Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2024 10:58 Frá talningu atkvæða í Georgíu. AP/Kostya Manenkov Stjórnarandstaðan í Georgíu véfengir úrslit kosninga sem haldnar voru þar í landi í gær. Embættismenn segja Georgíska drauminn, stjórnarflokk ríkisins, líklega hafa sigrað kosningarnar. Kosningarnar fóru fram í skugga ofbeldis og sögusagna um kosningasvik. Samkvæmt fréttaveitunni Reuters var búið að telja 99 prósent atkvæða í morgun og var Georgíski draumurinn með rúm 54 prósent þeirra. Óljóst er þó hvenær lokaniðurstaða verður kynnt. Fréttaveitan hefur einnig eftir eftirlitsaðilum að kosningasvik hafi átt sér stað. Atkvæðaseðlum hafi verið troðið í kjörkassa og að kjósendur hafi orðið fyrir hótunum og mútum. Ekki hafi þó sést mikil óregla á talningu atkvæða, sem flest voru greidd rafrænt. AP fréttaveitan hefur einnig eftir eftirlitsaðilum að mörg brot hafi komið upp og úrslitin tákni ekki vilja georgísku þjóðarinnar. Í einu tilviki sýndi myndband sem birt var á samfélagsmiðlum mann troða fjölda atkvæðaseðla í kjörkassa í Marneuli. Innanríkisráðuneytið hóf rannsókn á málinu og í kjölfarið lýsti kjörstjórn Georgíu því yfir að úrslitin í kjördæminu væru ógild. Hér að neðan má sjá myndband af umræddu atviki. Beaten up observer: pic.twitter.com/dLSuKsoa87— Katie Shoshiashvili (@KShoshiashvili) October 26, 2024 Nánast um leið og kjörstöðum var lokað í gær lýsti Ivanishvili yfir sigri. „Það er sjaldgæft í heiminum að sami flokkurinn ná svo góðum árangri við svo góðar aðstæður,“ sagði hann. Forsvarsmenn fjögurra stærstu stjórnarandstöðuflokkanna segjast ekki ætla að viðurkenna úrslit kosninganna. Leiðtogar eins flokks hafa líkt þeim við valdarán og kalla eftir mótmælum. Kosningarnar snerust að miklu leyti um framtíðarstefnu landsins. Umsókn Georgíu í Evrópusambandið hefur verið fryst vegna einræðistilburða leiðtoga Georgíska draumsins, auðjöfursins Bidzina Ivanishvili. Hann hefur meðal annars hótað því að banna stjórnarandstöðu í Georgíu og vill efla tengsl ríkisins við Rússland. Samþykkt laga um útsendarar erlendra ríkja, sem líkjast mjög sambærilegum lögum í Rússlandi og hefur verið beitt þar til að bæla niður gagnrýnisraddir og einkarekna fjölmiða, hefur einnig komið verulega niður á sambandi Georgíu og ESB. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í vikunni að rússnesku lögin stríddu gegn mannréttindasáttmála Evrópu. Samþykkt laganna leiddi einnig til umfangsmikilla mótmæla í Georgíu. Salome Zourabichvili, forseti Georgíu, sagði um helgina að kosningarnar snerust í raun um framtíð Georgíu sem ríkis. Kannanir hafa, samkvæmt AP, sýnt að um áttatíu prósent þjóðarinnar vilji ganga inn í Evrópusambandið og eru ákvæði um inngöngu í stjórnarskrá Georgíu. Georgía Rússland Evrópusambandið Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Kosningarnar fóru fram í skugga ofbeldis og sögusagna um kosningasvik. Samkvæmt fréttaveitunni Reuters var búið að telja 99 prósent atkvæða í morgun og var Georgíski draumurinn með rúm 54 prósent þeirra. Óljóst er þó hvenær lokaniðurstaða verður kynnt. Fréttaveitan hefur einnig eftir eftirlitsaðilum að kosningasvik hafi átt sér stað. Atkvæðaseðlum hafi verið troðið í kjörkassa og að kjósendur hafi orðið fyrir hótunum og mútum. Ekki hafi þó sést mikil óregla á talningu atkvæða, sem flest voru greidd rafrænt. AP fréttaveitan hefur einnig eftir eftirlitsaðilum að mörg brot hafi komið upp og úrslitin tákni ekki vilja georgísku þjóðarinnar. Í einu tilviki sýndi myndband sem birt var á samfélagsmiðlum mann troða fjölda atkvæðaseðla í kjörkassa í Marneuli. Innanríkisráðuneytið hóf rannsókn á málinu og í kjölfarið lýsti kjörstjórn Georgíu því yfir að úrslitin í kjördæminu væru ógild. Hér að neðan má sjá myndband af umræddu atviki. Beaten up observer: pic.twitter.com/dLSuKsoa87— Katie Shoshiashvili (@KShoshiashvili) October 26, 2024 Nánast um leið og kjörstöðum var lokað í gær lýsti Ivanishvili yfir sigri. „Það er sjaldgæft í heiminum að sami flokkurinn ná svo góðum árangri við svo góðar aðstæður,“ sagði hann. Forsvarsmenn fjögurra stærstu stjórnarandstöðuflokkanna segjast ekki ætla að viðurkenna úrslit kosninganna. Leiðtogar eins flokks hafa líkt þeim við valdarán og kalla eftir mótmælum. Kosningarnar snerust að miklu leyti um framtíðarstefnu landsins. Umsókn Georgíu í Evrópusambandið hefur verið fryst vegna einræðistilburða leiðtoga Georgíska draumsins, auðjöfursins Bidzina Ivanishvili. Hann hefur meðal annars hótað því að banna stjórnarandstöðu í Georgíu og vill efla tengsl ríkisins við Rússland. Samþykkt laga um útsendarar erlendra ríkja, sem líkjast mjög sambærilegum lögum í Rússlandi og hefur verið beitt þar til að bæla niður gagnrýnisraddir og einkarekna fjölmiða, hefur einnig komið verulega niður á sambandi Georgíu og ESB. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í vikunni að rússnesku lögin stríddu gegn mannréttindasáttmála Evrópu. Samþykkt laganna leiddi einnig til umfangsmikilla mótmæla í Georgíu. Salome Zourabichvili, forseti Georgíu, sagði um helgina að kosningarnar snerust í raun um framtíð Georgíu sem ríkis. Kannanir hafa, samkvæmt AP, sýnt að um áttatíu prósent þjóðarinnar vilji ganga inn í Evrópusambandið og eru ákvæði um inngöngu í stjórnarskrá Georgíu.
Georgía Rússland Evrópusambandið Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira