Ekki lofa einhverju sem þú ætlar ekki að standa við Ágústa Árnadóttir skrifar 19. október 2024 08:02 Það er komið að kosningum enn á ný. Við stöndum frammi fyrir því að fela stjórnmálafólki, enn eina ferðina, valdið til að stýra þessu landi – landinu okkar. Við treystum þeim fyrir lífi okkar, lífi barna okkar og framtíðinni. Við treystum þeim fyrir því að móta samfélag þar sem allir geta lifað með reisn, haft tækifæri til að njóta lífsins og verið metnir að verðleikum. En hvað hafa þeir gert til að verðskulda þetta traust? Hvað höfum við raunverulega fengið frá þessum flokkum og fólkinu sem keppir nú af öllu afli um atkvæði okkar? Við heyrum loforð. Við heyrum orðskrúð. Við heyrum talað um framtíðarsýn. En á meðan stjórnmálamenn telja okkur trú um að þeir séu með lausnir á vandamálum þjóðarinnar, þá stöndum við í raun og veru verr en fyrir nokkrum árum. Hvar eru þær lausnir sem þeir lofuðu? Hvar eru þær umbætur sem þeir lofuðu síðast? Við erum enn föst í samfélagi sem er í sárum. Við glímum við okurvexti sem sliga heimilin í landinu. Heilbrigðiskerfið er brotið. Börn og ungmenni upplifa vanlíðan á skala sem við höfum ekki séð áður. Erlendir aðilar kaupa upp náttúruauðlindir okkar, húsnæðismarkaðurinn er algjörlega óásættanlegur og unga fólkið okkar sér enga framtíð hér lengur. Þetta er núverandi ástand. Þetta er það sem þeir hafa skilað okkur. Þeir sitja í þingsalnum fyrir okkur – ekki öfugt Flokkarnir keppast núna um sætin sín eins og hungraðir hrægammar um síðasta brauðbitann. En voru þeir jafn hungraðir þegar þeir höfðu tækifæri til að bæta líf okkar? Hvað hafa þeir gert við valdið sem við fólum þeim? Hefur líf okkar batnað? Hefur ástandið í samfélaginu batnað? Svarið er augljóslega nei. Þegar stjórnmálamenn tala til okkar, tala þeir oft á tungumáli sem við skiljum ekki. Orðskrúð full af loforðum en gjörsamlega laus við innihald. Og þegar orð þeirra nægja ekki, grípa þeir til gaslýsingartækni – reyna að telja okkur trú um að ástandið sé í himnalagi þegar við sjáum með eigin augum að það er það ekki. Við verðum að krefjast breytinga Er ekki kominn tími til að krefjast þess að þau efni loforðin sem þau gefa okkur? Er ekki kominn tími til að stjórnmálamenn standi frammi fyrir alvöru ábyrgð? Hvað gerist þegar við leyfum þeim, aftur og aftur, að svíkja okkur? Við stöndum eftir með brotin loforð, brotið kerfi, og brotin líf. Þau sem sitja á þingi, þau sitja þar í okkar nafni. Það er kominn tími til að minna þau á að við erum fólkið sem þetta snýst um. Við erum raunverulegt fólk í raunverulegu lífi, sem viljum lifa í samfélagi þar sem virðing og mannleg reisn eru í fyrirrúmi. Samfélagi þar sem okkur er ekki sagt aftur og aftur að sætta okkur við ástand sem er rangt í alla staði. Við eigum rétt á lýðræði, rétt á því að tjá okkur, rétt á því að lifa með reisn. Við eigum rétt á því að stjórnmálafólk standi við þau loforð sem þau gefa okkur. Stjórnmálakerfið sem við lifum við núna er löngu útrunnið. Orðatiltækið um að ,,Þangað sækir klárinn þar sem hann er kvaldastur“ má ekki lengur eiga við okkur. Hræðsla og undirgefni hafa markað okkar líf of lengi. Við eigum ekki lengur að lifa við ótta. Við eigum ekki lengur að sætta okkur við orðaleiki, fals og lygar. Við eigum ekki lengur að þurfa að vera hrædd við að tjá okkar skoðanir. Og við eigum ekki lengur að láta telja okkur trú um að ástandið sé í lagi þegar við vitum að það er það ekki. Við erum Ísland. Við þurfum að trúa á okkur sjálf, trúa á okkar tilfinningu fyrir því hvað er rétt og hvað er rangt. Því við vitum það. Við finnum það. Við finnum það að stjórnmálin hafa brugðist okkur, og að það er kominn tími til breytinga. Látum ekki svíkja okkur aftur. Það er kominn tími til aðgerða, tími til breytinga, tími til réttlætis. Tími til að taka ákvörðun um betri framtíð fyrir okkur, börnin okkar og barnabörn. Höfundur er í Lýðræðisflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Óheftar strandveiðar Arthur Bogason skrifar Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Sjá meira
Það er komið að kosningum enn á ný. Við stöndum frammi fyrir því að fela stjórnmálafólki, enn eina ferðina, valdið til að stýra þessu landi – landinu okkar. Við treystum þeim fyrir lífi okkar, lífi barna okkar og framtíðinni. Við treystum þeim fyrir því að móta samfélag þar sem allir geta lifað með reisn, haft tækifæri til að njóta lífsins og verið metnir að verðleikum. En hvað hafa þeir gert til að verðskulda þetta traust? Hvað höfum við raunverulega fengið frá þessum flokkum og fólkinu sem keppir nú af öllu afli um atkvæði okkar? Við heyrum loforð. Við heyrum orðskrúð. Við heyrum talað um framtíðarsýn. En á meðan stjórnmálamenn telja okkur trú um að þeir séu með lausnir á vandamálum þjóðarinnar, þá stöndum við í raun og veru verr en fyrir nokkrum árum. Hvar eru þær lausnir sem þeir lofuðu? Hvar eru þær umbætur sem þeir lofuðu síðast? Við erum enn föst í samfélagi sem er í sárum. Við glímum við okurvexti sem sliga heimilin í landinu. Heilbrigðiskerfið er brotið. Börn og ungmenni upplifa vanlíðan á skala sem við höfum ekki séð áður. Erlendir aðilar kaupa upp náttúruauðlindir okkar, húsnæðismarkaðurinn er algjörlega óásættanlegur og unga fólkið okkar sér enga framtíð hér lengur. Þetta er núverandi ástand. Þetta er það sem þeir hafa skilað okkur. Þeir sitja í þingsalnum fyrir okkur – ekki öfugt Flokkarnir keppast núna um sætin sín eins og hungraðir hrægammar um síðasta brauðbitann. En voru þeir jafn hungraðir þegar þeir höfðu tækifæri til að bæta líf okkar? Hvað hafa þeir gert við valdið sem við fólum þeim? Hefur líf okkar batnað? Hefur ástandið í samfélaginu batnað? Svarið er augljóslega nei. Þegar stjórnmálamenn tala til okkar, tala þeir oft á tungumáli sem við skiljum ekki. Orðskrúð full af loforðum en gjörsamlega laus við innihald. Og þegar orð þeirra nægja ekki, grípa þeir til gaslýsingartækni – reyna að telja okkur trú um að ástandið sé í himnalagi þegar við sjáum með eigin augum að það er það ekki. Við verðum að krefjast breytinga Er ekki kominn tími til að krefjast þess að þau efni loforðin sem þau gefa okkur? Er ekki kominn tími til að stjórnmálamenn standi frammi fyrir alvöru ábyrgð? Hvað gerist þegar við leyfum þeim, aftur og aftur, að svíkja okkur? Við stöndum eftir með brotin loforð, brotið kerfi, og brotin líf. Þau sem sitja á þingi, þau sitja þar í okkar nafni. Það er kominn tími til að minna þau á að við erum fólkið sem þetta snýst um. Við erum raunverulegt fólk í raunverulegu lífi, sem viljum lifa í samfélagi þar sem virðing og mannleg reisn eru í fyrirrúmi. Samfélagi þar sem okkur er ekki sagt aftur og aftur að sætta okkur við ástand sem er rangt í alla staði. Við eigum rétt á lýðræði, rétt á því að tjá okkur, rétt á því að lifa með reisn. Við eigum rétt á því að stjórnmálafólk standi við þau loforð sem þau gefa okkur. Stjórnmálakerfið sem við lifum við núna er löngu útrunnið. Orðatiltækið um að ,,Þangað sækir klárinn þar sem hann er kvaldastur“ má ekki lengur eiga við okkur. Hræðsla og undirgefni hafa markað okkar líf of lengi. Við eigum ekki lengur að lifa við ótta. Við eigum ekki lengur að sætta okkur við orðaleiki, fals og lygar. Við eigum ekki lengur að þurfa að vera hrædd við að tjá okkar skoðanir. Og við eigum ekki lengur að láta telja okkur trú um að ástandið sé í lagi þegar við vitum að það er það ekki. Við erum Ísland. Við þurfum að trúa á okkur sjálf, trúa á okkar tilfinningu fyrir því hvað er rétt og hvað er rangt. Því við vitum það. Við finnum það. Við finnum það að stjórnmálin hafa brugðist okkur, og að það er kominn tími til breytinga. Látum ekki svíkja okkur aftur. Það er kominn tími til aðgerða, tími til breytinga, tími til réttlætis. Tími til að taka ákvörðun um betri framtíð fyrir okkur, börnin okkar og barnabörn. Höfundur er í Lýðræðisflokknum.
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun