„Mér brá svolítið þegar ég sá þetta“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. október 2024 21:34 Dagur B. Eggertsson er í öðru sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Kristrún Frostadóttir formaður flokksins leiðir listann. Vísir/Einar „Ég skal viðurkenna að mér brá svolítið þegar ég sá þetta,“ sagði Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri og frambjóðandi Samfylkingarinnar til Alþingis, um skilaboð sem formaður flokks hans sendi, þar sem hún virtist hvetja kjósanda til að strika nafn Dags út af lista í komandi kosningum. Einkaskilaboð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar sem hún sendi til hugsanlegs kjósanda flokksins sem fóru í dreifingu um helgina hafa vakið athygli. Í skilaboðunum segir Kristrún Dag B. Eggertsson, formann borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóra, vera í aukahlutverki, en hann skipar annað sæti á lista á eftir henni í Reykjavík. Þá bendir hún á að það sé hægt að strika út nafn Dags á kjörseðli. Þar sagði hún að Dagur yrði óbreyttur þingmaður, en ekki ráðherra. Sammála um að skilaboðin séu óheppileg „Mér fannst það nú breyta samhenginu að þetta væru einhver persónuleg skilaboð sem var síðan lekið. Það sem skiptir mig kannski mestu er að við Kristrún hittumst í gær og áttum bara einlægt og gott samtal um þetta. Við erum samherjar, skildum sátt, snúum bökum saman, þannig að þessu máli er bara lokið af minni hálfu,“ sagði Dagur í Silfrinu á Ríkisútvarpinu í kvöld. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af Degi eftir að málið kom upp, en án árangurs. Í viðtalinu sagði Dagur að segja mætti að Kristrún hefði beðið hann afsökunar, þau væru í það minnsta sammála um að málið væri ekki heppilegt. „Ég hef auðvitað fundið það að það brá fleirum en mér og verð reyndar kannski bara að þakka fyrir gríðarlega mikið af skilaboðum, stuðningi og öðru slíku. En mér finnst svolítið mikilvægt að segja við það fólk, og eiginlega alla: Nú finnst mér rosalega mikilvægt að missa ekki taktinn eða dampinn út af einhverju svona, heldur að allir sem vettlingi geta valdið leggist með okkur á árarnar. Fram undan eru rosalega mikilvægar kosningar, það er mjög stutt í það.“ Gjaldið sem maður greiðir fyrir að halda Sjálfstæðisflokki frá völdum Dagur sagðist eiga auðvelt með að setja mál sem þetta í baksýnisspegilinn, ef hann fyndi fyrir einlægni og trausti. Að hans mati skipti mestu máli að fá nýja ríkisstjórn. „Að við fáum áherslu á heilbrigðismál, við fáum lægri vexti, við fáum í raun meira afkomuöryggi fyrir fólk og áherslu á norræna velferð. Það eru svona mín skilaboð, ég átta mig á að einhverjir eru kannski að bíða eftir einhverri meiri dramatík frá mér, en ég er ekki alveg sá maður. Ég er meiri maður sátta, samstöðu og árangurs í pólitík.“ Dagur hefur verið borgarstjóri í um tíu ár með hléi, en sat óslitið frá júní 2014 og þar til í janúar á þessu ári. Hann var spurður hvort hann væri mögulega of umdeildur til að taka þátt í þeim breytingum sem Kristrún Frostadóttir formaður væri að reyna að ná fram á flokknum. Hann sagðist hafa leitt hugann að því áður en hann bauð sig fram, og sagði Kristrúnu og fleiri hafa unnið stórmerkilegt starf innan flokksins. „Það má kannski segja að það sem þarna er verið að gera er dálítið svipað og okkur hefur tekist í borginni. Við erum að höfða til stærri, breiðari hóps, fólks sem kýs ekki Samfylkinguna alltaf til Alþingis. Ég hef auðvitað horfst í augu við það að ef þú heldur Sjálfstæðisflokknum frá völdum í 15 ár, þá er gjaldið sem þú greiðir að þú verður umdeildur, hvort sem þér líkar betur eða verr,“ sagði Dagur. Ekki á ráðherrabuxunum Líkt og áður kom fram sagði Kristrún í skeytinu umrædda að Dagur yrði óbreyttur þingmaður, en ekki ráðherra. Hann segist ekki hafa gert neina kröfu um slíkt. „Ekki það að mér finnist þessi tímapunktur í kosningabaráttunni eitthvað til þess að úthluta einhverjum sætum. Fyrst eigum við að kjósa, svo eigum við að mynda ríkisstjórn og síðan skipta verkum,“ sagði Dagur. Hann sé í framboði til að styðja þá sem fyrir séu á fleti, nýja kynslóð og nýja forystu. „En líka til þess að fylkja fólki sem hefur stutt mig, langt út fyrir raðir Samfylkingarinnar, á bak við flokkinn í þessum kosningum og leggja gott til. Ég get vel hugsað mér að kynnast þinginu og vinnubrögðunum þar, og leggja lið þar. Ég er ekki í framboði til ráðherra, ég er ekki í framboði til formanns Samfylkingarinnar, ég er í framboði til Alþingis og ástæðan er sú á þessum tímapunkti að þetta eru svo mikilvægar kosningar.“ Hann telji að mögulega haldi fólk að jafn reynslumikill stjórnmálamaður og hann, sem nú stigi inn á svið landsmálanna, sé „á ráðherrabuxunum“, eins og hann orðar það. „Ég er það ekki, ég er bara ekki þannig manneskja. Ég vinn ekki þannig í pólitík. Ef það kemur þá kemur það, en eitt skref í einu.“ Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Sjá meira
Einkaskilaboð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar sem hún sendi til hugsanlegs kjósanda flokksins sem fóru í dreifingu um helgina hafa vakið athygli. Í skilaboðunum segir Kristrún Dag B. Eggertsson, formann borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóra, vera í aukahlutverki, en hann skipar annað sæti á lista á eftir henni í Reykjavík. Þá bendir hún á að það sé hægt að strika út nafn Dags á kjörseðli. Þar sagði hún að Dagur yrði óbreyttur þingmaður, en ekki ráðherra. Sammála um að skilaboðin séu óheppileg „Mér fannst það nú breyta samhenginu að þetta væru einhver persónuleg skilaboð sem var síðan lekið. Það sem skiptir mig kannski mestu er að við Kristrún hittumst í gær og áttum bara einlægt og gott samtal um þetta. Við erum samherjar, skildum sátt, snúum bökum saman, þannig að þessu máli er bara lokið af minni hálfu,“ sagði Dagur í Silfrinu á Ríkisútvarpinu í kvöld. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af Degi eftir að málið kom upp, en án árangurs. Í viðtalinu sagði Dagur að segja mætti að Kristrún hefði beðið hann afsökunar, þau væru í það minnsta sammála um að málið væri ekki heppilegt. „Ég hef auðvitað fundið það að það brá fleirum en mér og verð reyndar kannski bara að þakka fyrir gríðarlega mikið af skilaboðum, stuðningi og öðru slíku. En mér finnst svolítið mikilvægt að segja við það fólk, og eiginlega alla: Nú finnst mér rosalega mikilvægt að missa ekki taktinn eða dampinn út af einhverju svona, heldur að allir sem vettlingi geta valdið leggist með okkur á árarnar. Fram undan eru rosalega mikilvægar kosningar, það er mjög stutt í það.“ Gjaldið sem maður greiðir fyrir að halda Sjálfstæðisflokki frá völdum Dagur sagðist eiga auðvelt með að setja mál sem þetta í baksýnisspegilinn, ef hann fyndi fyrir einlægni og trausti. Að hans mati skipti mestu máli að fá nýja ríkisstjórn. „Að við fáum áherslu á heilbrigðismál, við fáum lægri vexti, við fáum í raun meira afkomuöryggi fyrir fólk og áherslu á norræna velferð. Það eru svona mín skilaboð, ég átta mig á að einhverjir eru kannski að bíða eftir einhverri meiri dramatík frá mér, en ég er ekki alveg sá maður. Ég er meiri maður sátta, samstöðu og árangurs í pólitík.“ Dagur hefur verið borgarstjóri í um tíu ár með hléi, en sat óslitið frá júní 2014 og þar til í janúar á þessu ári. Hann var spurður hvort hann væri mögulega of umdeildur til að taka þátt í þeim breytingum sem Kristrún Frostadóttir formaður væri að reyna að ná fram á flokknum. Hann sagðist hafa leitt hugann að því áður en hann bauð sig fram, og sagði Kristrúnu og fleiri hafa unnið stórmerkilegt starf innan flokksins. „Það má kannski segja að það sem þarna er verið að gera er dálítið svipað og okkur hefur tekist í borginni. Við erum að höfða til stærri, breiðari hóps, fólks sem kýs ekki Samfylkinguna alltaf til Alþingis. Ég hef auðvitað horfst í augu við það að ef þú heldur Sjálfstæðisflokknum frá völdum í 15 ár, þá er gjaldið sem þú greiðir að þú verður umdeildur, hvort sem þér líkar betur eða verr,“ sagði Dagur. Ekki á ráðherrabuxunum Líkt og áður kom fram sagði Kristrún í skeytinu umrædda að Dagur yrði óbreyttur þingmaður, en ekki ráðherra. Hann segist ekki hafa gert neina kröfu um slíkt. „Ekki það að mér finnist þessi tímapunktur í kosningabaráttunni eitthvað til þess að úthluta einhverjum sætum. Fyrst eigum við að kjósa, svo eigum við að mynda ríkisstjórn og síðan skipta verkum,“ sagði Dagur. Hann sé í framboði til að styðja þá sem fyrir séu á fleti, nýja kynslóð og nýja forystu. „En líka til þess að fylkja fólki sem hefur stutt mig, langt út fyrir raðir Samfylkingarinnar, á bak við flokkinn í þessum kosningum og leggja gott til. Ég get vel hugsað mér að kynnast þinginu og vinnubrögðunum þar, og leggja lið þar. Ég er ekki í framboði til ráðherra, ég er ekki í framboði til formanns Samfylkingarinnar, ég er í framboði til Alþingis og ástæðan er sú á þessum tímapunkti að þetta eru svo mikilvægar kosningar.“ Hann telji að mögulega haldi fólk að jafn reynslumikill stjórnmálamaður og hann, sem nú stigi inn á svið landsmálanna, sé „á ráðherrabuxunum“, eins og hann orðar það. „Ég er það ekki, ég er bara ekki þannig manneskja. Ég vinn ekki þannig í pólitík. Ef það kemur þá kemur það, en eitt skref í einu.“
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Sjá meira