Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2024 10:31 Joe Mazzulla hefur gert frábæra hluti með Boston Celtics. Liðið er ríkjandi meistari og hefur byrjað nýtt tímabil vel. Getty/Chris Coduto Joe Mazzulla gerði Boston Celtics að NBA meisturum í sumar en hann vill sjá breytingar á reglum í leikjum NBA deildarinnar í körfubolta. Mazzulla var í útvarpsviðtali í íþróttaþætti í Boston og talið barst að reglum leiksins. Mazzulla vildi þar meðal annars breyta reglunum um tæknivillur. Hann vill frekar að liðið sem fær á sig tæknivilluna missi leikmann út af í nokkrar sekúndur í stað þess að mótherjinn fái eitt vítaskot. Honum finnst ekki nógu mikil refsing að mótherjinn fái eitt víti sem verður engin refsing ef leikmaðurinn klikkar á vítinu. Mazzulla sér þetta fyrir sér þannig að lið spili frekar fimm á móti fjórum í stuttan tíma. Leikmaðurinn í skammarkróknum megi ekki yfirgefa miðjuhringinn fyrr en eftir fimm sekúndur. Þetta var áhugaverð hugmynd enda svipaðar reglur við lýði í nokkrum öðrum íþróttagreinum. Enn róttækari var þó hugmynd Mazzulla um að leyfa slagsmál í NBA. Það er mjög hart tekið á grófum leik í dag og mun minna um harkaleg brot. Sú var ekki raunin á árum áður. NBA deildin fór í átak gegn slagsmálum á níunda og tíunda áratugnum og leikmenn fá meðal annars leikbönn ef þeir yfirgefa bekkinn til að taka þátt í átökum inn á vellinum. „Ég vildi óska þess að við fengjum aftur slagsmál í deildina. Þið eruð að tala um að það vanti meira skemmtanagildi í deildina. Hvað er skemmtilegra en smá handalögmál,“ spurði Joe Mazzulla. „Hvernig stendur á því að þeir leyfa átök í hafnabolta og í íshokkí ég ekki í körfubolta. Ég skil þetta ekki,“ sagði Mazzulla. View this post on Instagram A post shared by Basketball Coverage (@basketballcoverage) View this post on Instagram A post shared by The Sporting News (@sportingnews) NBA Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Sjá meira
Mazzulla var í útvarpsviðtali í íþróttaþætti í Boston og talið barst að reglum leiksins. Mazzulla vildi þar meðal annars breyta reglunum um tæknivillur. Hann vill frekar að liðið sem fær á sig tæknivilluna missi leikmann út af í nokkrar sekúndur í stað þess að mótherjinn fái eitt vítaskot. Honum finnst ekki nógu mikil refsing að mótherjinn fái eitt víti sem verður engin refsing ef leikmaðurinn klikkar á vítinu. Mazzulla sér þetta fyrir sér þannig að lið spili frekar fimm á móti fjórum í stuttan tíma. Leikmaðurinn í skammarkróknum megi ekki yfirgefa miðjuhringinn fyrr en eftir fimm sekúndur. Þetta var áhugaverð hugmynd enda svipaðar reglur við lýði í nokkrum öðrum íþróttagreinum. Enn róttækari var þó hugmynd Mazzulla um að leyfa slagsmál í NBA. Það er mjög hart tekið á grófum leik í dag og mun minna um harkaleg brot. Sú var ekki raunin á árum áður. NBA deildin fór í átak gegn slagsmálum á níunda og tíunda áratugnum og leikmenn fá meðal annars leikbönn ef þeir yfirgefa bekkinn til að taka þátt í átökum inn á vellinum. „Ég vildi óska þess að við fengjum aftur slagsmál í deildina. Þið eruð að tala um að það vanti meira skemmtanagildi í deildina. Hvað er skemmtilegra en smá handalögmál,“ spurði Joe Mazzulla. „Hvernig stendur á því að þeir leyfa átök í hafnabolta og í íshokkí ég ekki í körfubolta. Ég skil þetta ekki,“ sagði Mazzulla. View this post on Instagram A post shared by Basketball Coverage (@basketballcoverage) View this post on Instagram A post shared by The Sporting News (@sportingnews)
NBA Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Sjá meira