Tæpur þriðjungur vill Kristrúnu í forsætisráðuneytið Margrét Helga Erlingsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 21. október 2024 19:41 Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segist reiðubúin að leiða næstu ríkisstjórn. Vísir/Arnar Meirihluti þjóðarinnar, eða um 66 prósent, eru ánægð með stjórnarslitin samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Þá vilja flestir, eða um þriðjungur, að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar, leiði næstu ríkisstjórn og verði forsætisráðherra. Í öðru sæti er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins með 18 prósent. Staða þeirra Bjarna Benediktssonar, Þorgerðar Katrínar og Sigurðar Inga er nokkuð jöfn. Tólf prósent nefna Bjarna, ellefu prósent Þorgerði og tíu prósent Sigurð Inga. Sjö prósent vilja að Inga Sæland formaður Flokks fólksins leiði næstu ríkisstjórn, fjögur prósent vilja Svandísi Svavarsdóttur í embættið og tvö prósent Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur Pírata.Vísir Margrét Helga fékk viðbrögð Kristrúnar Frostadóttur við tíðindunum í Kvöldfréttum. Hún segist tilbúin að leiða ríkisstjórn og vonast eftir að flokkurinn fái umboð til þess. „Lykilatriðið verður auðvitað, í þessari kosningabaráttu, að við í Samfylkingunni ætlum að keyra á samstöðu. Við ætlum ekki að keyra á klofningsmálum,“ segir Kristrún og að flokkurinn finni fyrir vilja fólks til að hann fylki sig saman um þjóðþrifamál. „Öryggi í húsnæðismálum, að við fáum ábyrga hagstjórn og við stígum föst skref í að styrkja heilbrigðiskerfið. Til þess þarf trausta forystu, það þarf samfylkingu og að fólk fylki sig saman. Og þetta verður áhersluatriði hjá Samfylkingunni núna.“ Ekki öfundsvert hlutverk Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hlaut 2,3 prósent atkvæða í skoðanakönnuninni. Hún bendir á að í flokknum sé engin eiginlegur formaður. „Það er enginn leiðtogi flokksins sem hefur þetta skýra umboð hreyfingarinnar minnar til þess að beinlínis taka forsætisráðuneytið fengjum við til þess umboð. En ég held að stærri skýringin sé að Píratar hafi aldrei lagt mikið upp með að sækjast eftir forsætisráðuneytinu heldur höfum við meiri áhuga á að beita okkur í ráðuneyti þar sem við höfum ákveðna sérstöðu,“ segir Þórhildur Sunna og nefnir umhverfisráðuneytið, matvælaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið sem dæmi. Hún segist ekki hafa mátað sig við forsætisráðherrastólinn. „Mér finnst það ekki öfundsvert hlutverk og held að mér væri betur borgið annars staðar að vinna að málum sem við höfum mikla ástríðu fyrir.“ Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Píratar Skoðanakannanir Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Í öðru sæti er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins með 18 prósent. Staða þeirra Bjarna Benediktssonar, Þorgerðar Katrínar og Sigurðar Inga er nokkuð jöfn. Tólf prósent nefna Bjarna, ellefu prósent Þorgerði og tíu prósent Sigurð Inga. Sjö prósent vilja að Inga Sæland formaður Flokks fólksins leiði næstu ríkisstjórn, fjögur prósent vilja Svandísi Svavarsdóttur í embættið og tvö prósent Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur Pírata.Vísir Margrét Helga fékk viðbrögð Kristrúnar Frostadóttur við tíðindunum í Kvöldfréttum. Hún segist tilbúin að leiða ríkisstjórn og vonast eftir að flokkurinn fái umboð til þess. „Lykilatriðið verður auðvitað, í þessari kosningabaráttu, að við í Samfylkingunni ætlum að keyra á samstöðu. Við ætlum ekki að keyra á klofningsmálum,“ segir Kristrún og að flokkurinn finni fyrir vilja fólks til að hann fylki sig saman um þjóðþrifamál. „Öryggi í húsnæðismálum, að við fáum ábyrga hagstjórn og við stígum föst skref í að styrkja heilbrigðiskerfið. Til þess þarf trausta forystu, það þarf samfylkingu og að fólk fylki sig saman. Og þetta verður áhersluatriði hjá Samfylkingunni núna.“ Ekki öfundsvert hlutverk Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hlaut 2,3 prósent atkvæða í skoðanakönnuninni. Hún bendir á að í flokknum sé engin eiginlegur formaður. „Það er enginn leiðtogi flokksins sem hefur þetta skýra umboð hreyfingarinnar minnar til þess að beinlínis taka forsætisráðuneytið fengjum við til þess umboð. En ég held að stærri skýringin sé að Píratar hafi aldrei lagt mikið upp með að sækjast eftir forsætisráðuneytinu heldur höfum við meiri áhuga á að beita okkur í ráðuneyti þar sem við höfum ákveðna sérstöðu,“ segir Þórhildur Sunna og nefnir umhverfisráðuneytið, matvælaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið sem dæmi. Hún segist ekki hafa mátað sig við forsætisráðherrastólinn. „Mér finnst það ekki öfundsvert hlutverk og held að mér væri betur borgið annars staðar að vinna að málum sem við höfum mikla ástríðu fyrir.“
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Píratar Skoðanakannanir Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira