Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir skrifar 20. október 2024 23:30 Nú fer að líða á alþingiskosningum og því er ærin ástæða til að hvetja ungmenni til að beita gagnrýnni hugsun við ákvarðanatöku um nýtingu á mikilvægu atkvæði hvers og eins. Þetta á reyndar við um ákvarðanatöku í margbreytilegum þáttum lífsins, sérstaklega þegar kemur að flóknum samfélagsmálefnum. Það er alls ekki nóg að velja sér einfalda, tilfinningahlaðna afstöðu í mikilvægum málum sem eru marglaga og krefjandi. Fremur er vert að skoða allar hliðar mála og ræða þau af yfirvegun og skynsemi. Ég hef upplifað það margsinnis að hópar skipast í tvennt þegar kemur að umdeildum málefnum, þar sem óhóflega mikil togstreita skapast, fylgt eftir af gildishlöðnum hugtökum og tilfinningaríkum rökum. Þessi spenna getur myndast á kaffistofum, við matarborðið, og ekki síst í margskonar samfélagsmiðlaumræðum. Þessi skautuðu viðhorf birtast yfirleitt á eftirfarandi máta: Annar hópurinn byggir gjarnan á hugmyndafræði sem leggur áherslu á umburðarlyndi, samhyggð og mannréttindi, en lítur þó mögulega framhjá öðrum mikilvægum og flóknum þáttum mála. Hinn hópurinn leggur meiri áherslu á margþættari raunveruleika, röksemdafærslu og gagnrýnar staðreyndir, og færir mögulega rök fyrir að ástandið sé flóknara en það virðist í fyrstu. Ólíkir hópar ættu fremur að leitast við að skapa uppbyggilegt samtal frekar en átök, þar sem báðar hliðar fá pláss. Það er mikilvægt að hlusta með virðingu og spyrja: „Er möguleiki á að hin hliðin viti eitthvað sem ég veit ekki?“ Þar að auki, er mikilvægt að nemendur læri að beita gagnrýnni hugsun innan veggja skólakerfisins. Nemendur þurfa forðast að taka persónulegum pólítískum skoðunum kennara sem algildum sannleika þegar fjallað er um samfélagsleg málefni. Nemendur eru ekki eins og flokkaður varningur á færibandi. Mikilvægt er að ungmennum sé kennt að skoða málefni sjálf með gagnrýnum hætti og leita sér upplýsinga úr fjölbreyttum og áreiðanlegum miðlum. Einnig er varhugavert að láta gegnsýra sig af bergmálshellum samfélagsmiðla, þar sem einhæf sjónarmið og staðfestingavillur gera vart við sig. Slíkir miðlar kynda gjarnan undir hjarðhegðun, þar sem einstaklingar grípa slagorðakenndar setningar umsvifalaust til að styðja málstaði, eða jafnvel til að upphefja sjálfa sig og sýna yfirborðskennda góðmennsku. Þar að auki er vert að nefna að ein af þeim hættum sem við stöndum nú frammi fyrir er svokölluð „cancel culture.“ Þegar fólk er smánað eða útskúfað fyrir að tjá skoðanir sem ekki falla að ríkjandi viðhorfum, veldur það ótta og þöggun í umræðunni. Margir einstaklingar óttast að vera ósammála í opinberri umræðu, því það leiðir oft til persónulegra árása á eiginleika þeirra, sem er form af kúgun. Þessi skaðlega menning dregur úr möguleikum á skynsamlegu samtali á milli ólíkra sjónarmiða og gerir erfiðara að leysa samfélagsleg vandamál með opnum umræðum. Í öllum samræðum, sem eiga sér stað á ýmsum vettvangi í samfélaginu, eigum við að leggja áherslu á málefnalega umræðu, skynsemi og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum. Þeir sem taka þátt í umræðum ættu að fá að gera það án ótta við niðurlægingu eða persónulegar árásir. Það er nauðsynlegt að við leitum lausna í sameiningu, frekar en að festast í átökum sökum ofureinfaldra og skaðlegra hugmyndafræða. Við ungt fólk þurfum að taka okkar pláss í umræðunni, vera gagnrýnin á okkur sjálf, og leitast við að vera uppbyggileg og málefnaleg. Forðumst eftir fremsta megni að stökkva um borð öfgafullra skoðanavagna án þess að kynna okkur málin. Að lokum vil ég undirstrika að skynsemi er lykillinn að farsælum samskiptum og upplýstri ákvarðanatöku! Höfundur er sálfræðinemi við Háskólann í Reykjavík og hefur lokið námi ífélagsfræði með fjölmiðlafræði sem aukagrein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nú fer að líða á alþingiskosningum og því er ærin ástæða til að hvetja ungmenni til að beita gagnrýnni hugsun við ákvarðanatöku um nýtingu á mikilvægu atkvæði hvers og eins. Þetta á reyndar við um ákvarðanatöku í margbreytilegum þáttum lífsins, sérstaklega þegar kemur að flóknum samfélagsmálefnum. Það er alls ekki nóg að velja sér einfalda, tilfinningahlaðna afstöðu í mikilvægum málum sem eru marglaga og krefjandi. Fremur er vert að skoða allar hliðar mála og ræða þau af yfirvegun og skynsemi. Ég hef upplifað það margsinnis að hópar skipast í tvennt þegar kemur að umdeildum málefnum, þar sem óhóflega mikil togstreita skapast, fylgt eftir af gildishlöðnum hugtökum og tilfinningaríkum rökum. Þessi spenna getur myndast á kaffistofum, við matarborðið, og ekki síst í margskonar samfélagsmiðlaumræðum. Þessi skautuðu viðhorf birtast yfirleitt á eftirfarandi máta: Annar hópurinn byggir gjarnan á hugmyndafræði sem leggur áherslu á umburðarlyndi, samhyggð og mannréttindi, en lítur þó mögulega framhjá öðrum mikilvægum og flóknum þáttum mála. Hinn hópurinn leggur meiri áherslu á margþættari raunveruleika, röksemdafærslu og gagnrýnar staðreyndir, og færir mögulega rök fyrir að ástandið sé flóknara en það virðist í fyrstu. Ólíkir hópar ættu fremur að leitast við að skapa uppbyggilegt samtal frekar en átök, þar sem báðar hliðar fá pláss. Það er mikilvægt að hlusta með virðingu og spyrja: „Er möguleiki á að hin hliðin viti eitthvað sem ég veit ekki?“ Þar að auki, er mikilvægt að nemendur læri að beita gagnrýnni hugsun innan veggja skólakerfisins. Nemendur þurfa forðast að taka persónulegum pólítískum skoðunum kennara sem algildum sannleika þegar fjallað er um samfélagsleg málefni. Nemendur eru ekki eins og flokkaður varningur á færibandi. Mikilvægt er að ungmennum sé kennt að skoða málefni sjálf með gagnrýnum hætti og leita sér upplýsinga úr fjölbreyttum og áreiðanlegum miðlum. Einnig er varhugavert að láta gegnsýra sig af bergmálshellum samfélagsmiðla, þar sem einhæf sjónarmið og staðfestingavillur gera vart við sig. Slíkir miðlar kynda gjarnan undir hjarðhegðun, þar sem einstaklingar grípa slagorðakenndar setningar umsvifalaust til að styðja málstaði, eða jafnvel til að upphefja sjálfa sig og sýna yfirborðskennda góðmennsku. Þar að auki er vert að nefna að ein af þeim hættum sem við stöndum nú frammi fyrir er svokölluð „cancel culture.“ Þegar fólk er smánað eða útskúfað fyrir að tjá skoðanir sem ekki falla að ríkjandi viðhorfum, veldur það ótta og þöggun í umræðunni. Margir einstaklingar óttast að vera ósammála í opinberri umræðu, því það leiðir oft til persónulegra árása á eiginleika þeirra, sem er form af kúgun. Þessi skaðlega menning dregur úr möguleikum á skynsamlegu samtali á milli ólíkra sjónarmiða og gerir erfiðara að leysa samfélagsleg vandamál með opnum umræðum. Í öllum samræðum, sem eiga sér stað á ýmsum vettvangi í samfélaginu, eigum við að leggja áherslu á málefnalega umræðu, skynsemi og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum. Þeir sem taka þátt í umræðum ættu að fá að gera það án ótta við niðurlægingu eða persónulegar árásir. Það er nauðsynlegt að við leitum lausna í sameiningu, frekar en að festast í átökum sökum ofureinfaldra og skaðlegra hugmyndafræða. Við ungt fólk þurfum að taka okkar pláss í umræðunni, vera gagnrýnin á okkur sjálf, og leitast við að vera uppbyggileg og málefnaleg. Forðumst eftir fremsta megni að stökkva um borð öfgafullra skoðanavagna án þess að kynna okkur málin. Að lokum vil ég undirstrika að skynsemi er lykillinn að farsælum samskiptum og upplýstri ákvarðanatöku! Höfundur er sálfræðinemi við Háskólann í Reykjavík og hefur lokið námi ífélagsfræði með fjölmiðlafræði sem aukagrein.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar