Sósíalismi, alþjóðasamvinna og blómleg viðskipti Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 29. október 2024 19:02 Ég var í barnaafmæli um helgina og umræðan barst að kosningum. ,,Er búið að ákveða hvað á að kjósa?” heyrðist fleygt. Ég sagðist vera búin að ákveða það enda væri ég á lista. ,,Nú, nú hvar ertu á lista?” var auðvitað spurt. ,,Ég er alveg vinstra megin” sagði ég. ,,Ég verð sem sagt á lista Sósíalista í Reykjavík”. ,,Nú, já þú ert alveg þar?” var sagt með blöndu af forvitni, hlátri og hneykslan. Þessi viðbrögð eru engin nýlunda. Ég hef starfað með flokknum síðan 2018 og þekki þessi viðbrögð vel. Fólk veit ekki hvort það á að hlæja að gráta því það tengir orðið Sósíalisti við eitthvað gamalt og hræðilegt. Einhverja „Kommagrýlu” þar sem allir eru fátækir, ríkið stjórni öllu lífi fólks og engin blómleg viðskipti eða frumkvöðlastarf eigi sér stað. Þetta er auðvitað orðræða sem Valhöll og Mbl hefur haldið á lofti lengi og ekki síst eftir að Sósíalistaflokkur Íslands var stofnaður. Margir taka undir. Borgarastéttin hlær. Meira að segja Kratar sem sækja hugsjónir sínar beint til Sósíalismans hlæja með og frussa kampavíninu sínu. Sósíalismi er auðvitað ekkert annað en beint lýðræði. Kjarni hans er valddreifing og almannahagsmunir. Hvað er vandamálið? Jú, jú einhverjir fasistar hafa gegnum tíðina notað orðið Sósíalismi til að réttlæta valdatöku sína. En er það endilega alvöru Sósíalismi? Nei, það er það ekki. Fólk hefur notað alls konar hugtök og trúarbrögð í gegnum söguna til að réttlæta ofbeldi sitt og valdníðslu. Það þýðir ekki að grunngildi hugtaksins sé þar að verki. Vissulega er það í hugmyndafræði Sósíalisma að ríkið reki ákveðna grundvallarinnviði og stofnanir. Það er okkur ekkert fjarri enda kjarnahugmynd allra landa Skandinavíu. Þannig er margt rekið í okkar samfélagi í dag. Almenna skólakerfið, almenna heilbrigðiskerfið, almannatryggingarkerfið o.s.frv. Fólki finnst þetta sjálfsagt. Þetta er ekkert annað en Sósíalismi. Hlæjið þá og hneykslist af sjálfum ykkur og ykkar stjórnvöldum seinustu áratugi. En með nýfrjálshyggjunni, sem Sjálfstæðismenn hafa verið duglegastir við að tefla fram og setið í nær öllum stjórnvöldum frá upphafi lýðveldis 1944, hafa hagsmunir fjármagnseigenda trompað hagsmuni almennings. Þess vegna tel ég þörf á Sósíalistaflokk Íslands á alþingi. En hvað með alþjóðasamvinnu og viðskipti. Vilja Sósíalistar ekki bara einangra fólk og þjóðir banna viðskipti og frumkvöðlastarf? Ég meina má einhver græða í Sósíalistaflokknum? Margir halda að það sé raunin. Einhverjir Sósíalistar hafa líka skrifað á þessum nótum og talið ekki hægt að hafa Sósíalisma samhliða alþjóðasamvinnu sem dæmi. Ég er hins vegar algerlega óssammála því og er Evrópusinnaður Sósíalisti. Ég tel fullreynt að hafa krónu sem gjaldmiðil sem hentar í raun eingöngu hagsmunum kvótakónga eða þeim sem flytja út fisk. Margir hafa áhyggjur á verðbólgu og vöxtum sem er reglulegt fyrirbæri hjá okkur Íslendingum en ég tel það aðallega orsakast af krónunni sem gjaldmiðli. Ég held að almenningur hefði meira gagn af stöðugri gjaldmiðli. Alla vega eru húsnæðislán og matarkarfan betri fyrir almenning í Evrópu en hér á landi. Ég veit alveg að Evrópusambandið er kapítalískt að einhverju leyti eins og öll Vesturlönd. Ég er samt fylgjandi inngöngu í það þar sem ég ég er búin að fá mig fullsadda af íslenskum fjármagnseigendum og kvótakóngum. Á Íslandi virkar markaðshagkerfið reyndar aðallega sem fákeppnismarkaður sem hafa regluleg verðsamráð eins og sagan hefur sýnt. Í raun er ekki frjáls heilbrigður markaður í gangi. Ef allir hefðu sömu spil á hendi til að byrja með og þeir sem hefðu skapandi hæfileika og frumkvöðlahugmyndir gætu skarað fram úr og grætt vel fyrir það væri það alls ekki andstætt hugmyndum Sósíalismans. Ef allir hefðu nóg fyrir sig og sína væri frábært að leyfa litlum fyrirtækjum og skapandi frumkvöðlastarfi að blómstra. Höfundur er framhaldsskólakennari og á lista Sósíalista í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var í barnaafmæli um helgina og umræðan barst að kosningum. ,,Er búið að ákveða hvað á að kjósa?” heyrðist fleygt. Ég sagðist vera búin að ákveða það enda væri ég á lista. ,,Nú, nú hvar ertu á lista?” var auðvitað spurt. ,,Ég er alveg vinstra megin” sagði ég. ,,Ég verð sem sagt á lista Sósíalista í Reykjavík”. ,,Nú, já þú ert alveg þar?” var sagt með blöndu af forvitni, hlátri og hneykslan. Þessi viðbrögð eru engin nýlunda. Ég hef starfað með flokknum síðan 2018 og þekki þessi viðbrögð vel. Fólk veit ekki hvort það á að hlæja að gráta því það tengir orðið Sósíalisti við eitthvað gamalt og hræðilegt. Einhverja „Kommagrýlu” þar sem allir eru fátækir, ríkið stjórni öllu lífi fólks og engin blómleg viðskipti eða frumkvöðlastarf eigi sér stað. Þetta er auðvitað orðræða sem Valhöll og Mbl hefur haldið á lofti lengi og ekki síst eftir að Sósíalistaflokkur Íslands var stofnaður. Margir taka undir. Borgarastéttin hlær. Meira að segja Kratar sem sækja hugsjónir sínar beint til Sósíalismans hlæja með og frussa kampavíninu sínu. Sósíalismi er auðvitað ekkert annað en beint lýðræði. Kjarni hans er valddreifing og almannahagsmunir. Hvað er vandamálið? Jú, jú einhverjir fasistar hafa gegnum tíðina notað orðið Sósíalismi til að réttlæta valdatöku sína. En er það endilega alvöru Sósíalismi? Nei, það er það ekki. Fólk hefur notað alls konar hugtök og trúarbrögð í gegnum söguna til að réttlæta ofbeldi sitt og valdníðslu. Það þýðir ekki að grunngildi hugtaksins sé þar að verki. Vissulega er það í hugmyndafræði Sósíalisma að ríkið reki ákveðna grundvallarinnviði og stofnanir. Það er okkur ekkert fjarri enda kjarnahugmynd allra landa Skandinavíu. Þannig er margt rekið í okkar samfélagi í dag. Almenna skólakerfið, almenna heilbrigðiskerfið, almannatryggingarkerfið o.s.frv. Fólki finnst þetta sjálfsagt. Þetta er ekkert annað en Sósíalismi. Hlæjið þá og hneykslist af sjálfum ykkur og ykkar stjórnvöldum seinustu áratugi. En með nýfrjálshyggjunni, sem Sjálfstæðismenn hafa verið duglegastir við að tefla fram og setið í nær öllum stjórnvöldum frá upphafi lýðveldis 1944, hafa hagsmunir fjármagnseigenda trompað hagsmuni almennings. Þess vegna tel ég þörf á Sósíalistaflokk Íslands á alþingi. En hvað með alþjóðasamvinnu og viðskipti. Vilja Sósíalistar ekki bara einangra fólk og þjóðir banna viðskipti og frumkvöðlastarf? Ég meina má einhver græða í Sósíalistaflokknum? Margir halda að það sé raunin. Einhverjir Sósíalistar hafa líka skrifað á þessum nótum og talið ekki hægt að hafa Sósíalisma samhliða alþjóðasamvinnu sem dæmi. Ég er hins vegar algerlega óssammála því og er Evrópusinnaður Sósíalisti. Ég tel fullreynt að hafa krónu sem gjaldmiðil sem hentar í raun eingöngu hagsmunum kvótakónga eða þeim sem flytja út fisk. Margir hafa áhyggjur á verðbólgu og vöxtum sem er reglulegt fyrirbæri hjá okkur Íslendingum en ég tel það aðallega orsakast af krónunni sem gjaldmiðli. Ég held að almenningur hefði meira gagn af stöðugri gjaldmiðli. Alla vega eru húsnæðislán og matarkarfan betri fyrir almenning í Evrópu en hér á landi. Ég veit alveg að Evrópusambandið er kapítalískt að einhverju leyti eins og öll Vesturlönd. Ég er samt fylgjandi inngöngu í það þar sem ég ég er búin að fá mig fullsadda af íslenskum fjármagnseigendum og kvótakóngum. Á Íslandi virkar markaðshagkerfið reyndar aðallega sem fákeppnismarkaður sem hafa regluleg verðsamráð eins og sagan hefur sýnt. Í raun er ekki frjáls heilbrigður markaður í gangi. Ef allir hefðu sömu spil á hendi til að byrja með og þeir sem hefðu skapandi hæfileika og frumkvöðlahugmyndir gætu skarað fram úr og grætt vel fyrir það væri það alls ekki andstætt hugmyndum Sósíalismans. Ef allir hefðu nóg fyrir sig og sína væri frábært að leyfa litlum fyrirtækjum og skapandi frumkvöðlastarfi að blómstra. Höfundur er framhaldsskólakennari og á lista Sósíalista í Reykjavík.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar