er hornsteinninn í liðinu og ég held að Ægir sé einn af þessum toppmönnum sem þú vilt byggja lið í kringum. Það er gott að byrja á honum,“ sagði Pavel. Vill sjá agressífari Ægi „Eitt af verkefnunum fyrir Stjörnuna er að hann finni þessa línu sem hann þarf að vera á. Hann var beðinn um mikið í fyrra og ég held að hann sé að hugsa núna: Við erum komnir með einhvern mannskap, komnir með einhverja hæfileika í liðið,“ sagði Pavel sem var ekki alltaf of ánægður með sóknarleik Stjörnunnar í fyrstu tveimur leikjunum. „Mér finnst sóknarleikur Stjörnunnar líta best út þegar Ægir setur hausinn niður og fer af stað. Þegar Hilmar gerir það sama. Þetta er aðeins einfaldara. Ef að það er lausnin fyrir þá að Ægir sé aðeins agressífari, þangað til að þeir finni út úr einhverjum öðrum hlutum, þá ættu þeir ekki að vera að rembast gegn því,“ sagði Pavel. Það má horfa á alla umfjöllunina um Ægi hér fyrir neðan. Stjarnan tekur á móti ÍR klukkan 19.15 í kvöld og leikurinn verður sýndur beint á Bónus deildar rás númer tvö. Þrír aðrir leikir eru einnig á dagskrá og eru þeir sýndir beint á Stöð 2 Sport 5 (Álftanes - Valur klukkan 19.15), Bónus deildarrás 1 (Grindavík - Höttur, klukkan 20.15, GAZ-leikur) og Bónus deildarrás 3 (Tindastóll - Haukar klukkan 19.15). Skiptiborðið fylgist síðan með öllum leikjunum í einu á Stöð 2 Sport rásinni og gerir síðan kvöldið upp þegar leikjunum lýkur. Klippa: Umræða Körfuboltakvölds um Ægi Þór Steinarsson Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Stjarnan Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira
Ægir Þór er með 18,0 stig og 11,5 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu tveimur leikjum Stjörnunnar. Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon ræddi frammistöðu leikstjórnanda Garðabæjarliðsins í byrjun móts. Fjórtán stoðsendingar „Við töluðum mikið um Ægi Þór Steinarsson á síðasta tímabili því hann var allt í öllu hjá þessu liði. Hann er með fjórtán stoðsendingar í þessum leik. Hann er með boltann nær allan leikinn og hann tapar honum bara einu sinni. Hversu mikilvægur er þessi drengur fyrir þetta lið,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Eins og hefur verið sagt milljón sinnum þá er þetta prímusmótor og þetta er bara það sem þú vilt fá frá leikstjórnandanum þínum,“ sagði Helgi Már. Þrífst best þegar þeir auka hraðann „Hann þefar menn uppi og spilar hörku vörn. Hann þrífst best og mér fannst Stjarnan þrífast best þegar þeir keyra allir upp tempóið og auka hraðann. Hætta við að rembast við að setja upp á hálfum velli og reyna frekar að taka fyrsta hlaupið í bakið á þeim og sjá til hvort þeir geti fengið eitthvað úr úr því,“ sagði Helgi. „Fyrir mér þá var of mikið á hans herðum á síðasta tímabili. Hann var beðinn um það og gerði það mjög vel. Liðið var eins og það var þá,“ sagði Pavel og hélt áfram: „Þetta er verkefni fyrir Ægi sjálfan. Þetta er hornsteinninn í liðinu og ég held að Ægir sé einn af þessum toppmönnum sem þú vilt byggja lið í kringum. Það er gott að byrja á honum,“ sagði Pavel. Vill sjá agressífari Ægi „Eitt af verkefnunum fyrir Stjörnuna er að hann finni þessa línu sem hann þarf að vera á. Hann var beðinn um mikið í fyrra og ég held að hann sé að hugsa núna: Við erum komnir með einhvern mannskap, komnir með einhverja hæfileika í liðið,“ sagði Pavel sem var ekki alltaf of ánægður með sóknarleik Stjörnunnar í fyrstu tveimur leikjunum. „Mér finnst sóknarleikur Stjörnunnar líta best út þegar Ægir setur hausinn niður og fer af stað. Þegar Hilmar gerir það sama. Þetta er aðeins einfaldara. Ef að það er lausnin fyrir þá að Ægir sé aðeins agressífari, þangað til að þeir finni út úr einhverjum öðrum hlutum, þá ættu þeir ekki að vera að rembast gegn því,“ sagði Pavel. Það má horfa á alla umfjöllunina um Ægi hér fyrir neðan. Stjarnan tekur á móti ÍR klukkan 19.15 í kvöld og leikurinn verður sýndur beint á Bónus deildar rás númer tvö. Þrír aðrir leikir eru einnig á dagskrá og eru þeir sýndir beint á Stöð 2 Sport 5 (Álftanes - Valur klukkan 19.15), Bónus deildarrás 1 (Grindavík - Höttur, klukkan 20.15, GAZ-leikur) og Bónus deildarrás 3 (Tindastóll - Haukar klukkan 19.15). Skiptiborðið fylgist síðan með öllum leikjunum í einu á Stöð 2 Sport rásinni og gerir síðan kvöldið upp þegar leikjunum lýkur. Klippa: Umræða Körfuboltakvölds um Ægi Þór Steinarsson
Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Stjarnan Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira