Heita hertum reglum í hælisleitendamálum Samúel Karl Ólason skrifar 18. október 2024 17:02 Ursula von der Leyen og Charles Michel á blaðamannafundi í gær. AP/Geert Vanden Wijngaert Leiðtogar Evrópusambandsins leita nú leiða til að draga úr flæði farand- og flóttafólks til heimsálfunnar. Stuðningur við slíkar aðgerðir hefur aukist töluvert og er sú aukning rakin til aukins fylgis fjar-hægri flokka í Evrópu, sem eru verulega mótfallnir fólksflutningum til Evrópu. Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, boðaði til fundar í gær og tók hann fram fyrir fundinn að mikil áhersla yrði lögð á umræðu um fólksflutninga. Meðal annars stæði til að ræða aukið eftirlit á landamærum ESB, aukna samvinnu með utanaðkomandi bandamönnum og hertar reglur um brottflutning ólöglegra innflytjenda og þeim sem neitað er um hæli, samkvæmt frétt DW. Það sem af er á þessu ári hefur fjöldi farand- og flóttafólks dregist saman um fjörutíu prósent á þessu ári, frá því fjöldinn náði hámarki í fyrra. Flestir koma til Evrópusambandsins landleiðina úr austri og yfir Miðjarðarhafið. Vilja fella niður réttinn til að sækja um hæli Í austri hafa Pólverjar lengi sakað yfirvöld í Rússlandi og Belarús um að smala fólki að landamærunum og reyna að þvinga það inn í Pólland. Ráðamenn í Póllandi hafa kallað eftir því að rétturinn til að sækja um hæli verði felldur niður tímabundið, vegna þessa aðgerða nágranna þeirra, sem þeir segja að sé ætlað að skapa sundrung í Póllandi og innan ESB. AP fréttaveitan segir leiðtoga sambandsins hafa gefið til kynna að þeir styddu slíkar aðgerðir. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði til að mynda að markmið Rússa væri augljóst. Um blendinn hernað væri að ræða og Pólland og önnur ríki, eins og Finnland og Eistrasaltsríkin, þyrftu að geta varið ESB gegn slíkum aðgerðum. Gera Evrópu að virki Að fundinum loknum voru leiðtogarnir þegar byrjaðir að þróa áætlanir til að flýta brottflutningi fólks sem hefur verið hafnað um hæli og að tryggja að umsóknir hælisleitenda verði teknar fyrir áður en fólkið kemur til Evrópu. Ítalar hafa til að mynda opnað tvær úrvinnslustöðvar í Albaníu og Þjóðverjar hafa tekið upp landamæraeftirlit að nýju. Markmiðið er sagt vera að byggja upp orðspor ESB sem nokkurs konar virki og draga úr hælisumsóknum. Fréttaveitan hefur eftir Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, að hlutirnir séu að breytast í Evrópusambandinu. „Nú er meirihluti leiðtoga að segja það sama: Þetta geti ekki haldið áfram. Fjöldinn sé of mikilli. Við verðum að senda fólk sem færi ekki hæli í Evrópu aftur til baka.“ Dick Schoof, forsætisráðherra Hollands, sló á svipaða strengi og sagði skapið í Evrópu hafa breyst. Árið 2015, þegar mikil krísa myndaðist vegna fjölda fólks sem reyndi að komast til Evrópu frá Mið-Austurlöndum og Afganistan í hundruð þúsunda tali, sagði Angela Merkel, þáverandi kanslari Þýskalands, að vel væri hægt að taka við rúmri milljón manna. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segist ætla að leggja til harðari lög og frekari áætlanir um brottvísanir fólks, samkvæmt frétt Politico. Hún sagði í dag að rætt hefði verið að koma upp úrvinnslustöðvum í öðrum ríkjum. Þá sagði hún að eins og staðan væri í dag, væri einungis fimmtungi þeirra sem neitað væri um hæli, vísar úr ESB. Evrópusambandið Flóttamenn Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Sjá meira
Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, boðaði til fundar í gær og tók hann fram fyrir fundinn að mikil áhersla yrði lögð á umræðu um fólksflutninga. Meðal annars stæði til að ræða aukið eftirlit á landamærum ESB, aukna samvinnu með utanaðkomandi bandamönnum og hertar reglur um brottflutning ólöglegra innflytjenda og þeim sem neitað er um hæli, samkvæmt frétt DW. Það sem af er á þessu ári hefur fjöldi farand- og flóttafólks dregist saman um fjörutíu prósent á þessu ári, frá því fjöldinn náði hámarki í fyrra. Flestir koma til Evrópusambandsins landleiðina úr austri og yfir Miðjarðarhafið. Vilja fella niður réttinn til að sækja um hæli Í austri hafa Pólverjar lengi sakað yfirvöld í Rússlandi og Belarús um að smala fólki að landamærunum og reyna að þvinga það inn í Pólland. Ráðamenn í Póllandi hafa kallað eftir því að rétturinn til að sækja um hæli verði felldur niður tímabundið, vegna þessa aðgerða nágranna þeirra, sem þeir segja að sé ætlað að skapa sundrung í Póllandi og innan ESB. AP fréttaveitan segir leiðtoga sambandsins hafa gefið til kynna að þeir styddu slíkar aðgerðir. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði til að mynda að markmið Rússa væri augljóst. Um blendinn hernað væri að ræða og Pólland og önnur ríki, eins og Finnland og Eistrasaltsríkin, þyrftu að geta varið ESB gegn slíkum aðgerðum. Gera Evrópu að virki Að fundinum loknum voru leiðtogarnir þegar byrjaðir að þróa áætlanir til að flýta brottflutningi fólks sem hefur verið hafnað um hæli og að tryggja að umsóknir hælisleitenda verði teknar fyrir áður en fólkið kemur til Evrópu. Ítalar hafa til að mynda opnað tvær úrvinnslustöðvar í Albaníu og Þjóðverjar hafa tekið upp landamæraeftirlit að nýju. Markmiðið er sagt vera að byggja upp orðspor ESB sem nokkurs konar virki og draga úr hælisumsóknum. Fréttaveitan hefur eftir Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, að hlutirnir séu að breytast í Evrópusambandinu. „Nú er meirihluti leiðtoga að segja það sama: Þetta geti ekki haldið áfram. Fjöldinn sé of mikilli. Við verðum að senda fólk sem færi ekki hæli í Evrópu aftur til baka.“ Dick Schoof, forsætisráðherra Hollands, sló á svipaða strengi og sagði skapið í Evrópu hafa breyst. Árið 2015, þegar mikil krísa myndaðist vegna fjölda fólks sem reyndi að komast til Evrópu frá Mið-Austurlöndum og Afganistan í hundruð þúsunda tali, sagði Angela Merkel, þáverandi kanslari Þýskalands, að vel væri hægt að taka við rúmri milljón manna. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segist ætla að leggja til harðari lög og frekari áætlanir um brottvísanir fólks, samkvæmt frétt Politico. Hún sagði í dag að rætt hefði verið að koma upp úrvinnslustöðvum í öðrum ríkjum. Þá sagði hún að eins og staðan væri í dag, væri einungis fimmtungi þeirra sem neitað væri um hæli, vísar úr ESB.
Evrópusambandið Flóttamenn Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Sjá meira