Óvænt og taktískt útspil Sigurðar Inga Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. október 2024 19:16 Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Ívar Fyrstu skoðanakannanir eftir stjórnarslit gefa til kynna gríðarlega spennu en ekkert er fast í hendi, að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Hún spáir því að VG eigi meira inni en kannanir gefi til kynna en Sjálfstæðismönnum gengur enn erfiðlega að afla fylgis til baka. Formaður Framsóknar setji þrýsting á kjósendur sem vilja ekki að hann falli af þingi að kjósa flokkinn. Dagurinn í dag markaði að vissu leyti endalok þeirrar atburðarásar sem hófst eftir stjórnarslit á sunnudag - og upphaf kosningabaráttunnar. Ráðherrar starfsstjórnar Bjarna Benediktssonar komu saman á sínum fyrsta fundi og fyrstu skoðanakannanir eftir stjórnarslitin voru sömuleiðis birtar. Í könnun Maskínu mælist Samfylkingin enn þá stærst, með um 22 prósenta fylgi, en dalar örlítið frá síðustu könnunum. Miðflokkurinn er áfram næststærstur og ekki er marktækur munur á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar. Þá hífa Vinstri græn sig upp fyrir fimm prósentin en þau hafa ekki verið að mælast inni á þingi að undanförnu. Í könnun Prósents sem unnin var fyrir Morgunblaðið kveður við svipaðan tón. Samfylkingin er stærst með um 25 prósenta fylgi, Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur í kringum fimmtán prósentin en Vinstri græn í öllu verri málum; með um tveggja prósenta fylgi og næðu ekki manni inn. Kannanir Prósents og Maskínu.Vísir Eva H. Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði segir muninn sem merkja má á könnunum tveimur að öllum líkindum skrifast á mismunandi samsetningu svarenda. „En við förum að sjá þetta á næstu tveimur þremur vikum þegar fylgið fer að fara í þau munstur sem maður sér þarna rétt fyrir kosningar en það sem maður getur líka lesið út úr þessu er að þetta er á rosalega mikilli hreyfingu. Þetta verður gríðarlega spennandi næstu vikurnar.“ Spáir því að VG eigi meira inni Þá virðist fylgið ekki að skila sér heim til Sjálfstæðisflokksins, eins og formaðurinn hafði vonast til eftir stjórnarslit. Og ljóst er að Vinstri græn eru ekki heldur í óskamálum. „En ég ætla samt sem áður að spá því að VG eigi aðeins meira inni en þetta, en eins og ég segi, ég hef aldrei unnið þessi veðmál þegar er verið að spá fyrir um úrslit kosninga,“ segir Eva. Það stefnir í það minnsta í átta til níu flokka á þingi og þriggja til fjögurra flokka ríkisstjórn. „Óteljandi möguleikar. Eða bara minnihlutastjórn með stuðningi einhvers flokks í þingi, það er líka alveg möguleiki sko,“ segir Eva. Og áfram hrannast inn framboðin. Aðstoðarmaður formanns Viðreisnar vill oddvitasætið í Norðvesturkjördæmi, formaður Rafiðnaðarsambandsins vill fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík - og formaður Framsóknarflokksins víkur fyrir orkumálastjóra í Suðurkjördæmi, í taktísku útspili. „Ef þau vilja Sigurð Inga inn, vilja vera örugg með hann inni, þá verða þau að kjósa flokkinn.“ Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Framsóknarflokkurinn Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Dagurinn í dag markaði að vissu leyti endalok þeirrar atburðarásar sem hófst eftir stjórnarslit á sunnudag - og upphaf kosningabaráttunnar. Ráðherrar starfsstjórnar Bjarna Benediktssonar komu saman á sínum fyrsta fundi og fyrstu skoðanakannanir eftir stjórnarslitin voru sömuleiðis birtar. Í könnun Maskínu mælist Samfylkingin enn þá stærst, með um 22 prósenta fylgi, en dalar örlítið frá síðustu könnunum. Miðflokkurinn er áfram næststærstur og ekki er marktækur munur á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar. Þá hífa Vinstri græn sig upp fyrir fimm prósentin en þau hafa ekki verið að mælast inni á þingi að undanförnu. Í könnun Prósents sem unnin var fyrir Morgunblaðið kveður við svipaðan tón. Samfylkingin er stærst með um 25 prósenta fylgi, Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur í kringum fimmtán prósentin en Vinstri græn í öllu verri málum; með um tveggja prósenta fylgi og næðu ekki manni inn. Kannanir Prósents og Maskínu.Vísir Eva H. Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði segir muninn sem merkja má á könnunum tveimur að öllum líkindum skrifast á mismunandi samsetningu svarenda. „En við förum að sjá þetta á næstu tveimur þremur vikum þegar fylgið fer að fara í þau munstur sem maður sér þarna rétt fyrir kosningar en það sem maður getur líka lesið út úr þessu er að þetta er á rosalega mikilli hreyfingu. Þetta verður gríðarlega spennandi næstu vikurnar.“ Spáir því að VG eigi meira inni Þá virðist fylgið ekki að skila sér heim til Sjálfstæðisflokksins, eins og formaðurinn hafði vonast til eftir stjórnarslit. Og ljóst er að Vinstri græn eru ekki heldur í óskamálum. „En ég ætla samt sem áður að spá því að VG eigi aðeins meira inni en þetta, en eins og ég segi, ég hef aldrei unnið þessi veðmál þegar er verið að spá fyrir um úrslit kosninga,“ segir Eva. Það stefnir í það minnsta í átta til níu flokka á þingi og þriggja til fjögurra flokka ríkisstjórn. „Óteljandi möguleikar. Eða bara minnihlutastjórn með stuðningi einhvers flokks í þingi, það er líka alveg möguleiki sko,“ segir Eva. Og áfram hrannast inn framboðin. Aðstoðarmaður formanns Viðreisnar vill oddvitasætið í Norðvesturkjördæmi, formaður Rafiðnaðarsambandsins vill fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík - og formaður Framsóknarflokksins víkur fyrir orkumálastjóra í Suðurkjördæmi, í taktísku útspili. „Ef þau vilja Sigurð Inga inn, vilja vera örugg með hann inni, þá verða þau að kjósa flokkinn.“
Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Framsóknarflokkurinn Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira