Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. október 2024 15:24 Margrét Tryggvadóttir er formaður Rithöfundasambands Íslands. Hún hefur áhyggjur af því að rithöfundar muni ekki fá jafn mikla umfjöllun í ár vegna tímasetningu alþingiskosninganna. Þrátt fyrir að það hafi komið í ljós í könnun Maskínu á dögunum að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna sé ánægður með stjórnarslit þá eru rithöfundar uggandi vegna kosninganna og þeirri fyrirferð sem óhjákvæmilega fylgir þeim. Formaður Rithöfundasambands Íslands segir að það sé smá skellur að fá kosningar ofan í þann tíma sem skipti langmestu máli fyrir bóksölu á Íslandi. Það er hefð og árviss viðburður að landsmenn kynna sér á haustmánuðum nýútkomnar bækur sem gjarnan rata síðan í jólapakkann til vina og vandamanna. Það er ekki að ástæðulausu sem orðið jólabókaflóð er notað. Margrét Tryggvadóttir formaður Rithöfundasambandsins segir að mun minna hafi farið fyrir umfjöllun um bækur frá því kosningaumfjöllunin tók yfir. „Ég held það sé öllum ljóst sem hafa einhverja þekkingu á þessu og hafa fylgst með jólabókaflóðinu og stemningunni og stuðinu að það er svolítið verið að stela okkar tíma, finnst okkur, það er ekki það að við séum á móti lýðræðislegum kosningum. Það var smá skellur að fá niðurskurð í bókasafnssjóð í fjárlagafrumvarpinu og svo kosningar ofan í okkar besta tíma og þann tíma sem skiptir langmestu máli fyrir bóksölu á Íslandi.“ Margrét segir að fjárhagsáhyggjur og afkomuótti sé fyrir viðvarandi hjá rithöfundum og að nú sé helsti sölutíminn kominn í uppnám - umfjöllun fjölmiðla hafi líka þýðingu fyrir framgang rithöfundaferils fólks. „Við höfum sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli, við höfum náttúrulega prufað ýmislegt, jarðhræringar og eldgos, heimsfaraldur og allt mögulegt síðustu árin en þetta er alveg sérstakt og það sem er sérstaklega vont fyrir okkur núna er þessi rosalega athygli í fjölmiðlum sem fylgir.“ Hún skilji vel að það sé mikil umfjöllum um kosningar, enda mikið í húfi á þeim vettvangi líka en hún biðlar til fólks að gleyma ekki bókmenntunum. „Tungumálið okkar er í stórri hættu og við verðum að eiga sterka stétt höfunda og styðja hana með öllum ráðum þannig að ég bara biðla til fólks að vinda sér út í bókabúð og skoða úrvalið og jafnvel velja sér eitthvað gott og hvíla hugann frá pólitíkinni, í og með.“ Alþingiskosningar 2024 Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Jól Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Það er hefð og árviss viðburður að landsmenn kynna sér á haustmánuðum nýútkomnar bækur sem gjarnan rata síðan í jólapakkann til vina og vandamanna. Það er ekki að ástæðulausu sem orðið jólabókaflóð er notað. Margrét Tryggvadóttir formaður Rithöfundasambandsins segir að mun minna hafi farið fyrir umfjöllun um bækur frá því kosningaumfjöllunin tók yfir. „Ég held það sé öllum ljóst sem hafa einhverja þekkingu á þessu og hafa fylgst með jólabókaflóðinu og stemningunni og stuðinu að það er svolítið verið að stela okkar tíma, finnst okkur, það er ekki það að við séum á móti lýðræðislegum kosningum. Það var smá skellur að fá niðurskurð í bókasafnssjóð í fjárlagafrumvarpinu og svo kosningar ofan í okkar besta tíma og þann tíma sem skiptir langmestu máli fyrir bóksölu á Íslandi.“ Margrét segir að fjárhagsáhyggjur og afkomuótti sé fyrir viðvarandi hjá rithöfundum og að nú sé helsti sölutíminn kominn í uppnám - umfjöllun fjölmiðla hafi líka þýðingu fyrir framgang rithöfundaferils fólks. „Við höfum sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli, við höfum náttúrulega prufað ýmislegt, jarðhræringar og eldgos, heimsfaraldur og allt mögulegt síðustu árin en þetta er alveg sérstakt og það sem er sérstaklega vont fyrir okkur núna er þessi rosalega athygli í fjölmiðlum sem fylgir.“ Hún skilji vel að það sé mikil umfjöllum um kosningar, enda mikið í húfi á þeim vettvangi líka en hún biðlar til fólks að gleyma ekki bókmenntunum. „Tungumálið okkar er í stórri hættu og við verðum að eiga sterka stétt höfunda og styðja hana með öllum ráðum þannig að ég bara biðla til fólks að vinda sér út í bókabúð og skoða úrvalið og jafnvel velja sér eitthvað gott og hvíla hugann frá pólitíkinni, í og með.“
Alþingiskosningar 2024 Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Jól Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira