Ísland þarf ríkisstjórn um almannahagsmuni – ekki sérhagsmuni Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 28. október 2024 07:15 Sjö ára tilraunastarfsemi um samstarf VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er blessunarlega lokið og komið er að kosningum. Kosningum sem snúast um forgangsröðun, hagræðingu og sókn í efnahagslegum kjörum fólks og fyrirtækja. Kosningum um breytingar, efnahagslegt jafnvægi og síðast en ekki síst lausnamiðaða hugsun. Til þess þarf ríkisstjórn sem hefur hagsmuni almennings að leiðarljósi– ekki sérhagsmuni. Viðreisn mun beita sér af alefli fyrir hagsmunum almennings í nýrri ríkisstjórn – eftir sjö ár af óstjórn og sérhagsmunagæslu ríkisstjórnarinnar sem er að hverfa af sviðinu. Þau skilja vinnandi fólk eftir í erfiðri stöðu Vinnandi fólk á Íslandi er í erfiðri stöðu og lítil og meðalstór fyrirtæki eins og korktappi á rúmsjó. Verðbólga hefur verið yfir markmiðum í meira en fjögur ár og greiningaraðilar spá að hún nái markmiðum í fyrsta lagi haustið 2026 – eftir 80 mánaða samfellt verðbólgutímabil. Venjulegt fólk finnur fyrir því að búðarferðin kostar hálfan handlegg og matvara hækkar viku eftir viku. Stýrivextir eru 9% sem lönd eins og Rússland og Úkraína þekkja. Enginn hefur hugmynd um hvernig afborgun af lánum kemur til með að líta út eftir ár. Jafnvægið er ekkert og fyrirsjáanleiki lítill. Þetta þarf ekki að vera svona. Þau hafa leyft verðsamráð Á sama tíma og verðbólga er í hámarki hefur ríkisstjórnin samt sem áður unnið markvisst gegn samkeppni á markaði. Samkeppnisreglur hafa verið teknar úr sambandi í landbúnaði– sem fer gegn hagsmunum neytenda og bænda. Svigrúm hefur verið skapað fyrir stórfyrirtæki til að stunda verðsamráð, sem bitnar á fólki og litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þetta þarf ekki að vera svona. Þau bjóða hæstu skatta í heimi en ekki góða þjónustu Viðreisn hefur lengi bent á að skattbyrði á Íslandi er ein sú hæsta í heiminum. Um helmingur verðmætasköpunar fer í skatta og lífeyrissjóði og um 70% álagðra gjalda eru greidd af þriðjungi landsmanna. Þetta er millistéttin á Íslandi. En þrátt fyrir þessa háu skatta eru gæði opinberrar þjónustu langt frá því að vera sambærileg við það sem þekkist á Norðurlöndum. Fjármunir sem ættu að fara í innviðafjárfestingar og heilbrigðisþjónustu fara nefnilega í að greiða vexti af lánum ríkisins. Á meðan lengjast biðlistar í heilbrigðiskerfinu, unga fólkið skorar lágt í alþjóðlegum samanburði menntunar, og eldra fólk liggur mánuðum saman á göngum Landspítalans. Þetta þarf ekki að vera svona. Viðreisn er rétti kosturinn fyrir fólk og fyrirtæki Til að vinna á verðbólgu þarf alvöru efnahagsstjórn sem bætir efnahag heimilanna. Í nýrri ríkisstjórn mun Viðreisn leggja áherslu á ábyrgð og forgangsröðun. Skattahækkanir á vinnandi fólk og lítil – og meðalstór fyrirtæki geta ekki komið til greina í landi hárrar verðbólgu og hárra skatta. Leggjum frekar áherslu á hagvöxt, betri nýtingu fjármuna og samkeppni í þágu fólks og fyrirtækja. Þannig bætum við hag fólks og fyrirtækja á Íslandi. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson skrifar Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar Skoðun Börn á Íslandi, best í heimi! Sigríður Gísladóttir skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir vindorkuverum Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Börn með ADHD mega bara bíða Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað á ég að gera við barnið mitt þegar það vex úr grasi? Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar Skoðun Af hverju stappa börn niður fótunum? Hans Steinar Bjarnason skrifar Skoðun Afurðastöðvar í samkeppni við sjálfar sig? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Leikskólamálin – eitt stærsta jafnréttismálið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfest í mínum skóla Sigmar Þormar skrifar Skoðun Á réttri leið Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Íslenskt loftslagsflóttafólk og kosningarnar Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á degi barnsins Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið og flokkarnir Bolli Héðinsson skrifar Sjá meira
Sjö ára tilraunastarfsemi um samstarf VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er blessunarlega lokið og komið er að kosningum. Kosningum sem snúast um forgangsröðun, hagræðingu og sókn í efnahagslegum kjörum fólks og fyrirtækja. Kosningum um breytingar, efnahagslegt jafnvægi og síðast en ekki síst lausnamiðaða hugsun. Til þess þarf ríkisstjórn sem hefur hagsmuni almennings að leiðarljósi– ekki sérhagsmuni. Viðreisn mun beita sér af alefli fyrir hagsmunum almennings í nýrri ríkisstjórn – eftir sjö ár af óstjórn og sérhagsmunagæslu ríkisstjórnarinnar sem er að hverfa af sviðinu. Þau skilja vinnandi fólk eftir í erfiðri stöðu Vinnandi fólk á Íslandi er í erfiðri stöðu og lítil og meðalstór fyrirtæki eins og korktappi á rúmsjó. Verðbólga hefur verið yfir markmiðum í meira en fjögur ár og greiningaraðilar spá að hún nái markmiðum í fyrsta lagi haustið 2026 – eftir 80 mánaða samfellt verðbólgutímabil. Venjulegt fólk finnur fyrir því að búðarferðin kostar hálfan handlegg og matvara hækkar viku eftir viku. Stýrivextir eru 9% sem lönd eins og Rússland og Úkraína þekkja. Enginn hefur hugmynd um hvernig afborgun af lánum kemur til með að líta út eftir ár. Jafnvægið er ekkert og fyrirsjáanleiki lítill. Þetta þarf ekki að vera svona. Þau hafa leyft verðsamráð Á sama tíma og verðbólga er í hámarki hefur ríkisstjórnin samt sem áður unnið markvisst gegn samkeppni á markaði. Samkeppnisreglur hafa verið teknar úr sambandi í landbúnaði– sem fer gegn hagsmunum neytenda og bænda. Svigrúm hefur verið skapað fyrir stórfyrirtæki til að stunda verðsamráð, sem bitnar á fólki og litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þetta þarf ekki að vera svona. Þau bjóða hæstu skatta í heimi en ekki góða þjónustu Viðreisn hefur lengi bent á að skattbyrði á Íslandi er ein sú hæsta í heiminum. Um helmingur verðmætasköpunar fer í skatta og lífeyrissjóði og um 70% álagðra gjalda eru greidd af þriðjungi landsmanna. Þetta er millistéttin á Íslandi. En þrátt fyrir þessa háu skatta eru gæði opinberrar þjónustu langt frá því að vera sambærileg við það sem þekkist á Norðurlöndum. Fjármunir sem ættu að fara í innviðafjárfestingar og heilbrigðisþjónustu fara nefnilega í að greiða vexti af lánum ríkisins. Á meðan lengjast biðlistar í heilbrigðiskerfinu, unga fólkið skorar lágt í alþjóðlegum samanburði menntunar, og eldra fólk liggur mánuðum saman á göngum Landspítalans. Þetta þarf ekki að vera svona. Viðreisn er rétti kosturinn fyrir fólk og fyrirtæki Til að vinna á verðbólgu þarf alvöru efnahagsstjórn sem bætir efnahag heimilanna. Í nýrri ríkisstjórn mun Viðreisn leggja áherslu á ábyrgð og forgangsröðun. Skattahækkanir á vinnandi fólk og lítil – og meðalstór fyrirtæki geta ekki komið til greina í landi hárrar verðbólgu og hárra skatta. Leggjum frekar áherslu á hagvöxt, betri nýtingu fjármuna og samkeppni í þágu fólks og fyrirtækja. Þannig bætum við hag fólks og fyrirtækja á Íslandi. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík suður.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun