Vísar því til föðurhúsanna að hann sé „með orðljótari mönnum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. október 2024 15:26 Þórður (t.v.) sagðist hafa heyrt að Sigurjón væri „með orðljótari mönnum“ og bætti við að sjaldnast væri góð orka í kringum slíkt. Sjálfur segir Sigurjón það af og frá. „Ég kannast ekki alveg við þessa lýsingu á sjálfum mér,“ segir Sigurjón Þórðarson, oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi, eftir að hafa verið sagður „með orðljótari mönnum“. Umrædd ummæli féllu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar voru Ólöf Skaftadóttir ráðgjafi og hlaðvarpsstjóri og Þórður Gunnarsson hagfræðingur til viðtals, og ræddu um stjórnmálin. Þar sagði Þórður að hann teldi mistök hjá Flokki fólksins að taka Sigurjón í oddvitasætið, á kostnað Jakobs Frímanns Magnússonar. „Ég held að það hafi verið mistök, að taka inn Sigurjón Þórðarson fyrir norðan. Ég myndi halda kannski að það væri það kjördæmi þar sem Flokkur fólksins gæti þá klikkað. Það var einhver sem sagði við mig í dag að hann væri með orðljótari mönnum, og það er aldrei þægileg orka í kringum það,“ sagði Þórður í þættinum í gær. Heyra má umræðurnar í spilaranum hér að neðan. Segist kalla hlutina réttum nöfnum Í samtali við Vísi vill Sigurjón ekki kannast við þetta, og telur annað búa að baki slíkri fullyrðingu en að hann grípi reglulega til blótsyrða. „Það sem fer í taugarnar á Sjálfstæðismönnunum er að ég nefni hlutina hinum réttu nöfnum,“ segir Sigurjón. Þar vísar hann til Þórðar sem Sjálfstæðismanns, en Þórður bauð sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík árið 2022. Þeir hlutir sem Sigurjón segist kalla réttum nöfnum séu meðal annars fiskveiðistjórnunarkerfið, sem hann segist telja að feli í sér brot á jafnræðisreglu stjórnarskrár í núverandi mynd. Segi meira um Sjálfstæðisflokkinn en Sigurjón „Að menn séu hér að afnema samkeppnislög, til dæmis, á kjötmarkaði, það auðvitað þannig að það er öfugsnúið að flokkur sem kennir sig samkeppni og frjálsræði skuli bara samþykkja það að það sé jafnvel komið á einokun hvað varðar neysluvöru fyrir almenning,“ segir Sigurjón, og vísar þar til búvörulaga sem samþykkt voru í vor. Og Sigurjón heldur áfram að nefna dæmi um það sem hann telur kveikjuna að því að hann sé kallaður orðljótur. „Ef það er að vera orðljótur að segja rétt og satt frá, þá segir það kannski frekar eitthvað um raunveruleikann og þá stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur rekið,“ segir Sigurjón og kveðst viss um að þetta sé ástæða þess að hann sé kallaður orðljótur. „Ég gæti trúað því, hann nær ekkert að nefna neitt.“ Fólk fái að meta hversu hornóttur hann sé „Að ég sé orðljótasti maður landsins, ég kannast ekki við það, og að það sé einhver slæm orka í kringum mig. Það er bara er ekki þannig,“ segir Sigurjón. Hann segist því geta sagt, fullum fetum, að þarna fari ekki rétt lýsing á honum. „Ég held því miður, eða sem betur fer, að ég geti nú varla staðið undir því án þess að ég viti nákvæmlega hvernig það mat færi fram.“ Hann hafi þegar ferðast víða um kjördæmið sitt, sé vel tekið og vinni með góðu fólki. Það sé ánægjulegt að vera kominn á fullt í framboð. „Við sem erum að gefa okkur í það að taka þátt í stjórnmálum, geri það af einlægni og góðum hug, geri það fyrir sjávarbyggðirnar, Grímsey og hag landsins, Mér finnst þetta kannski ekki alveg rétt kynning á mér þegar ég er að stíga mín fyrstu skref sem oddviti í Norðausturkjördæmi. Mér þætti ekkert óeðlilegt að áheyrendur Bylgjunnar fengju að vega það og meta, hvort maður sé jafn hornóttur og þessi sérfræðingur gefur í skyn.“ Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Umrædd ummæli féllu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar voru Ólöf Skaftadóttir ráðgjafi og hlaðvarpsstjóri og Þórður Gunnarsson hagfræðingur til viðtals, og ræddu um stjórnmálin. Þar sagði Þórður að hann teldi mistök hjá Flokki fólksins að taka Sigurjón í oddvitasætið, á kostnað Jakobs Frímanns Magnússonar. „Ég held að það hafi verið mistök, að taka inn Sigurjón Þórðarson fyrir norðan. Ég myndi halda kannski að það væri það kjördæmi þar sem Flokkur fólksins gæti þá klikkað. Það var einhver sem sagði við mig í dag að hann væri með orðljótari mönnum, og það er aldrei þægileg orka í kringum það,“ sagði Þórður í þættinum í gær. Heyra má umræðurnar í spilaranum hér að neðan. Segist kalla hlutina réttum nöfnum Í samtali við Vísi vill Sigurjón ekki kannast við þetta, og telur annað búa að baki slíkri fullyrðingu en að hann grípi reglulega til blótsyrða. „Það sem fer í taugarnar á Sjálfstæðismönnunum er að ég nefni hlutina hinum réttu nöfnum,“ segir Sigurjón. Þar vísar hann til Þórðar sem Sjálfstæðismanns, en Þórður bauð sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík árið 2022. Þeir hlutir sem Sigurjón segist kalla réttum nöfnum séu meðal annars fiskveiðistjórnunarkerfið, sem hann segist telja að feli í sér brot á jafnræðisreglu stjórnarskrár í núverandi mynd. Segi meira um Sjálfstæðisflokkinn en Sigurjón „Að menn séu hér að afnema samkeppnislög, til dæmis, á kjötmarkaði, það auðvitað þannig að það er öfugsnúið að flokkur sem kennir sig samkeppni og frjálsræði skuli bara samþykkja það að það sé jafnvel komið á einokun hvað varðar neysluvöru fyrir almenning,“ segir Sigurjón, og vísar þar til búvörulaga sem samþykkt voru í vor. Og Sigurjón heldur áfram að nefna dæmi um það sem hann telur kveikjuna að því að hann sé kallaður orðljótur. „Ef það er að vera orðljótur að segja rétt og satt frá, þá segir það kannski frekar eitthvað um raunveruleikann og þá stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur rekið,“ segir Sigurjón og kveðst viss um að þetta sé ástæða þess að hann sé kallaður orðljótur. „Ég gæti trúað því, hann nær ekkert að nefna neitt.“ Fólk fái að meta hversu hornóttur hann sé „Að ég sé orðljótasti maður landsins, ég kannast ekki við það, og að það sé einhver slæm orka í kringum mig. Það er bara er ekki þannig,“ segir Sigurjón. Hann segist því geta sagt, fullum fetum, að þarna fari ekki rétt lýsing á honum. „Ég held því miður, eða sem betur fer, að ég geti nú varla staðið undir því án þess að ég viti nákvæmlega hvernig það mat færi fram.“ Hann hafi þegar ferðast víða um kjördæmið sitt, sé vel tekið og vinni með góðu fólki. Það sé ánægjulegt að vera kominn á fullt í framboð. „Við sem erum að gefa okkur í það að taka þátt í stjórnmálum, geri það af einlægni og góðum hug, geri það fyrir sjávarbyggðirnar, Grímsey og hag landsins, Mér finnst þetta kannski ekki alveg rétt kynning á mér þegar ég er að stíga mín fyrstu skref sem oddviti í Norðausturkjördæmi. Mér þætti ekkert óeðlilegt að áheyrendur Bylgjunnar fengju að vega það og meta, hvort maður sé jafn hornóttur og þessi sérfræðingur gefur í skyn.“
Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira