Útlendingar í eigin landi Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 29. október 2024 10:15 Undanfarna mánuði hafa málefni útlendinga verið mikið í deiglunni og heilu stjórnmálaflokkarnir blásið þennan heildar málaflokk sem vandamál. Það er nýnæmi í stjórnmálaumræðu á Íslandi að flokkar ætla að keyra kosningabaráttu út frá þessari umræðu. Miðflokkurinn nær þarna nokkru flugi og nýstofnaður Lýðveldisflokkur ætlar sérstaklega að kasta veiðifærum sínum á þessi mið. Það er sama hver beitan er, allt er gert í þeirri von að kjósendur bíti á agnið. Sjálfstæðisflokkurinn sér þarna tækifæri og ekki kemur heldur Flokkur Fólksins á óvart. Við eigum að varast það að frambjóðendur til Alþingis nýta sér upplýsingaóreiðu og afvegaleiða umræðuna til að næla sér í atkvæði, grugga vatnið og henda svo færinu út. Við þurfum átta okkur á að t.d. innflytjendur og hælisleitendur eru tveir ólíkir hópar, þó svo að sumir vilja samsama þá tvo í einn stóran hóp og gera hann tortryggilegan. Að stunda slíka pólitík hefur neikvæð áhrif á alla sem eru af erlendu bergi brotnu. Þar erum við að tala um fólk sem kemur hingað til lands til að vinna, borga skatta og taka virkan þátt í samfélaginu og börn þeirra, sem hafa jafnvel búið hér allt sitt líf. Að ná atkvæðum með upplýsingaóreiðu og að búa til ímyndaðan óvin þjóðar er vafasamur heiður sem fæst á kostnað fólks sem kemur hingað í góðri trú og stuðlar að velmegun samfélags. Vöxtur og velferð Íslenska hagkerfið hefur á undanförnum árum og áratugum sýnt fram á að það þarf á erlendu vinnuafli að halda til að mæta vaxandi þörfum atvinnulífsins. Þetta hefur ekki síst komið fram í greinum eins og ferðaþjónustu, byggingariðnaði, heilbrigðisþjónustu og landbúnaði, þar sem umframeftirspurn eftir vinnuafli hefur verið við líði hér á landi. Við þurfum fjölbreytni og sveigjanleika á vinnumarkaði til að viðhalda hagvexti og efnahagslegum stöðugleika. Ein helsta ástæða þess að Ísland treystir á erlent vinnuafl er að fjölgun landsmanna nær ekki að fylgja hraða vaxandi atvinnugreina. Við búum í litlu landi með takmörkuðum mannfjölda, og vinnuafl innanlands hefur ekki dugað til að fullnægja þörfum margra atvinnugreina. Erlendir starfsmenn hafa því komið til landsins til að fylla þau störf sem annars væru ómönnuð, og þar með stuðlað að áframhaldandi hagvexti og framþróun. Árið 2004 voru erlendir ríkisborgar hér á landi 7% af mannfjölda en í dag eru það 21%. Það var á ofanverðri síðustu öld sem það jókst að fólk fór að flytja hingað til lands til að vinna aðallega við íslenskan sjávarútveg. Alveg síðan hefur hlutfall íbúa sem eru að erlendu bergi brotnir hefur aukist jafn og þétt um landið. Til dæmis á Vestfjörðum er þriðja kynslóð þeirra að vaxa úr grasi og taka virkan þátt í okkar samfélagi og atvinnulífi. Aukin samkeppnishæfni okkar Erlent vinnuafl hefur einnig haft mikil áhrif á samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Það hefur gefið fyrirtækjum tækifæri til að auka framleiðslugetu sína og svara eftirspurn á mörgum sviðum. Án erlends vinnuafls gæti íslenskt hagkerfi staðið frammi fyrir alvarlegri stöðnun, þar sem fyrirtæki myndu ekki geta nýtt tækifærin sem fylgja vaxandi ferðaþjónustu og vexti á öðrum sviðum. Rétt skal vera rétt Við megum ekki láta afvegaleiða okkur í umræðunni. Við verðum að vera vakandi fyrir auknum rasisma og þá eru öll þjóðarbrot undir. Helsta þrætueplið er hælisleitendakerfið, sem hefur vaxið og mikilvægt er að ná jafnvægi í því. Við í ríkisstjórninni höfum náð fram lagabreytingum sem styrkja lagaumhverfið og stuðla að því að innviðir okkar ráði við aukið magn hælisleitenda. Við erum hluti af alþjóðlegum samningum eins og flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna og Ísland gerðist aðili að Dyflinnarsamningnum árið 2001. Fjöldi samþykktra umsókna hælisleitenda hér á landi hefur lengst af verið undir evrópumeðaltali, en sú aukning sem hefur orðið á síðustu árum er að langstærstum hluta frá Úkraínu og Venesúela. Rétt ber að nefna að um er að ræða hópa sem allir flokkar á Alþingi samþykktu að taka skilyrðislaust á móti. Við höfum þó náð talsverðum breytingum á heildarsýn í málefnum útlendinga og síðan þá hefur dregið verulega úr samþykktum á umsóknum hælisleitenda. Rykinu blásið upp Það er ástæða til að óttast að nú í kosningabaráttunni verði rykinu blásið upp og útlendingaandúð muni vaxa. Við horfum hneyksluð til Bandaríkjanna, þar sem umræður um sama málefni fá óhindrað að lifa í kosningabaráttunni um Hvíta Húsið.. Þar er ekki hikað við að beita röngum staðhæfingum eins og gæludýraáti og aukinni glæpatíðni til að sópa til sín atkvæðum á kostnað allra innflytjenda. Slík barátta hugnast okkur í Framsókn ekki. Sýnum skynsemi og lítum okkur nær. Hvar eru útlendingar að þvælast fyrir á þessu landi? Er það í innsta hring fjölskyldna okkar eða á hjúkrunarheimilum þar sem þeir annast foreldra okkar? Kjósum með fjölbreytileikanum og munum að hann ber heilu landsvæðin uppi. Höfundur situr í þriðja sæti á lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Innflytjendamál Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hafa málefni útlendinga verið mikið í deiglunni og heilu stjórnmálaflokkarnir blásið þennan heildar málaflokk sem vandamál. Það er nýnæmi í stjórnmálaumræðu á Íslandi að flokkar ætla að keyra kosningabaráttu út frá þessari umræðu. Miðflokkurinn nær þarna nokkru flugi og nýstofnaður Lýðveldisflokkur ætlar sérstaklega að kasta veiðifærum sínum á þessi mið. Það er sama hver beitan er, allt er gert í þeirri von að kjósendur bíti á agnið. Sjálfstæðisflokkurinn sér þarna tækifæri og ekki kemur heldur Flokkur Fólksins á óvart. Við eigum að varast það að frambjóðendur til Alþingis nýta sér upplýsingaóreiðu og afvegaleiða umræðuna til að næla sér í atkvæði, grugga vatnið og henda svo færinu út. Við þurfum átta okkur á að t.d. innflytjendur og hælisleitendur eru tveir ólíkir hópar, þó svo að sumir vilja samsama þá tvo í einn stóran hóp og gera hann tortryggilegan. Að stunda slíka pólitík hefur neikvæð áhrif á alla sem eru af erlendu bergi brotnu. Þar erum við að tala um fólk sem kemur hingað til lands til að vinna, borga skatta og taka virkan þátt í samfélaginu og börn þeirra, sem hafa jafnvel búið hér allt sitt líf. Að ná atkvæðum með upplýsingaóreiðu og að búa til ímyndaðan óvin þjóðar er vafasamur heiður sem fæst á kostnað fólks sem kemur hingað í góðri trú og stuðlar að velmegun samfélags. Vöxtur og velferð Íslenska hagkerfið hefur á undanförnum árum og áratugum sýnt fram á að það þarf á erlendu vinnuafli að halda til að mæta vaxandi þörfum atvinnulífsins. Þetta hefur ekki síst komið fram í greinum eins og ferðaþjónustu, byggingariðnaði, heilbrigðisþjónustu og landbúnaði, þar sem umframeftirspurn eftir vinnuafli hefur verið við líði hér á landi. Við þurfum fjölbreytni og sveigjanleika á vinnumarkaði til að viðhalda hagvexti og efnahagslegum stöðugleika. Ein helsta ástæða þess að Ísland treystir á erlent vinnuafl er að fjölgun landsmanna nær ekki að fylgja hraða vaxandi atvinnugreina. Við búum í litlu landi með takmörkuðum mannfjölda, og vinnuafl innanlands hefur ekki dugað til að fullnægja þörfum margra atvinnugreina. Erlendir starfsmenn hafa því komið til landsins til að fylla þau störf sem annars væru ómönnuð, og þar með stuðlað að áframhaldandi hagvexti og framþróun. Árið 2004 voru erlendir ríkisborgar hér á landi 7% af mannfjölda en í dag eru það 21%. Það var á ofanverðri síðustu öld sem það jókst að fólk fór að flytja hingað til lands til að vinna aðallega við íslenskan sjávarútveg. Alveg síðan hefur hlutfall íbúa sem eru að erlendu bergi brotnir hefur aukist jafn og þétt um landið. Til dæmis á Vestfjörðum er þriðja kynslóð þeirra að vaxa úr grasi og taka virkan þátt í okkar samfélagi og atvinnulífi. Aukin samkeppnishæfni okkar Erlent vinnuafl hefur einnig haft mikil áhrif á samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Það hefur gefið fyrirtækjum tækifæri til að auka framleiðslugetu sína og svara eftirspurn á mörgum sviðum. Án erlends vinnuafls gæti íslenskt hagkerfi staðið frammi fyrir alvarlegri stöðnun, þar sem fyrirtæki myndu ekki geta nýtt tækifærin sem fylgja vaxandi ferðaþjónustu og vexti á öðrum sviðum. Rétt skal vera rétt Við megum ekki láta afvegaleiða okkur í umræðunni. Við verðum að vera vakandi fyrir auknum rasisma og þá eru öll þjóðarbrot undir. Helsta þrætueplið er hælisleitendakerfið, sem hefur vaxið og mikilvægt er að ná jafnvægi í því. Við í ríkisstjórninni höfum náð fram lagabreytingum sem styrkja lagaumhverfið og stuðla að því að innviðir okkar ráði við aukið magn hælisleitenda. Við erum hluti af alþjóðlegum samningum eins og flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna og Ísland gerðist aðili að Dyflinnarsamningnum árið 2001. Fjöldi samþykktra umsókna hælisleitenda hér á landi hefur lengst af verið undir evrópumeðaltali, en sú aukning sem hefur orðið á síðustu árum er að langstærstum hluta frá Úkraínu og Venesúela. Rétt ber að nefna að um er að ræða hópa sem allir flokkar á Alþingi samþykktu að taka skilyrðislaust á móti. Við höfum þó náð talsverðum breytingum á heildarsýn í málefnum útlendinga og síðan þá hefur dregið verulega úr samþykktum á umsóknum hælisleitenda. Rykinu blásið upp Það er ástæða til að óttast að nú í kosningabaráttunni verði rykinu blásið upp og útlendingaandúð muni vaxa. Við horfum hneyksluð til Bandaríkjanna, þar sem umræður um sama málefni fá óhindrað að lifa í kosningabaráttunni um Hvíta Húsið.. Þar er ekki hikað við að beita röngum staðhæfingum eins og gæludýraáti og aukinni glæpatíðni til að sópa til sín atkvæðum á kostnað allra innflytjenda. Slík barátta hugnast okkur í Framsókn ekki. Sýnum skynsemi og lítum okkur nær. Hvar eru útlendingar að þvælast fyrir á þessu landi? Er það í innsta hring fjölskyldna okkar eða á hjúkrunarheimilum þar sem þeir annast foreldra okkar? Kjósum með fjölbreytileikanum og munum að hann ber heilu landsvæðin uppi. Höfundur situr í þriðja sæti á lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun