Nýsköpun skapar aukna hagsæld Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 23. október 2024 17:01 Það er mér mikið kappsmál að tryggja samkeppnishæft umhverfi íslenskra nýsköpunarfyrirtækja. Þar hefur skattafrádráttur fyrir rannsóknar- og þróunarverkefni fyrirtækja vegið þungt. Þetta kerfi á þó átt undir högg að sækja. Þó er um að ræða fjárfestingu í nýjum hugmyndum og verðmætasköpun sem skapar störf og reynslan sýnir að þetta kerfi ýtir undir stóraukna fjárfestingu fyrirtækja í rannsóknum og þróun. Það sjáum við beint af árangri síðustu ára eftir að Sjálfstæðisflokkurinn bætti kerfið til muna í upphafi heimsfaraldurs. Útflutningstekjur hugverkaiðnaðar hafa tvöfaldast á fimm árum og námu árið 2023 yfir 300 milljörðum króna. Útflutningstekjur greinarinnar jukust um tæplega 17% á fyrri helmingi þessa árs og gangi áform fyrirtækja eftir hefur greinin þrefaldað útflutningsverðmæti sitt á einum áratug. Um 18.000 manns starfa nú í tækni- og hugverkagreinum, í verðmætum hálaunastörfum þar sem verðmætasköpun á hverju vinnustund er meiri en almennt í hagkerfinu. Í frumvarpi sem var nýlega kynnt í samráðsgátt stjórnvalda voru lagðar til breytingar á þessum reglum, sem hefði að öllu óbreyttu gengið verulega á það öfluga kerfi sem byggt hefur verið upp. Ég fagna þeim fjölda umsagna sem bárust þar sem bent var á ótvíræðan ávinning kerfisins. Það hefur orðið til þess að frumvarpið, sem nú hefur verið lagt fram á Alþingi af fjármálaráðherra, stendur betur vörð um kerfið en upphaflega var ráðgert. Við náðum fram mikilvægum breytingum sem eru í samræmi við þær áherslur sem ég hef lagt upp með og unnið eftir í mikilvægu stuðningskerfi nýsköpunar hér á landi. Þakið er nú komið í einn milljarð, 34% endurgreiðsla fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og 22,5% fyrir stærri fyrirtæki. Á sama tíma er brugðist við mikilvægum ábendingum OECD sem tók út kerfið hérlendis, eftirlit aukið og endurgreiðslurnar skilgreindar betur. Við þurfum að halda áfram að berjast fyrir samkeppnishæfu umhverfi fyrirtækja á Íslandi, hvernig getum við gert fólki auðveldara að stofna fyrirtæki og sækja fram á Íslandi. Ég mun halda áfram að leggja mig fram og berjast fyrir því að hugmyndir fólks verði að veruleika og að fjárfest verði í nýjum hugmyndum og aukinni verðmætasköpun. Þannig verða til fleiri fyrirtæki og störf um leið og önnur fyrirtæki stækka og velja að vera áfram með starfsemi sína á Íslandi. Þannig ýtum við undir enn frekari hagsæld hér á landi. Nú verður spurning hvort stjórnmálamenn ætla að verja leiðir sem ýta undir verðmætasköpun og styðja við Nýsköpunarlandið Ísland, eða leggja steina í götur nýrra hugmynda og framtakssamra einstaklinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Nýsköpun Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Það er mér mikið kappsmál að tryggja samkeppnishæft umhverfi íslenskra nýsköpunarfyrirtækja. Þar hefur skattafrádráttur fyrir rannsóknar- og þróunarverkefni fyrirtækja vegið þungt. Þetta kerfi á þó átt undir högg að sækja. Þó er um að ræða fjárfestingu í nýjum hugmyndum og verðmætasköpun sem skapar störf og reynslan sýnir að þetta kerfi ýtir undir stóraukna fjárfestingu fyrirtækja í rannsóknum og þróun. Það sjáum við beint af árangri síðustu ára eftir að Sjálfstæðisflokkurinn bætti kerfið til muna í upphafi heimsfaraldurs. Útflutningstekjur hugverkaiðnaðar hafa tvöfaldast á fimm árum og námu árið 2023 yfir 300 milljörðum króna. Útflutningstekjur greinarinnar jukust um tæplega 17% á fyrri helmingi þessa árs og gangi áform fyrirtækja eftir hefur greinin þrefaldað útflutningsverðmæti sitt á einum áratug. Um 18.000 manns starfa nú í tækni- og hugverkagreinum, í verðmætum hálaunastörfum þar sem verðmætasköpun á hverju vinnustund er meiri en almennt í hagkerfinu. Í frumvarpi sem var nýlega kynnt í samráðsgátt stjórnvalda voru lagðar til breytingar á þessum reglum, sem hefði að öllu óbreyttu gengið verulega á það öfluga kerfi sem byggt hefur verið upp. Ég fagna þeim fjölda umsagna sem bárust þar sem bent var á ótvíræðan ávinning kerfisins. Það hefur orðið til þess að frumvarpið, sem nú hefur verið lagt fram á Alþingi af fjármálaráðherra, stendur betur vörð um kerfið en upphaflega var ráðgert. Við náðum fram mikilvægum breytingum sem eru í samræmi við þær áherslur sem ég hef lagt upp með og unnið eftir í mikilvægu stuðningskerfi nýsköpunar hér á landi. Þakið er nú komið í einn milljarð, 34% endurgreiðsla fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og 22,5% fyrir stærri fyrirtæki. Á sama tíma er brugðist við mikilvægum ábendingum OECD sem tók út kerfið hérlendis, eftirlit aukið og endurgreiðslurnar skilgreindar betur. Við þurfum að halda áfram að berjast fyrir samkeppnishæfu umhverfi fyrirtækja á Íslandi, hvernig getum við gert fólki auðveldara að stofna fyrirtæki og sækja fram á Íslandi. Ég mun halda áfram að leggja mig fram og berjast fyrir því að hugmyndir fólks verði að veruleika og að fjárfest verði í nýjum hugmyndum og aukinni verðmætasköpun. Þannig verða til fleiri fyrirtæki og störf um leið og önnur fyrirtæki stækka og velja að vera áfram með starfsemi sína á Íslandi. Þannig ýtum við undir enn frekari hagsæld hér á landi. Nú verður spurning hvort stjórnmálamenn ætla að verja leiðir sem ýta undir verðmætasköpun og styðja við Nýsköpunarlandið Ísland, eða leggja steina í götur nýrra hugmynda og framtakssamra einstaklinga.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun