Öðruvísi Íslendingar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar 19. október 2024 21:32 Í almennri umræðu og kommentakerfum í dag má finna ýmiskonar hatursorðræðu, múslimahatur, gyðingahatur, útlendingahatur og svo lengi má telja. Allt sem má telja sem „öðruvísi” en hinn „venjulegi” Íslendingur er dregið fram sem óæskilegt. En þetta er alls ekki nýtt af nálinni. Ég er fædd og uppalin í Laugardalnum, á íslenska foreldra, tala reiprennandi íslensku, er ljóshærð, borðaði lifur í brúnni sósu sem krakki og elska að horfa á leiki íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Frekar venjulegur Íslendingur, ekki satt? Það sem gerir mig „öðruvísi” er að amma mín var danskur gyðingur. Hún bjó í Danmörku á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar en fjölskyldu hennar tókst að flýja til Svíþjóðar áður en nasistarnir náðu að senda gyðinga landsins í fangabúðir. Frændi ömmu minnar náðist hinsvegar og var sendur í Theresienstadt fangabúðirnar. Þetta voru sögurnar sem ég ólst upp við, hvað fjölskyldan var heppin að hafa komist í vernd til Svíþjóðar á meðan öðrum fjölskyldumeðlimum sem bjuggu í Austur-Evrópu var útrýmt af nasistum. Ég var alltaf hugfangin af þessum bakgrunni og þótti vænt um að amma mín hafi lifað þessa hörmunga af. Sem krakki sagði ég jafnöldrum mínum spennt frá þessu og sagðist stolt af því að vera af gyðingaættum. Það hinsvegar leiddi til þess að jafnaldrar mínir kölluðu mig jüdenswein og júða og teiknuðu hakakross á borðið mitt. Þessi gyðingaandúð hætti ekki í grunnskóla og hefur fylgt mér alla tíð síðan en þess má geta að ég var í grunnskóla á árunum 1998-2008. Hræðslan við „öðruvísi” fólk var svo gífurleg á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar á Íslandi að talað var um að ef fleiri en 50 gyðingar kæmu til landsins myndi það eyðileggja hinn íslenska kynstofn (Vísir 11. desember 1938, bls. 2) , hvað svo sem það er. Þess má geta að á þessum tíma neitaði Hermann Jónasson forsætisráðherra að taka á móti sex gyðingabörnum frá Þýskalandi (Katrín Thoroddsen, „Mannúð bönnuð á Íslandi“, bls. 3.) og á sama tíma bannaði hann svörtum hermönnum frá Bandaríkjunum að vera með aðsetur á landinu (Mánudagsblaðið 10. maí 1965). Norðurlandaþjóðirnar stæra sig oft á því hversu vel Svíþjóð tók á móti dönsku gyðingunum, sú saga er oft sögð til að undirstrika góðvild mannkynsins á erfiðum tímum. Ég veit sjálf að amma mín hefði verið send í fangabúðir, líkt og frændi sinn, ef þau hefðu ekki komist til Svíþjóðar og hlotið þar vernd. Hví viljum við ekki taka á móti fólki sem er að flýja hættur í heimalandi sínu? Er það einungis vegna þess að þau eru „öðruvísi”? Í dag má sjá slíka orðræðu í kommentakerfum, þess efnis að Ísland ætti ekki að taka á móti fólki frá Venezuela, Rússlandi eða Palestínu. Strax þegar einstaklingur er orðinn öðruvísi vegna stöðu þeirra í samfélaginu, útlits, uppruna, kynhneigðar annað en hins hvíta íslendings fer öll skynsemi út um gluggann hjá fólkinu í kommentakerfum. Við ættum öll að muna að íslenska þjóðin er sjálf búin til af norsku flóttafólki sem flúði reiði Haralds Hárfagra Noregskonungs. Hinn svokallaði „íslenski kynstofn” er búinn til af flóttafólki. Íslendingar er þjóð útlendinga. Hættum að líta á fólk sem öðruvísi, útlendingar koma hingað í leit af tækifærum, líkt og forfeður okkar gerðu frá Noregi. Tökum fólki opnum örmum, njótum þess að þetta fólk auðgar okkar líf og menningu. Höfundur er helfararsagnfræðingur, frambjóðandi Pírata og öðruvísi Íslendingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Innflytjendamál Íslensk tunga Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Í almennri umræðu og kommentakerfum í dag má finna ýmiskonar hatursorðræðu, múslimahatur, gyðingahatur, útlendingahatur og svo lengi má telja. Allt sem má telja sem „öðruvísi” en hinn „venjulegi” Íslendingur er dregið fram sem óæskilegt. En þetta er alls ekki nýtt af nálinni. Ég er fædd og uppalin í Laugardalnum, á íslenska foreldra, tala reiprennandi íslensku, er ljóshærð, borðaði lifur í brúnni sósu sem krakki og elska að horfa á leiki íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Frekar venjulegur Íslendingur, ekki satt? Það sem gerir mig „öðruvísi” er að amma mín var danskur gyðingur. Hún bjó í Danmörku á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar en fjölskyldu hennar tókst að flýja til Svíþjóðar áður en nasistarnir náðu að senda gyðinga landsins í fangabúðir. Frændi ömmu minnar náðist hinsvegar og var sendur í Theresienstadt fangabúðirnar. Þetta voru sögurnar sem ég ólst upp við, hvað fjölskyldan var heppin að hafa komist í vernd til Svíþjóðar á meðan öðrum fjölskyldumeðlimum sem bjuggu í Austur-Evrópu var útrýmt af nasistum. Ég var alltaf hugfangin af þessum bakgrunni og þótti vænt um að amma mín hafi lifað þessa hörmunga af. Sem krakki sagði ég jafnöldrum mínum spennt frá þessu og sagðist stolt af því að vera af gyðingaættum. Það hinsvegar leiddi til þess að jafnaldrar mínir kölluðu mig jüdenswein og júða og teiknuðu hakakross á borðið mitt. Þessi gyðingaandúð hætti ekki í grunnskóla og hefur fylgt mér alla tíð síðan en þess má geta að ég var í grunnskóla á árunum 1998-2008. Hræðslan við „öðruvísi” fólk var svo gífurleg á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar á Íslandi að talað var um að ef fleiri en 50 gyðingar kæmu til landsins myndi það eyðileggja hinn íslenska kynstofn (Vísir 11. desember 1938, bls. 2) , hvað svo sem það er. Þess má geta að á þessum tíma neitaði Hermann Jónasson forsætisráðherra að taka á móti sex gyðingabörnum frá Þýskalandi (Katrín Thoroddsen, „Mannúð bönnuð á Íslandi“, bls. 3.) og á sama tíma bannaði hann svörtum hermönnum frá Bandaríkjunum að vera með aðsetur á landinu (Mánudagsblaðið 10. maí 1965). Norðurlandaþjóðirnar stæra sig oft á því hversu vel Svíþjóð tók á móti dönsku gyðingunum, sú saga er oft sögð til að undirstrika góðvild mannkynsins á erfiðum tímum. Ég veit sjálf að amma mín hefði verið send í fangabúðir, líkt og frændi sinn, ef þau hefðu ekki komist til Svíþjóðar og hlotið þar vernd. Hví viljum við ekki taka á móti fólki sem er að flýja hættur í heimalandi sínu? Er það einungis vegna þess að þau eru „öðruvísi”? Í dag má sjá slíka orðræðu í kommentakerfum, þess efnis að Ísland ætti ekki að taka á móti fólki frá Venezuela, Rússlandi eða Palestínu. Strax þegar einstaklingur er orðinn öðruvísi vegna stöðu þeirra í samfélaginu, útlits, uppruna, kynhneigðar annað en hins hvíta íslendings fer öll skynsemi út um gluggann hjá fólkinu í kommentakerfum. Við ættum öll að muna að íslenska þjóðin er sjálf búin til af norsku flóttafólki sem flúði reiði Haralds Hárfagra Noregskonungs. Hinn svokallaði „íslenski kynstofn” er búinn til af flóttafólki. Íslendingar er þjóð útlendinga. Hættum að líta á fólk sem öðruvísi, útlendingar koma hingað í leit af tækifærum, líkt og forfeður okkar gerðu frá Noregi. Tökum fólki opnum örmum, njótum þess að þetta fólk auðgar okkar líf og menningu. Höfundur er helfararsagnfræðingur, frambjóðandi Pírata og öðruvísi Íslendingur.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun