„Við þurftum aðeins bara að ná andanum“ Siggeir Ævarsson skrifar 23. október 2024 21:41 Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, einbeittur á hliðarlínunni í kvöld Vísir/Pawel Cieslikiewicz Njarðvíkingar unnu öruggan 57-79 á toppliði Hauka í Bónus-deild kvenna í kvöld. Leikurinn fór þó brösulega af stað fyrir gestina en eftir leikhlé sem Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur tók, breyttist allt. „Eins og við töluðum um fyrir leik. Þær eru bara mjög „agressívar“ og eru að pressa mjög hátt á vellinum. Þær voru náttúrulega bara að „gambla“ með því að setja tvær á Brittany. Við þurftum aðeins bara að ná andanum og fá smá yfirvegun í það sem við vorum að gera.“ Njarðvíkingar náðu heldur betur andanum, breyttu stöðunni úr 9-2 í 11-12 og smám saman tóku þær öll völd á vellinum. „Eftir að það kom, eftir að við komum þessu í fimm á fimm leik, þá vorum við miklu betri. Það er bara þannig, á báðum endum vallarins. Við náðum að „covera transition“ vörn og spila fimm á fimm, gerðum við vel og náðum stoppum. Fráköstuðum frábærlega. Og í fimm á fimm á hálfum velli sóknarlega fannst mér þetta líka bara virkilega gott.“ Brittany Dinkins var frábær í liði Njarðvíkur í kvöld. Skoraði 30 stig, tók ellefu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Þá setti hún fimm þrista í sjö skotum og áttu Haukar í miklum vandræðum með hana í vörninni. Einar sagði að það ætti þó ekki að koma neinum á óvart hversu öflugur leikmaður hún er. „Hún er geggjaður leikmaður og það er ekkert nýtt fyrir aðdáendur íslensks körfubolta, hún er þekkt stærð. Gerði náttúrulega hrikalega vel með allan þennan djöfulgang í kringum sig. Spilar í rúmar 39 mínútur. Hún er vél, það er bara þannig og gerði feiki vel.“ „En við þurfum að gera þetta sem lið. Stigaskorið kannski dreifðist ekkert frábærlega. Hún er með 30 og Em er í 15 stigum. En það eru margir leikmenn að leggja í púkkið. Sara hugrökk, Bo setur stóra þrista, Anna setur stóra þrista. Þetta er það sem við þurfum, við þurfum að fá hluti úr öllum áttum.“ Bo var hvergi bangin í kvöld og setti tvo stóra þristaVísir/Pawel Cieslikiewicz Njarðvíkingar skoruðu fimm þrista í röð í upphafi seinni hálfleiks og það virtist slá Hauka algjörlega út af laginu. „Ég er sammála því. Eftir það fannst mér við einhvern veginn lofttæma þær. Fórum kannski í það að reyna að sigla þessu heim, lengja sóknirnar okkar og spila kannski ekki skemmtilegasta körfuboltann. En vorum bara skynsamar og ég er hrikalega ánægður með stelpurnar þar.“ Njarðvíkingar hafa farið brösulega af stað í deildinni í haust og sigurinn í kvöld því kærkominn, en Einar er í langhlaupi. „Ég er alveg með það í hnakkanum að á löngum köflum er ég hérna með þrjár 16 ára stelpur inn á. Ég bara geri ráð fyrir því að þær geri á einhverjum tímapunkti það sem við köllum „rookie mistake“ og læri. Á sama tíma erum við með leiðtoga sem leiða og mér fannst Britt og Em báðar geggjaðar í dag. Bara góður liðssigur. Bónus-deild kvenna Körfubolti UMF Njarðvík Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
„Eins og við töluðum um fyrir leik. Þær eru bara mjög „agressívar“ og eru að pressa mjög hátt á vellinum. Þær voru náttúrulega bara að „gambla“ með því að setja tvær á Brittany. Við þurftum aðeins bara að ná andanum og fá smá yfirvegun í það sem við vorum að gera.“ Njarðvíkingar náðu heldur betur andanum, breyttu stöðunni úr 9-2 í 11-12 og smám saman tóku þær öll völd á vellinum. „Eftir að það kom, eftir að við komum þessu í fimm á fimm leik, þá vorum við miklu betri. Það er bara þannig, á báðum endum vallarins. Við náðum að „covera transition“ vörn og spila fimm á fimm, gerðum við vel og náðum stoppum. Fráköstuðum frábærlega. Og í fimm á fimm á hálfum velli sóknarlega fannst mér þetta líka bara virkilega gott.“ Brittany Dinkins var frábær í liði Njarðvíkur í kvöld. Skoraði 30 stig, tók ellefu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Þá setti hún fimm þrista í sjö skotum og áttu Haukar í miklum vandræðum með hana í vörninni. Einar sagði að það ætti þó ekki að koma neinum á óvart hversu öflugur leikmaður hún er. „Hún er geggjaður leikmaður og það er ekkert nýtt fyrir aðdáendur íslensks körfubolta, hún er þekkt stærð. Gerði náttúrulega hrikalega vel með allan þennan djöfulgang í kringum sig. Spilar í rúmar 39 mínútur. Hún er vél, það er bara þannig og gerði feiki vel.“ „En við þurfum að gera þetta sem lið. Stigaskorið kannski dreifðist ekkert frábærlega. Hún er með 30 og Em er í 15 stigum. En það eru margir leikmenn að leggja í púkkið. Sara hugrökk, Bo setur stóra þrista, Anna setur stóra þrista. Þetta er það sem við þurfum, við þurfum að fá hluti úr öllum áttum.“ Bo var hvergi bangin í kvöld og setti tvo stóra þristaVísir/Pawel Cieslikiewicz Njarðvíkingar skoruðu fimm þrista í röð í upphafi seinni hálfleiks og það virtist slá Hauka algjörlega út af laginu. „Ég er sammála því. Eftir það fannst mér við einhvern veginn lofttæma þær. Fórum kannski í það að reyna að sigla þessu heim, lengja sóknirnar okkar og spila kannski ekki skemmtilegasta körfuboltann. En vorum bara skynsamar og ég er hrikalega ánægður með stelpurnar þar.“ Njarðvíkingar hafa farið brösulega af stað í deildinni í haust og sigurinn í kvöld því kærkominn, en Einar er í langhlaupi. „Ég er alveg með það í hnakkanum að á löngum köflum er ég hérna með þrjár 16 ára stelpur inn á. Ég bara geri ráð fyrir því að þær geri á einhverjum tímapunkti það sem við köllum „rookie mistake“ og læri. Á sama tíma erum við með leiðtoga sem leiða og mér fannst Britt og Em báðar geggjaðar í dag. Bara góður liðssigur.
Bónus-deild kvenna Körfubolti UMF Njarðvík Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira