Morðrannsókn hafin í dularfullu máli átta ára drengs Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. október 2024 22:43 Ekkert hefur spurst til hans frá því um vorið 2022 en aðeins var tilkynnt um hvarf hans í ágúst á þessu ári. Lögreglan á Írlandi Forsætisráðherra Írlands tjáir sig um dularfullt mál átta ára drengs sem gæti hafa verið týndur í allt að tvö ár þrátt fyrir að aðeins hafi verið tilkynnt um hvarf hans í lok ágúst. Hann veltir því fyrir sér hvernig slíkt geti gerst en gert er ráð fyrir því að drengurinn hafi verið myrtur. Lögreglan í Dundalk hefur tekið þá ákvörðun að hefja morðrannsókn þrátt fyrir að lík hins átta ára Kyran Durnin hafi aldrei fundist. Tilkynnt var um hvarf hans og móður hans 30. ágúst á þessu ári. Guardian hefur það eftir rannsóknarlögreglumönnum hjá lögreglunni í Dundalk að þeim hafi verið sagt að sést hafi til Kyrans og móður hans tveimur dögum áður. Móðir drengsins hefur síðan komið í leitirnar en ekkert hefur fundist af Kyrani sem gert er þó ráð fyrir að sé látinn. „Þrátt fyrir umfangsmikla eftirgrennslan hefur Garda Síochána (lögreglan á Írlandi) ekki tekist að finna Kyran, afla sér neinna upplýsinga um það hvar hann er niðurkominn eða nokkra vísbendingu um það að hann sé á lífi,“ sagði Alan McGovern, yfirlögreglustjóri í héruðunum Louth, Cavan og Monaghan, á blaðamannafundi sem embættið hélt fyrr í dag. Lögreglan telur að hann hafi horfið fyrir allt að tveimur árum síðan en það er vitað að hann var nemandi við grunnskólann á svæðinu þangað til um vorið 2022. Hún hefur engar upplýsingar um afdrif hans síðan. Á fundinum biðlaði hann til þeirra sem hefðu upplýsingar sem tengdust málinu að hafa samband við lögreglu umsvifalaust. Þar kom einnig fram að lögreglan hefði hafið húsleit á heimili Kyrans og væri að grannskoða nærliggjandi svæði í leit að einhverjum vísbendingum um örlög hans. Málið hefur vakinn mikinn ugg á Írlandi og nú síðast í dag tjáði Simon Harris forsætisráðherra landsins sig um málið. Hann sagði mál drengsins vekja sér mikinn óhug. „Að hugsa sér, sem manneskja, sem foreldri, að barn geti bara horfið sporlaust er gjörsamlega hörmulegt og það hefur greinilega eitthvað farið algjörlega úrskeiðis hérna. Barninu var brugðist og því var brugðist illa,“ segir Harris. „Hvernig getur lítill átta ára drengur horfið án þess að nokkur taki eftir honum?“ spyr hann sig þá. Á blaðamannafundinum segir Ian að núverandi íbúar hússins sem Kyran átti heima í séu ekki tengdir hvarfinu en húsið var í eigu fjölskyldu drengsins þangað til í maímánuði þessa árs. Helen McEntee dómsmálaráðherra landsins hefur einnig tjáð sig um málið. Hún sagði það fá mikið á sig. „Því miður er talið að hann sé líklega látinn en við verðum að komast til botns í því sem átti sér stað. Við þurfum að vita hvort einhvers staðar hafi eitthvað farið úrskeiðis, hvar það hafi verið en einnig hver beri ábyrgð á því.“ Írland Erlend sakamál Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Sjá meira
Lögreglan í Dundalk hefur tekið þá ákvörðun að hefja morðrannsókn þrátt fyrir að lík hins átta ára Kyran Durnin hafi aldrei fundist. Tilkynnt var um hvarf hans og móður hans 30. ágúst á þessu ári. Guardian hefur það eftir rannsóknarlögreglumönnum hjá lögreglunni í Dundalk að þeim hafi verið sagt að sést hafi til Kyrans og móður hans tveimur dögum áður. Móðir drengsins hefur síðan komið í leitirnar en ekkert hefur fundist af Kyrani sem gert er þó ráð fyrir að sé látinn. „Þrátt fyrir umfangsmikla eftirgrennslan hefur Garda Síochána (lögreglan á Írlandi) ekki tekist að finna Kyran, afla sér neinna upplýsinga um það hvar hann er niðurkominn eða nokkra vísbendingu um það að hann sé á lífi,“ sagði Alan McGovern, yfirlögreglustjóri í héruðunum Louth, Cavan og Monaghan, á blaðamannafundi sem embættið hélt fyrr í dag. Lögreglan telur að hann hafi horfið fyrir allt að tveimur árum síðan en það er vitað að hann var nemandi við grunnskólann á svæðinu þangað til um vorið 2022. Hún hefur engar upplýsingar um afdrif hans síðan. Á fundinum biðlaði hann til þeirra sem hefðu upplýsingar sem tengdust málinu að hafa samband við lögreglu umsvifalaust. Þar kom einnig fram að lögreglan hefði hafið húsleit á heimili Kyrans og væri að grannskoða nærliggjandi svæði í leit að einhverjum vísbendingum um örlög hans. Málið hefur vakinn mikinn ugg á Írlandi og nú síðast í dag tjáði Simon Harris forsætisráðherra landsins sig um málið. Hann sagði mál drengsins vekja sér mikinn óhug. „Að hugsa sér, sem manneskja, sem foreldri, að barn geti bara horfið sporlaust er gjörsamlega hörmulegt og það hefur greinilega eitthvað farið algjörlega úrskeiðis hérna. Barninu var brugðist og því var brugðist illa,“ segir Harris. „Hvernig getur lítill átta ára drengur horfið án þess að nokkur taki eftir honum?“ spyr hann sig þá. Á blaðamannafundinum segir Ian að núverandi íbúar hússins sem Kyran átti heima í séu ekki tengdir hvarfinu en húsið var í eigu fjölskyldu drengsins þangað til í maímánuði þessa árs. Helen McEntee dómsmálaráðherra landsins hefur einnig tjáð sig um málið. Hún sagði það fá mikið á sig. „Því miður er talið að hann sé líklega látinn en við verðum að komast til botns í því sem átti sér stað. Við þurfum að vita hvort einhvers staðar hafi eitthvað farið úrskeiðis, hvar það hafi verið en einnig hver beri ábyrgð á því.“
Írland Erlend sakamál Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Sjá meira