Kvennabarátta síðustu áratuga og virðing fyrir starfi kennara Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar 28. október 2024 11:15 Fyrsti kvennafrídagurinn á Íslandi var haldinn þann 24. október árið 1975. Eins og allir vita þá lögðu konur niður störf þennan dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags þeirra í samfélaginu, bæði á vinnumarkaði og heimilum. Um 90% kvenna á Íslandi tóku þátt í þessum verkfallsaðgerðum, sem undirstrikaði stöðu þeirra og áhrif í íslensku samfélagi. Þessi staðreynd leitaði á mig og ég get ekki annað sagt en að ég hafi verið mjög hugsi síðustu vikurnar yfir stöðu kvenna á vinnumarkaði og þeirri virðingu sem þær njóta fyrir störf sín í íslensku samfélagi dagsins í dag. Að það skuli enn vera staðan, eftir öll þessi ár sem liðinn eru frá þessum merka degi í október 1975, að konur njóti ekki verðleika sinna í störfum þeim sem þær sinna í samfélaginu. Það er nefnilega svo að hörð umræðan um kjarabaráttu kennara hefur undanfarnar vikur varpað ljósi á þá stöðu sem enn er uppi í samfélaginu og tengist virðingu og viðurkenningu á starfi sem er einkum sinnt af konum, eins og kennslu. Í samfélögum víða um heim, þar á meðal á Íslandi, hefur lengi verið viðurkennt að launakjör í starfsstéttum sem að mestu eru skipaðar konum, svo sem kennarastörfum, eru oft lægri en í öðrum sérfræðistörfum sem krefjast sambærilegrar menntunar. Og að við séum ekki komin lengra en raun ber vitni í að leiðrétta þetta þrátt fyrir áralanga og sanngjarna baráttu kvenna. Það er dapurleg staðreynd. Ástæður fyrir þessu eru margþættar og tengjast bæði sögulegum og félagslegum þáttum. Kennarastarf, sérstaklega á grunn- og leikaskólastigi, hefur lengi verið litið á sem „kvennastarf“og fullyrða má að hafi því ekki notið sömu virðingar og önnur sérfræðistörf. Þrátt fyrir að kennarar þurfi að hafa fimm ára háskólamenntun, líkt og margir aðrir sérfræðingar, þá endurspegla launakjör þeirra alls ekki þá menntun og færni sem starf þeirra krefst. Þessi mismunur er því miður vísbending um djúp samfélagsleg viðhorf sem líta niður á störf sem eru talin „kvenleg“og álitin minna virði. Kjaradeilan endurspeglar því ekki einungis ágreining um laun og starfskjör, heldur varpar hún einnig ljósi á viðhorf til jafnréttis og viðurkenningar á starfsgrein kvenna sem leggur ómetanlegan grunn í þróun samfélagsins. Hvernig viljum við sem samfélag mæta og virða þá sem leggja grunn að menntun og þroska ungra einstaklinga. Kennarar eiga ekki að þurfa að sætta sig við lakari kjör en aðrir sérfræðingar með sambærilega menntun. Viðurkenning á þeirra mikilvæga hlutverki og réttlát launakjör þeim til handa eru lykilatriði í að byggja upp heilbrigt samfélag sem byggir á jafnrétti, velferð og virðingu. Þeir sem mest hafa haft sig í frammi við að tala niður til kennara og gaslýsa þá undanfarnar vikur eru um leið að tala niður konur og þeirra ómetanlegu störf í þágu þjóðar. Og skömmin er þeirra. Höfundur er grunnskólakennari og skólastjórnandi til tæplega 30 ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Fyrsti kvennafrídagurinn á Íslandi var haldinn þann 24. október árið 1975. Eins og allir vita þá lögðu konur niður störf þennan dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags þeirra í samfélaginu, bæði á vinnumarkaði og heimilum. Um 90% kvenna á Íslandi tóku þátt í þessum verkfallsaðgerðum, sem undirstrikaði stöðu þeirra og áhrif í íslensku samfélagi. Þessi staðreynd leitaði á mig og ég get ekki annað sagt en að ég hafi verið mjög hugsi síðustu vikurnar yfir stöðu kvenna á vinnumarkaði og þeirri virðingu sem þær njóta fyrir störf sín í íslensku samfélagi dagsins í dag. Að það skuli enn vera staðan, eftir öll þessi ár sem liðinn eru frá þessum merka degi í október 1975, að konur njóti ekki verðleika sinna í störfum þeim sem þær sinna í samfélaginu. Það er nefnilega svo að hörð umræðan um kjarabaráttu kennara hefur undanfarnar vikur varpað ljósi á þá stöðu sem enn er uppi í samfélaginu og tengist virðingu og viðurkenningu á starfi sem er einkum sinnt af konum, eins og kennslu. Í samfélögum víða um heim, þar á meðal á Íslandi, hefur lengi verið viðurkennt að launakjör í starfsstéttum sem að mestu eru skipaðar konum, svo sem kennarastörfum, eru oft lægri en í öðrum sérfræðistörfum sem krefjast sambærilegrar menntunar. Og að við séum ekki komin lengra en raun ber vitni í að leiðrétta þetta þrátt fyrir áralanga og sanngjarna baráttu kvenna. Það er dapurleg staðreynd. Ástæður fyrir þessu eru margþættar og tengjast bæði sögulegum og félagslegum þáttum. Kennarastarf, sérstaklega á grunn- og leikaskólastigi, hefur lengi verið litið á sem „kvennastarf“og fullyrða má að hafi því ekki notið sömu virðingar og önnur sérfræðistörf. Þrátt fyrir að kennarar þurfi að hafa fimm ára háskólamenntun, líkt og margir aðrir sérfræðingar, þá endurspegla launakjör þeirra alls ekki þá menntun og færni sem starf þeirra krefst. Þessi mismunur er því miður vísbending um djúp samfélagsleg viðhorf sem líta niður á störf sem eru talin „kvenleg“og álitin minna virði. Kjaradeilan endurspeglar því ekki einungis ágreining um laun og starfskjör, heldur varpar hún einnig ljósi á viðhorf til jafnréttis og viðurkenningar á starfsgrein kvenna sem leggur ómetanlegan grunn í þróun samfélagsins. Hvernig viljum við sem samfélag mæta og virða þá sem leggja grunn að menntun og þroska ungra einstaklinga. Kennarar eiga ekki að þurfa að sætta sig við lakari kjör en aðrir sérfræðingar með sambærilega menntun. Viðurkenning á þeirra mikilvæga hlutverki og réttlát launakjör þeim til handa eru lykilatriði í að byggja upp heilbrigt samfélag sem byggir á jafnrétti, velferð og virðingu. Þeir sem mest hafa haft sig í frammi við að tala niður til kennara og gaslýsa þá undanfarnar vikur eru um leið að tala niður konur og þeirra ómetanlegu störf í þágu þjóðar. Og skömmin er þeirra. Höfundur er grunnskólakennari og skólastjórnandi til tæplega 30 ára.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun