Neyðarástand - úrbætur strax Sigrún Hulda Steingrímsdóttir skrifar 17. október 2024 10:16 Aðstaða á bráðmóttöku Landspítalans í Fossvogi Mér er algjörlega ofboðið að sjá þær aðstæður sem fárveiku fólki er boðið uppá á bráðmóttöku Landspítalans í Fossvogi. Ég fór með manninum mínum með sjúkraflugi þangað núna í haust. Við komum á spítalann um miðja nótt. Sjúkrabörurnar voru keyrðar eftir upplýstum gangi eða göngum þar sem fárveikir sjúklingar lágu í röðum. Ekkert skýldi þeim fyrir umferðinni um ganginn. Það var svo þröngt að sjúkrabörurnar rákust óvart í eitt rúmið og sjúklingurinn sem þar lá hrökk upp. Að sjá þennan hræðilega aðbúnað sem hættulega veiku fólki er búið snart mig djúpt, eignlega jafn mikið og veikindi mannsins míns. En hann komst strax í öruggt skjól á gjörgæslunni í Fossvoginum og honum vegnar vel. Móttaka bráðmóttöku Landspítalans í Fossvogi er í litlu glerhýsi, þar sem bráðveiku fólki er boðið upp á að sitja þröngt á hörðum stólum. Rennihurð opnast í sífellu, þannig að það gustar beint inn á fólkið sem þar bíður. Móttakan þarf stærra pláss núna strax, þar sem er hlýtt og hvíldarstólar og teppi fyrir sjúklingana sem bíða eftir þjónustu. Þessar úrbætur þola enga bið. Sjúklingar sem hafa fengið fyrstu aðstoð á bráðamóttöku þurfa svo að komast strax í viðeigandi þjónustu í sjúkrastofum í stað þess að liggja á göngum sjúkrahússins. Það er ekki annað í boði en að laga þetta ástand á bráðmóttökunni. Vegna brunavarna er beinlínis hættulegt að þrengja svona að á göngum sjúkrahússins. Þessi aðbúnaður er alls ekki boðlegur hvorki fyrir sjúklinga, starfsfólk eða aðstandendur. Sjúklingar fá ekki ásættanlegan aðbúnað eins á ástandið er og starfsfólkið brennur út við þessar starfsaðstæður. Hér getur verið um líf og dauða að tefla. Það þarf úrbætur núna strax. Skortur á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða Að undanförnu hafa borist fréttir um að um 100 manns bíði eftir plássum á hjúkrunarheimilum á Íslandi. Þetta aldraða fólk býr við óöryggi og óviðunandi aðstæður á yfirfullum sjúkrahúsum landsins og er einatt flutt á milli stofnanna. Þeir sjúklingar sem ættu að nýta plássin á sjúkrahúsunum liggja við algjörlega óboðlegar aðstæður á göngum sjúkrahúsanna, aðallega Landspítalans. Ég er viss um að það er hægt að finna gott húsnæði sem hægt að nýta sem hjúkrunarrými fyrir aldraða og skapa þannig rými fyrir sjúklinga sjúkrahúsanna. Þar þurfa allir að vinna saman að lausn, bæði heilbrigðisyfirvöld, sveitarfélög og þeir sem bera ábyrgð á einkarekstri hjúkrunarheimila. Þar sem það stendur mér nærri langar mig að hvetja Akureyrarbæ, heilbrigðisyfirvöld þar og Heilsuvernd, sem rekur hjúkrunarheimilin að vinna saman samkvæmt „Akureyrarmódelinu“ að því að fjölga hjúkrunarrýmum á svæðinu. Ég held að möguleikarnir leynist víða. Í Skjaldarvík, rétt utan Akureyrar var rekið öldrunarheimili til ársins 1998. Eftir það voru gerðar endurbætur á húsnæðinu og þar rekið gistiheimili til ársins 2022. Væri ekki vert að skoða hvort hægt væri að nýta Skjaldarvík sem hjúkrunarheimili á nýjan leik til að minnka biðlistana fyrir hjúkrunarrými. Eflaust eru fleiri möguleikar í boði á Akureyrarsvæðinu. Nú þarf að hefjast handa og finna lausn. Úrbætur strax Þessi tvö mál aðbúnaður á bráðmóttöku Landspítalans og skortur á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða eru algjörlega óviðunandi. Ég bið ykkur ráðherra og þingmenn að kynna ykkur málið og setja ykkur í spor þessa fólks. Er þetta þjónusta sem ykkur þætti ásættanleg ef þið eða aðstandendur ykkar þyrftuð á bráðamóttöku eða hjúkrunarheimili að halda? Við erum ríkt land Ísland. Við eigum alveg fjármuni til að kippa þessu í liðinn. Það er ekki hægt að bíða fram yfir kosningar, þann 30 nóvember næstkomandi. Hefjumst handa strax. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun „Words are wind“ Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Sjá meira
Aðstaða á bráðmóttöku Landspítalans í Fossvogi Mér er algjörlega ofboðið að sjá þær aðstæður sem fárveiku fólki er boðið uppá á bráðmóttöku Landspítalans í Fossvogi. Ég fór með manninum mínum með sjúkraflugi þangað núna í haust. Við komum á spítalann um miðja nótt. Sjúkrabörurnar voru keyrðar eftir upplýstum gangi eða göngum þar sem fárveikir sjúklingar lágu í röðum. Ekkert skýldi þeim fyrir umferðinni um ganginn. Það var svo þröngt að sjúkrabörurnar rákust óvart í eitt rúmið og sjúklingurinn sem þar lá hrökk upp. Að sjá þennan hræðilega aðbúnað sem hættulega veiku fólki er búið snart mig djúpt, eignlega jafn mikið og veikindi mannsins míns. En hann komst strax í öruggt skjól á gjörgæslunni í Fossvoginum og honum vegnar vel. Móttaka bráðmóttöku Landspítalans í Fossvogi er í litlu glerhýsi, þar sem bráðveiku fólki er boðið upp á að sitja þröngt á hörðum stólum. Rennihurð opnast í sífellu, þannig að það gustar beint inn á fólkið sem þar bíður. Móttakan þarf stærra pláss núna strax, þar sem er hlýtt og hvíldarstólar og teppi fyrir sjúklingana sem bíða eftir þjónustu. Þessar úrbætur þola enga bið. Sjúklingar sem hafa fengið fyrstu aðstoð á bráðamóttöku þurfa svo að komast strax í viðeigandi þjónustu í sjúkrastofum í stað þess að liggja á göngum sjúkrahússins. Það er ekki annað í boði en að laga þetta ástand á bráðmóttökunni. Vegna brunavarna er beinlínis hættulegt að þrengja svona að á göngum sjúkrahússins. Þessi aðbúnaður er alls ekki boðlegur hvorki fyrir sjúklinga, starfsfólk eða aðstandendur. Sjúklingar fá ekki ásættanlegan aðbúnað eins á ástandið er og starfsfólkið brennur út við þessar starfsaðstæður. Hér getur verið um líf og dauða að tefla. Það þarf úrbætur núna strax. Skortur á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða Að undanförnu hafa borist fréttir um að um 100 manns bíði eftir plássum á hjúkrunarheimilum á Íslandi. Þetta aldraða fólk býr við óöryggi og óviðunandi aðstæður á yfirfullum sjúkrahúsum landsins og er einatt flutt á milli stofnanna. Þeir sjúklingar sem ættu að nýta plássin á sjúkrahúsunum liggja við algjörlega óboðlegar aðstæður á göngum sjúkrahúsanna, aðallega Landspítalans. Ég er viss um að það er hægt að finna gott húsnæði sem hægt að nýta sem hjúkrunarrými fyrir aldraða og skapa þannig rými fyrir sjúklinga sjúkrahúsanna. Þar þurfa allir að vinna saman að lausn, bæði heilbrigðisyfirvöld, sveitarfélög og þeir sem bera ábyrgð á einkarekstri hjúkrunarheimila. Þar sem það stendur mér nærri langar mig að hvetja Akureyrarbæ, heilbrigðisyfirvöld þar og Heilsuvernd, sem rekur hjúkrunarheimilin að vinna saman samkvæmt „Akureyrarmódelinu“ að því að fjölga hjúkrunarrýmum á svæðinu. Ég held að möguleikarnir leynist víða. Í Skjaldarvík, rétt utan Akureyrar var rekið öldrunarheimili til ársins 1998. Eftir það voru gerðar endurbætur á húsnæðinu og þar rekið gistiheimili til ársins 2022. Væri ekki vert að skoða hvort hægt væri að nýta Skjaldarvík sem hjúkrunarheimili á nýjan leik til að minnka biðlistana fyrir hjúkrunarrými. Eflaust eru fleiri möguleikar í boði á Akureyrarsvæðinu. Nú þarf að hefjast handa og finna lausn. Úrbætur strax Þessi tvö mál aðbúnaður á bráðmóttöku Landspítalans og skortur á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða eru algjörlega óviðunandi. Ég bið ykkur ráðherra og þingmenn að kynna ykkur málið og setja ykkur í spor þessa fólks. Er þetta þjónusta sem ykkur þætti ásættanleg ef þið eða aðstandendur ykkar þyrftuð á bráðamóttöku eða hjúkrunarheimili að halda? Við erum ríkt land Ísland. Við eigum alveg fjármuni til að kippa þessu í liðinn. Það er ekki hægt að bíða fram yfir kosningar, þann 30 nóvember næstkomandi. Hefjumst handa strax. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun