Jón Gnarr sáttur með annað sætið Jakob Bjarnar skrifar 23. október 2024 11:28 Uppstillingarnefnd mun hafa ákveðið, eftir nokkra yfirlegu, að ekki væri vert að troða öðrum hvorum þingmanninum, þeim Hönnu Katrínu og Þorbjörgu Sigríði um tær og verður Jóni boðið annað sætið á lista í öðru hvort Reykjavíkurkjördæmanna. vísir/samsett Samkvæmt heimildum Vísis bendir flest til þess að Jón Gnarr verði settur í annað sæti Viðreisnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Uppstillingarnefnd Viðreisnar er enn að störfum en annað kvöld verður fundur þar sem tillaga þessa efnis verður lögð fyrir. Eins og fram hefur komið vakti það talsverða athygli þegar Jón Gnarr tilkynnti að hann hafi gengið til liðs við Viðreisn og að hann myndi sækjast eftir því að leiða lista flokksins í öðru hvoru R-kjördæmanna. Jón var þá heitur eftir forsetaframboð og greinilega til í slaginn. Oddvitum leist ekki á blikuna Olli fyrirferð hans nokkrum óróa því fyrir lá að þingmenn flokksins, þær Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir sem leiðir flokkinn í Reykjavík norður og Hanna Katrín Friðriksson sem er á toppnum í suður höfðu engan hug á því að víkja. Og þær tóku yfirlýsingum hans í hlaðvarpinu Spursmálum Stefáns Einars Stefánssonar heldur óstinnt upp. Jón Gnarr staðfestir þetta með sætið í samtali við Vísi, svo langt sem það nær. „Já, ég hef heyrt það. Ég hef heyrt því fleygt. Og ég er bara brattur með það. Ég lít svo á að það sé mjúk og góð innkoma. Ég er að stíga mín fyrstu skref í þessu,“ segir Jón. Hann segir mest um vert að fá raunveruleg tækifæri til að starfa að þeim málaflokkum sem eru honum hjartans mál. „Ég vil einbeita mér að málefnum barna-; skóla- og þá sérstaklega málefnum utangarðsbarna. Þar sem ríkir neyðarástand. Mig langar að komast í þá stöðu að geta gert eitthvað í því.“ Sáttur við sinn hlut Jón segist fullviss um að hann hafi til þess stuðning, sama hvar hann skipast á lista. „En þetta kemur allt í ljós á morgun, þá verður tilkynnt annað kvöld eða ég geng út frá því að það verði tilkynnt þar, ekki alltaf allt rétt sem ég geng út frá.“ Jón ítrekar að hann sé sáttur við sitt hlutskipti og að hann treysti uppstillingarnefndinni í hvívetna, þar fari fólk sem þekki til og hafi verið í þessu áður. „Ég er sáttur við mitt hlutskipti.“ Jón Gnarr milli þeirra Höllu Tómasdóttur forseta og Katrínar Jakobsdóttur fyrrverandi forsætisráðherra. Hann mætir til leiks reynslunni ríkari.vísir/vilhelm Uppstillingarnefndinni hefur þannig verið nokkur vandi á höndum en eftir því sem Vísir kemst næst munu tillögur hennar ekki ganga út á að sitjandi oddvitum verði ýtt úr sæti fyrir Jóni. Út á það ganga ábendingar sem Vísi hafa borist; að Jóni hafi verið tilkynnt þetta og að hann uni því. Uppstillingarnefnd leggur tillögur sínar fyrir fund félagsmanna Viðreisnar í Reykjavík annað kvöld, til samþykktar eða synjunar og verða þá listarnir lagðir fram í heild. Svo þarf stjórn flokksins einnig að samþykkja en það verður gera á fundi sem haldinn verður strax eftir félagsfundinn. Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Uppstillingarnefnd Viðreisnar er enn að störfum en annað kvöld verður fundur þar sem tillaga þessa efnis verður lögð fyrir. Eins og fram hefur komið vakti það talsverða athygli þegar Jón Gnarr tilkynnti að hann hafi gengið til liðs við Viðreisn og að hann myndi sækjast eftir því að leiða lista flokksins í öðru hvoru R-kjördæmanna. Jón var þá heitur eftir forsetaframboð og greinilega til í slaginn. Oddvitum leist ekki á blikuna Olli fyrirferð hans nokkrum óróa því fyrir lá að þingmenn flokksins, þær Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir sem leiðir flokkinn í Reykjavík norður og Hanna Katrín Friðriksson sem er á toppnum í suður höfðu engan hug á því að víkja. Og þær tóku yfirlýsingum hans í hlaðvarpinu Spursmálum Stefáns Einars Stefánssonar heldur óstinnt upp. Jón Gnarr staðfestir þetta með sætið í samtali við Vísi, svo langt sem það nær. „Já, ég hef heyrt það. Ég hef heyrt því fleygt. Og ég er bara brattur með það. Ég lít svo á að það sé mjúk og góð innkoma. Ég er að stíga mín fyrstu skref í þessu,“ segir Jón. Hann segir mest um vert að fá raunveruleg tækifæri til að starfa að þeim málaflokkum sem eru honum hjartans mál. „Ég vil einbeita mér að málefnum barna-; skóla- og þá sérstaklega málefnum utangarðsbarna. Þar sem ríkir neyðarástand. Mig langar að komast í þá stöðu að geta gert eitthvað í því.“ Sáttur við sinn hlut Jón segist fullviss um að hann hafi til þess stuðning, sama hvar hann skipast á lista. „En þetta kemur allt í ljós á morgun, þá verður tilkynnt annað kvöld eða ég geng út frá því að það verði tilkynnt þar, ekki alltaf allt rétt sem ég geng út frá.“ Jón ítrekar að hann sé sáttur við sitt hlutskipti og að hann treysti uppstillingarnefndinni í hvívetna, þar fari fólk sem þekki til og hafi verið í þessu áður. „Ég er sáttur við mitt hlutskipti.“ Jón Gnarr milli þeirra Höllu Tómasdóttur forseta og Katrínar Jakobsdóttur fyrrverandi forsætisráðherra. Hann mætir til leiks reynslunni ríkari.vísir/vilhelm Uppstillingarnefndinni hefur þannig verið nokkur vandi á höndum en eftir því sem Vísir kemst næst munu tillögur hennar ekki ganga út á að sitjandi oddvitum verði ýtt úr sæti fyrir Jóni. Út á það ganga ábendingar sem Vísi hafa borist; að Jóni hafi verið tilkynnt þetta og að hann uni því. Uppstillingarnefnd leggur tillögur sínar fyrir fund félagsmanna Viðreisnar í Reykjavík annað kvöld, til samþykktar eða synjunar og verða þá listarnir lagðir fram í heild. Svo þarf stjórn flokksins einnig að samþykkja en það verður gera á fundi sem haldinn verður strax eftir félagsfundinn.
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira