Veiðigjaldið dugar ekki fyrir Hafró, Fiskistofu og Landhelgisgæslunni Hildur Þórðardóttir skrifar 23. október 2024 08:01 Í Kuwait er það þannig að þegar fólk giftist getur það sótt um að fá íbúð. Það tekur kannski tvö ár að fá íbúðina og fólk borgar ríkinu andvirði hennar til baka á eins mörgum árum og þarf. Það besta er að húsnæðislánið er vaxtalaust. Þetta geta Kuwaitbúar því þeir eiga aðalauðlind sína sjálfir, olíuna. Hagnaðurinn af olíunni tryggir öllum þegnum landsins sína eigin íbúð. Olían okkar er fiskurinn. Því miður er langt síðan þjóðin missti þessa dýrmætu auðlind úr höndunum og stór hluti þjóðarinnar getur ekki eignast sitt eigið húsnæði. Ráðamenn telja okkur trú um að innheimt veiðigjöld af fiskinum séu sanngjörn og í takt við verðmæti þeirra. Þeir segja okkur ekki að stór hluti verðmætisins rennur okkur úr greipum yfir á aflandsfélög í eigu dótturfyrirtækja í útlöndum. Íslensku sjávarútvegsfyrirtækin selja fiskinn á spottprís til móðurfyrirtækja sinna í Lúxemburg og annarra skattaparadísa. Verðið er það lágt að íslensku fyrirtækin standa varla undir launakostnaði. Móðurfyrirtækin í skattaparadísum endurselja svo fiskinn í Evrópu fyrir markaðsverð sem er miklu miklu hærra, jafnvel þótt engin verðmætamyndun hafi orðið. Mismunurinn fer síðan á aflandsreikninga í eigu kvótakónga. Ráðamenn segja okkur heldur ekki að þetta svokallaða sanngjarna veiðigjald dugar ekki einu sinni fyrir rekstri Fiskistofu, Hafrannsóknarstofnunar og Landhelgisgæslunnar, þessum þremur stofnunum sem eiga að halda utan um fiskveiðar og miðin. Árið 2023 voru veiðigjöldin samtals 10,2 milljarðar. Hins vegar kostaði rekstur Fiskistofu 1,1 milljarð króna, Hafrannsóknastofnun kostaði 4,8 milljarða og Landhelgisgæslan 10,7 milljarða, samtals 16,6 milljarða. Þetta þýðir 6,4 milljarða tap á sjávarútveginum. Í raun væri hagkvæmara fyrir íslenska ríkið að leggja niður þessar eftirlitsstofnanir og leyfa mönnum að veiða frítt þar til fiskurinn í sjónum væri búinn. Þá værum við alla vega ekki lengur í mínus. En auðvitað er það fáránleg hugmynd því þetta er gullið okkar. Jafn fáránleg hugmynd eins og að láta olíu Kuwait leka bara í sjóinn sem þeir myndu auðvitað aldrei gera. Og jafn fáránleg hugmynd eins og að halda áfram borga með sjávarútvegsgeiranum. Stefna Lýðræðisflokksins er að ríkið sé eigandi allra náttúruauðlinda, þar með talinn fisksins, og að sanngjarn hagnaður af þeim renni til samfélagsins. Stefna flokksins er líka að gera lánakjör hér á landi að minnsta kosti sambærileg þeim á hinum Norðurlöndunum. Ef við náum stefnumálum okkar í gegn geta margir loksins keypt sína fyrstu íbúð, flutt frá foreldrum eða af leigumarkaði og hinir um frjálst höfuð strokið. Þannig tryggjum við öllum öruggt húsnæði. Það er lágmark að þurfa ekki að borga með sjávarútveginum. Hitt er svo, að sé vel á málum haldið getum við kannski í framtíðinni, þegar búið verður að ná tökum á ríkisfjármálunum, fengið okkar eigin auðlindasjóð eins og þeir í Kuwait og Noregi. Þetta eru gífurlegir peningar og ótrúlegt að stjórnvöld undanfarna tugi ára hafi látið það viðgangast að arður af aðalauðlind okkar endi á leynireikningum á aflandseyjum. Svona gerist þegar stjórnmálamenn eru háðir fjárframlögum stórfyrirtækja í kosningasjóði, því að sjálfsögðu þarf að borga greiðann til baka. Lýðræðisflokkurinn vill breyta þessu og stoppa spillinguna, óréttlætið og misbeitinguna. Við viljum vinna fyrir fólkið í landinu. X-L. Höfundur er rithöfundur og á lista Lýðræðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Skoðun Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í Kuwait er það þannig að þegar fólk giftist getur það sótt um að fá íbúð. Það tekur kannski tvö ár að fá íbúðina og fólk borgar ríkinu andvirði hennar til baka á eins mörgum árum og þarf. Það besta er að húsnæðislánið er vaxtalaust. Þetta geta Kuwaitbúar því þeir eiga aðalauðlind sína sjálfir, olíuna. Hagnaðurinn af olíunni tryggir öllum þegnum landsins sína eigin íbúð. Olían okkar er fiskurinn. Því miður er langt síðan þjóðin missti þessa dýrmætu auðlind úr höndunum og stór hluti þjóðarinnar getur ekki eignast sitt eigið húsnæði. Ráðamenn telja okkur trú um að innheimt veiðigjöld af fiskinum séu sanngjörn og í takt við verðmæti þeirra. Þeir segja okkur ekki að stór hluti verðmætisins rennur okkur úr greipum yfir á aflandsfélög í eigu dótturfyrirtækja í útlöndum. Íslensku sjávarútvegsfyrirtækin selja fiskinn á spottprís til móðurfyrirtækja sinna í Lúxemburg og annarra skattaparadísa. Verðið er það lágt að íslensku fyrirtækin standa varla undir launakostnaði. Móðurfyrirtækin í skattaparadísum endurselja svo fiskinn í Evrópu fyrir markaðsverð sem er miklu miklu hærra, jafnvel þótt engin verðmætamyndun hafi orðið. Mismunurinn fer síðan á aflandsreikninga í eigu kvótakónga. Ráðamenn segja okkur heldur ekki að þetta svokallaða sanngjarna veiðigjald dugar ekki einu sinni fyrir rekstri Fiskistofu, Hafrannsóknarstofnunar og Landhelgisgæslunnar, þessum þremur stofnunum sem eiga að halda utan um fiskveiðar og miðin. Árið 2023 voru veiðigjöldin samtals 10,2 milljarðar. Hins vegar kostaði rekstur Fiskistofu 1,1 milljarð króna, Hafrannsóknastofnun kostaði 4,8 milljarða og Landhelgisgæslan 10,7 milljarða, samtals 16,6 milljarða. Þetta þýðir 6,4 milljarða tap á sjávarútveginum. Í raun væri hagkvæmara fyrir íslenska ríkið að leggja niður þessar eftirlitsstofnanir og leyfa mönnum að veiða frítt þar til fiskurinn í sjónum væri búinn. Þá værum við alla vega ekki lengur í mínus. En auðvitað er það fáránleg hugmynd því þetta er gullið okkar. Jafn fáránleg hugmynd eins og að láta olíu Kuwait leka bara í sjóinn sem þeir myndu auðvitað aldrei gera. Og jafn fáránleg hugmynd eins og að halda áfram borga með sjávarútvegsgeiranum. Stefna Lýðræðisflokksins er að ríkið sé eigandi allra náttúruauðlinda, þar með talinn fisksins, og að sanngjarn hagnaður af þeim renni til samfélagsins. Stefna flokksins er líka að gera lánakjör hér á landi að minnsta kosti sambærileg þeim á hinum Norðurlöndunum. Ef við náum stefnumálum okkar í gegn geta margir loksins keypt sína fyrstu íbúð, flutt frá foreldrum eða af leigumarkaði og hinir um frjálst höfuð strokið. Þannig tryggjum við öllum öruggt húsnæði. Það er lágmark að þurfa ekki að borga með sjávarútveginum. Hitt er svo, að sé vel á málum haldið getum við kannski í framtíðinni, þegar búið verður að ná tökum á ríkisfjármálunum, fengið okkar eigin auðlindasjóð eins og þeir í Kuwait og Noregi. Þetta eru gífurlegir peningar og ótrúlegt að stjórnvöld undanfarna tugi ára hafi látið það viðgangast að arður af aðalauðlind okkar endi á leynireikningum á aflandseyjum. Svona gerist þegar stjórnmálamenn eru háðir fjárframlögum stórfyrirtækja í kosningasjóði, því að sjálfsögðu þarf að borga greiðann til baka. Lýðræðisflokkurinn vill breyta þessu og stoppa spillinguna, óréttlætið og misbeitinguna. Við viljum vinna fyrir fólkið í landinu. X-L. Höfundur er rithöfundur og á lista Lýðræðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar