Píratar og járnlögmál fámennisstjórna Jóhann Hauksson skrifar 21. október 2024 12:32 Flokksforysta Pírata „sýndi tilburði til að losa sig undan lýðræðislegu aðhaldi og eftirliti með því að búa svo um hnúta að hún þyrfti ekki að óttast að verða velt úr sessi í krafti lýðræðislegra reglna sem hún setti sjálf um endurnýjun forystunnar.“ Fullyrðingunni hér að ofan er snúið upp á forystu og þingflokk Pírata og er því innan gæsalappa. Hana má rekja til þýsk/ítalska stjórnmálafræðingsins Roberts Michels sem reifaði þessa niðurstöðu sína í bók um lýðræði og skipulagsheildir fyrir um 113 árum síðan. Rannsóknir hans á þýska jafnaðarmannaflokknum og verkalýðshreyfingunni leiddu í ljós að forystan yfir skipulagsheildum eða flokkum hallast á endanum að andlýðræðislegum tilburðum til þess að tryggja sig í sessi og hafa taumhald á endurnýjun innan liðsheildarinnar. Þannig verða stjórnmálaflokkar (og skipulagðar hreyfingar) ofurseldir því sem Michels kallaði járnlögmál fámennisstjórna. Þessi niðurstaða Michels kom upp í hugann þegar forysta Pírata setti upp rannsóknarrétt fyrir nokkrum vikum, skoðaði netsamskipti og rak nýjan samskiptastjóra þingflokksins, Atla Þór Fanndal, sem vann þá að því að afla hreyfingunni nýrra félaga og hvetja þá til dáða. Flokksforystan varð undir í kjöri til framkvæmdasstjórnar og upp úr sauð. Þótt ekki væri nema hluti af neðangreindu satt og rétt væri það samt sem áður alvarlegt og vandræðalegt fyrir flokksforystu Pírata og henni til vansa. (Til haga skal haldið að Atli Þór var til skamms tíma ötull og úrræðagóður framkvæmdastjóri Transparency International á Íslandi undir stjórn sem ég sit í.): „Prófkjör Píratar er hafið. Í framboði er flokksforustan í heild. Fólkið sem barið hefur niður alla starfssemi og nýliðun. Og það er ekki nóg heldur er borgarfulltrúi í framboði sem varaþingkona. Bara svona til þess að það verði alveg örugglega engin nýliðun. Forustan í efstu sætum og forustan í næstu sætum líka. Já og by the way: nýsamþykkt lög flokksins banna þeim sem starfa fyrir hreyfinguna að fara í framboð. En já, borgarfulltrúi að blokka varaþingmannasæti frá nýliðun svona af því bara. Annars gæti einhver komist í þriðja eða fjórða sæti sem finnst óeðlilegt að þingflokkur hnýsist í einkasamtölum starfsmann og annarra Pírata.“ (Atli Fanndal - Facebook) Vel skipulagður kjarni nær langvinnum yfirráðum sagði Michels fyrir meira en öld. Og svo er það rúsínan í pylsuendanum: Þingkosningar eru á næsta leiti og Píratar efna einir til prófkjörs um efstu sæti listans. Allir aðrir flokkar stilla upp listum og ræður sjálfsagt tímaþröng þar einhverju um. Svanur Kristjánsson stjórnmálafræðingur og fyrrverandi prófessor skrifaði ágætt rit fyrir 30 árum þar sem hann gagnrýndi meðal annars prófkjör að bandarískri fyrirmynd (Frá flokksræði til persónustjórnmála, 1994). Svanur staldrar við það atriði að stjórnmálaflokkar eigi að auðvelda mönnum að draga stjórnmálamenn til ábyrgðar. Flokkar sem greiði fyrir slíkri ábyrgð styrki lýðræðið en hinir veiki það. Svanur telur að með prófkjörum að bandarískri fyrirmynd hafi íslenskir stjórnmálaflokkar afsalað sér valdi yfir frambjóðendum; þeir gegni ekki ábyrgðarstöðum í nafni flokksheildarinnar heldur fái þeir sem einstaklingar umboð sitt í prófkjörum. „Niðurstaðan er skýr: Kjósendur eiga nú mun erfiðara með að draga stjórnmálamenn til ábyrgðar. Lýðræðið í landinu hefur minnkað.“ Hafi Svanur rétt fyrir sér verður það að kallast neyðarleg gráglettni örlaganna að Píratar einir flokka skuli efna til prófkjörs nú í nafni lýðræðisins. Að þessu sögðu vona ég að forysta Pírata hlaupi ekki aftur á sig, taki þessum skrifum auk þess sem vinsamlegum ábendingum og að þeir finni leiðir til þess að efla lýðræðið í reynd. Höfundur er blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Hauksson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Flokksforysta Pírata „sýndi tilburði til að losa sig undan lýðræðislegu aðhaldi og eftirliti með því að búa svo um hnúta að hún þyrfti ekki að óttast að verða velt úr sessi í krafti lýðræðislegra reglna sem hún setti sjálf um endurnýjun forystunnar.“ Fullyrðingunni hér að ofan er snúið upp á forystu og þingflokk Pírata og er því innan gæsalappa. Hana má rekja til þýsk/ítalska stjórnmálafræðingsins Roberts Michels sem reifaði þessa niðurstöðu sína í bók um lýðræði og skipulagsheildir fyrir um 113 árum síðan. Rannsóknir hans á þýska jafnaðarmannaflokknum og verkalýðshreyfingunni leiddu í ljós að forystan yfir skipulagsheildum eða flokkum hallast á endanum að andlýðræðislegum tilburðum til þess að tryggja sig í sessi og hafa taumhald á endurnýjun innan liðsheildarinnar. Þannig verða stjórnmálaflokkar (og skipulagðar hreyfingar) ofurseldir því sem Michels kallaði járnlögmál fámennisstjórna. Þessi niðurstaða Michels kom upp í hugann þegar forysta Pírata setti upp rannsóknarrétt fyrir nokkrum vikum, skoðaði netsamskipti og rak nýjan samskiptastjóra þingflokksins, Atla Þór Fanndal, sem vann þá að því að afla hreyfingunni nýrra félaga og hvetja þá til dáða. Flokksforystan varð undir í kjöri til framkvæmdasstjórnar og upp úr sauð. Þótt ekki væri nema hluti af neðangreindu satt og rétt væri það samt sem áður alvarlegt og vandræðalegt fyrir flokksforystu Pírata og henni til vansa. (Til haga skal haldið að Atli Þór var til skamms tíma ötull og úrræðagóður framkvæmdastjóri Transparency International á Íslandi undir stjórn sem ég sit í.): „Prófkjör Píratar er hafið. Í framboði er flokksforustan í heild. Fólkið sem barið hefur niður alla starfssemi og nýliðun. Og það er ekki nóg heldur er borgarfulltrúi í framboði sem varaþingkona. Bara svona til þess að það verði alveg örugglega engin nýliðun. Forustan í efstu sætum og forustan í næstu sætum líka. Já og by the way: nýsamþykkt lög flokksins banna þeim sem starfa fyrir hreyfinguna að fara í framboð. En já, borgarfulltrúi að blokka varaþingmannasæti frá nýliðun svona af því bara. Annars gæti einhver komist í þriðja eða fjórða sæti sem finnst óeðlilegt að þingflokkur hnýsist í einkasamtölum starfsmann og annarra Pírata.“ (Atli Fanndal - Facebook) Vel skipulagður kjarni nær langvinnum yfirráðum sagði Michels fyrir meira en öld. Og svo er það rúsínan í pylsuendanum: Þingkosningar eru á næsta leiti og Píratar efna einir til prófkjörs um efstu sæti listans. Allir aðrir flokkar stilla upp listum og ræður sjálfsagt tímaþröng þar einhverju um. Svanur Kristjánsson stjórnmálafræðingur og fyrrverandi prófessor skrifaði ágætt rit fyrir 30 árum þar sem hann gagnrýndi meðal annars prófkjör að bandarískri fyrirmynd (Frá flokksræði til persónustjórnmála, 1994). Svanur staldrar við það atriði að stjórnmálaflokkar eigi að auðvelda mönnum að draga stjórnmálamenn til ábyrgðar. Flokkar sem greiði fyrir slíkri ábyrgð styrki lýðræðið en hinir veiki það. Svanur telur að með prófkjörum að bandarískri fyrirmynd hafi íslenskir stjórnmálaflokkar afsalað sér valdi yfir frambjóðendum; þeir gegni ekki ábyrgðarstöðum í nafni flokksheildarinnar heldur fái þeir sem einstaklingar umboð sitt í prófkjörum. „Niðurstaðan er skýr: Kjósendur eiga nú mun erfiðara með að draga stjórnmálamenn til ábyrgðar. Lýðræðið í landinu hefur minnkað.“ Hafi Svanur rétt fyrir sér verður það að kallast neyðarleg gráglettni örlaganna að Píratar einir flokka skuli efna til prófkjörs nú í nafni lýðræðisins. Að þessu sögðu vona ég að forysta Pírata hlaupi ekki aftur á sig, taki þessum skrifum auk þess sem vinsamlegum ábendingum og að þeir finni leiðir til þess að efla lýðræðið í reynd. Höfundur er blaðamaður.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun