Kristján rifbeinsbrotnaði: „Fannst þetta klárt rautt spjald“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 17. október 2024 20:39 Kristján Ottó Hjálmsson tekinn föstum tökum. Hann endaði kvöldið á sjúkrahúsi með rifbeinsbrot. vísir/Anton „Frábær leikur í alla staði. Fyrri hálfleikurinn stórkostlegur, tíu mörkum yfir í hálfleik og það er líka ákveðin kúnst að vera tíu mörkum yfir í hálfleik,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, eftir að lið hans burstaði ÍBV í Olís-deild karla. Lokatölur 38-27. Staðan var 19-9 í hálfleik og hófu Eyjamenn síðari hálfleik ágætlega og minnkuðu muninn niður í fimm mörk. Gunnar segir það hafa verið viðbúið og hans lið hafi svarað því áhlaupi vel. „Við vissum að þeir kæmu með áhlaup og við stóðumst það á endanum. Bara heilt yfir frábær leikur, að vinna hér sterkt lið ÍBV með ellefu mörkum.“ Aðspurður hvað honum fannst um leik andstæðingana, sem virtust vera heillum horfnir í leiknum, þá vildi Gunnar ekki dæma um það. „Ég ætla ekki að dæma um það. Mér fannst við bara mjög góðir og mér fannst við ekki gefa þeim nein færi á okkur. Við vorum góðir og þeir áttu ekki sinn besta dag, þeir lentu á vegg hérna.“ Lagst ofan á Kristján Ottó Tvö rauð spjöld fóru á loft í fyrri hálfleik á leikmenn ÍBV. Gunnar segir þá dóma hafa verið hárrétta og fannst að sama skapi vera hægt að dæma brottvísun eða meira til þegar Sigtryggur Daði Rúnarsson fylgdi vel á eftir í broti sínu á afmælisbarn dagsins, Kristján Ottó Hjálmsson, sem lá óvígur eftir og endaði kvöldið upp á slysó með beinbrot. „Mér fannst þetta klárt rautt spjald í bæði skiptin. Líka hérna þegar brotið er á Kristjáni Ottó, hann rifbeinsbrotnar þegar hann leggst ofan á hann í brotinu, sem mér fannst líka mjög slæmt brot. En við stóðum þetta af okkur og sýndum úr hverju við erum gerðir.“ Gunnar Magnússon var kampakátur með sína menn í kvöld.vísir/Anton Afturelding er komin á topp deildarinnar og hafa verið að spila hvað best af öllum liðum Olís-deildarinnar. Gunnar segist vera ánægður með það þó að það skipti ekki öllu máli þegar svona lítið er búið af mótinu. „Við erum ánægðir með okkar spilamennsku og við erum bara þar sem við viljum vera, en við vitum það líka að það verður enginn meistari í október eða nóvember. Það er rosalega mikið eftir. Stigin verða ekki tekin af okkur og við þurfum að halda áfram að safna fleiri stigum. Við erum bara ánægðir með okkar lið, en það er mikið eftir.“ Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur Sjá meira
Staðan var 19-9 í hálfleik og hófu Eyjamenn síðari hálfleik ágætlega og minnkuðu muninn niður í fimm mörk. Gunnar segir það hafa verið viðbúið og hans lið hafi svarað því áhlaupi vel. „Við vissum að þeir kæmu með áhlaup og við stóðumst það á endanum. Bara heilt yfir frábær leikur, að vinna hér sterkt lið ÍBV með ellefu mörkum.“ Aðspurður hvað honum fannst um leik andstæðingana, sem virtust vera heillum horfnir í leiknum, þá vildi Gunnar ekki dæma um það. „Ég ætla ekki að dæma um það. Mér fannst við bara mjög góðir og mér fannst við ekki gefa þeim nein færi á okkur. Við vorum góðir og þeir áttu ekki sinn besta dag, þeir lentu á vegg hérna.“ Lagst ofan á Kristján Ottó Tvö rauð spjöld fóru á loft í fyrri hálfleik á leikmenn ÍBV. Gunnar segir þá dóma hafa verið hárrétta og fannst að sama skapi vera hægt að dæma brottvísun eða meira til þegar Sigtryggur Daði Rúnarsson fylgdi vel á eftir í broti sínu á afmælisbarn dagsins, Kristján Ottó Hjálmsson, sem lá óvígur eftir og endaði kvöldið upp á slysó með beinbrot. „Mér fannst þetta klárt rautt spjald í bæði skiptin. Líka hérna þegar brotið er á Kristjáni Ottó, hann rifbeinsbrotnar þegar hann leggst ofan á hann í brotinu, sem mér fannst líka mjög slæmt brot. En við stóðum þetta af okkur og sýndum úr hverju við erum gerðir.“ Gunnar Magnússon var kampakátur með sína menn í kvöld.vísir/Anton Afturelding er komin á topp deildarinnar og hafa verið að spila hvað best af öllum liðum Olís-deildarinnar. Gunnar segist vera ánægður með það þó að það skipti ekki öllu máli þegar svona lítið er búið af mótinu. „Við erum ánægðir með okkar spilamennsku og við erum bara þar sem við viljum vera, en við vitum það líka að það verður enginn meistari í október eða nóvember. Það er rosalega mikið eftir. Stigin verða ekki tekin af okkur og við þurfum að halda áfram að safna fleiri stigum. Við erum bara ánægðir með okkar lið, en það er mikið eftir.“
Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur Sjá meira