„Rými sem þarf að fylla og mér fannst liðið svara því vel“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. október 2024 21:15 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, þurfti að leggjast yfir leikskipulagið í vikunni eftir að Aron Pálmarsson fór. Vísir / Anton Brink Sigursteinn Arndal, þjálfari FH sem vann Sävehof 34-30 í Evrópudeildinni, var sáttur með svar sinna manna eftir erfiða viku og segir liðið vera að stíga skref í rétta átt. „Ofboðslega ánægður með mitt lið. Við áttum gott samtal í hálfleik þó það var margt sem var í góðu lagi. Við vorum með fáa tapaða bolta, vorum þolinmóðir en varnarlega vantaði okkur aðeins upp á og við fórum yfir það. Við fundum það í hálfleik að þetta væri lið sem við eigum að geta unnið,“ sagði Sigursteinn fljótlega eftir leik. Gestirnir voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik en FH kom af krafti út í seinni hálfleik. „Já, það var einmitt meiri ákefð og bara að ætla sér hlutina. Aðeins að sleppa af sér beislinu, það er nefnilega ansi oft hægt að flækja þetta sport en við ákváðum að einfalda þetta og setja hjarta í þetta.“ Svöruðu vel eftir erfiða viku Fyrir viku síðan steinlá FH gegn Gummersbach og tapaði með nítján mörkum. Síðan þá hefur Aron Pálmarsson farið frá félaginu og Jóhannes Berg Andrason meiðst. „Það er ekkert leyndarmál að þetta er búið að vera erfið vika. Bæði erum við í ágætlega þéttu prógrammi og svo eins og alþjóð veit þá missum við Aron. Á laugardaginn getur Jóhannes ekki stigið í löppina eftir Gróttuleikinn. Það reynir alveg á liðið okkar en það er þess vegna sem ég er extra stoltur og ánægður með mitt lið.“ Stjörnuframmistöður Þegar menn detta út verða aðrir að stíga upp og það var svo sannarlega raunin í kvöld. „[Ásbjörn Friðriksson] steig svo sannarlega upp í seinni hálfleik og spilaði eins og við höfum svo margoft séð áður hérna í Krikanum.“ „Annar maður sem stendur vaktina allan tímann og er ekki kominn með bílpróf, Garðar Örn Sindrason [fæddur 2007], það var sífelld ógn af honum í dag. Hrikalega ánægður með hvað hann tók margar árásir, dró til sín og skilaði mörgum góðum mörkum. Án þess að ætla að draga menn út úr FH-liðinu, sem var allt frábært.“ Garðar Örn Sindrason var síógnandi og skoraði sex mörkvísir / anton brink FH bregst vel við Það er væntanlega mikið ánægjuefni fyrir þjálfarann, að sjá menn stíga upp í annarra stað, og svara tapinu í síðustu viku jafnvel og raunin varð í kvöld. „Ég held að við séum að bregðast vel við, samkvæmt kvöldinu í kvöld. En ég ætla ekkert að neita því, þetta var erfið vika. Við erum að missa hrikalega góðan félaga frá okkur, ekkert nema skilningur á hans aðstæðum en þetta breytir því ekki að þegar svona stór prófíll fer þá myndast rými sem þarf að fylla og mér fannst liðið svara því vel í dag.“ Skella sér til Svíþjóðar FH hefur nú heila viku til að undirbúa sig fyrir næsta leik við Sävehof í Svíþjóð. „Nú ætlum við bara að vera svolítið glaðir í einn, tvo daga, leyfa okkur það. Njóta kvöldsins og frí á morgun. Svo bara höldum við áfram, eins og við erum margoft búnir að tyggja, við ætlum að nýta þessa Evrópukeppni til að bæta okkur. Verða betri einstaklingar, betra lið, og kvöldið í kvöld var skref í þá átt,“ sagði Sigursteinn að lokum. FH Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Fleiri fréttir Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Sjá meira
„Ofboðslega ánægður með mitt lið. Við áttum gott samtal í hálfleik þó það var margt sem var í góðu lagi. Við vorum með fáa tapaða bolta, vorum þolinmóðir en varnarlega vantaði okkur aðeins upp á og við fórum yfir það. Við fundum það í hálfleik að þetta væri lið sem við eigum að geta unnið,“ sagði Sigursteinn fljótlega eftir leik. Gestirnir voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik en FH kom af krafti út í seinni hálfleik. „Já, það var einmitt meiri ákefð og bara að ætla sér hlutina. Aðeins að sleppa af sér beislinu, það er nefnilega ansi oft hægt að flækja þetta sport en við ákváðum að einfalda þetta og setja hjarta í þetta.“ Svöruðu vel eftir erfiða viku Fyrir viku síðan steinlá FH gegn Gummersbach og tapaði með nítján mörkum. Síðan þá hefur Aron Pálmarsson farið frá félaginu og Jóhannes Berg Andrason meiðst. „Það er ekkert leyndarmál að þetta er búið að vera erfið vika. Bæði erum við í ágætlega þéttu prógrammi og svo eins og alþjóð veit þá missum við Aron. Á laugardaginn getur Jóhannes ekki stigið í löppina eftir Gróttuleikinn. Það reynir alveg á liðið okkar en það er þess vegna sem ég er extra stoltur og ánægður með mitt lið.“ Stjörnuframmistöður Þegar menn detta út verða aðrir að stíga upp og það var svo sannarlega raunin í kvöld. „[Ásbjörn Friðriksson] steig svo sannarlega upp í seinni hálfleik og spilaði eins og við höfum svo margoft séð áður hérna í Krikanum.“ „Annar maður sem stendur vaktina allan tímann og er ekki kominn með bílpróf, Garðar Örn Sindrason [fæddur 2007], það var sífelld ógn af honum í dag. Hrikalega ánægður með hvað hann tók margar árásir, dró til sín og skilaði mörgum góðum mörkum. Án þess að ætla að draga menn út úr FH-liðinu, sem var allt frábært.“ Garðar Örn Sindrason var síógnandi og skoraði sex mörkvísir / anton brink FH bregst vel við Það er væntanlega mikið ánægjuefni fyrir þjálfarann, að sjá menn stíga upp í annarra stað, og svara tapinu í síðustu viku jafnvel og raunin varð í kvöld. „Ég held að við séum að bregðast vel við, samkvæmt kvöldinu í kvöld. En ég ætla ekkert að neita því, þetta var erfið vika. Við erum að missa hrikalega góðan félaga frá okkur, ekkert nema skilningur á hans aðstæðum en þetta breytir því ekki að þegar svona stór prófíll fer þá myndast rými sem þarf að fylla og mér fannst liðið svara því vel í dag.“ Skella sér til Svíþjóðar FH hefur nú heila viku til að undirbúa sig fyrir næsta leik við Sävehof í Svíþjóð. „Nú ætlum við bara að vera svolítið glaðir í einn, tvo daga, leyfa okkur það. Njóta kvöldsins og frí á morgun. Svo bara höldum við áfram, eins og við erum margoft búnir að tyggja, við ætlum að nýta þessa Evrópukeppni til að bæta okkur. Verða betri einstaklingar, betra lið, og kvöldið í kvöld var skref í þá átt,“ sagði Sigursteinn að lokum.
FH Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Fleiri fréttir Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Sjá meira