Skora á Höllu að stoppa Bjarna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. október 2024 12:29 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á fundi forseta Íslands á dögunum í aðdraganda þingrofs. Vísir/Vilhelm Sex náttúru- og dýraverndarsamtök skora á forseta Íslands að stöðva áform Bjarna Benediktssonar að gefa út hvalveiðileyfi á lokadögum tímabundinnar starfsstjórnar. Þetta kemur fram í áskorun sem Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, sendir til fjölmiðla. Ekki kemur fram í áskoruninni hvernig samtökin ætlast til þess að Halla forseti grípi inn í. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og matvælaráðherra upplýsti í síðustu viku um að hvalveiðafyrirtækið Hvalur hf. sem er að hluta í eigu Kristjáns Loftssonar hefði skilað inn umsókn um hvalveiði. Umsóknin yrði tekin til umfjöllunar í matvælaráðuneytinu. Formaður VG sagði vendingar í matvælaráðuneytinu og mögulegt leyfi til hvalveiða draga fram hvernig Sjálfstæðisflokkurinn umgangist völd þegar viðnámið sé lítið. Það hljómi sem brandari að líkja útgáfu hvalveiðileyfis við útgáfu ökuskírteinis, líkt og Jón Gunnarsson hafi gert. „Hann [Jón Gunnarsson] talar um að það að gefa út leyfi til þess að veiða hval sé eins og að gefa út ökuskírteini og manni finnst það vera eins og eitthvað grín. En ég held að samfélagið allt hafi áhyggjur af dýravelferðarsjónarmiðum og öðrum sjónarmiðum sem lúta að þessari atvinnugrein,“ sagði Svandís, formaður VG og fyrrverandi matvælaráðherra, sem stöðvaði hvalveiðar í fyrra með umdeildum hætti. Að neðan má sjá áskorun Hvalavina til forseta Íslands. Kæra frú forseti Halla Tómasdóttir, Við biðlum til þín að stíga inn í og reyna að beita þínu áhrifavaldi til stöðva þau áform forsætisráðherra að ætla að gefa út hvalveiðileyfi á lokadögum tímabundinnar starfsstjórnar. Við teljum þetta vera misbeitingu valds og langt út fyrir það verkefni sem þú samþykktir og gafst út, 15. október síðastliðinn, að starfsstjórn ætti einungis að gegna þeim störfum sem NAUÐSYNLEG eru við stjórn landsins. Kannanir sýna að meirihluti landsmanna er á móti hvalveiðum. Þetta snýst því ekki einungis um viðkvæma hvalastofna og vernd þeirra heldur einnig um lýðræði og vilja Íslendinga. Undirrituð samtök skora á forseta Íslands að ítreka fyrri yfirlýsingu um að verkefni starfsstjórnar sé að gegna nauðsynlegum störfum eins og að afgreiða fjárlög. Ekki að taka umdeildar stefnumótandi ákvarðanir um dráp á langreyðum í þágu eins fyrirtækis. Stattu vörð um hvalina og þjóðina. Með fyrirfram þökk, Hvalavinir Landvernd Náttúruverndarsamtök Íslands Samtök grænkera á Íslandi Samtök um dýravelferð á Íslandi Ungir umhverfissinnar Hvalveiðar Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Sjá meira
Þetta kemur fram í áskorun sem Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, sendir til fjölmiðla. Ekki kemur fram í áskoruninni hvernig samtökin ætlast til þess að Halla forseti grípi inn í. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og matvælaráðherra upplýsti í síðustu viku um að hvalveiðafyrirtækið Hvalur hf. sem er að hluta í eigu Kristjáns Loftssonar hefði skilað inn umsókn um hvalveiði. Umsóknin yrði tekin til umfjöllunar í matvælaráðuneytinu. Formaður VG sagði vendingar í matvælaráðuneytinu og mögulegt leyfi til hvalveiða draga fram hvernig Sjálfstæðisflokkurinn umgangist völd þegar viðnámið sé lítið. Það hljómi sem brandari að líkja útgáfu hvalveiðileyfis við útgáfu ökuskírteinis, líkt og Jón Gunnarsson hafi gert. „Hann [Jón Gunnarsson] talar um að það að gefa út leyfi til þess að veiða hval sé eins og að gefa út ökuskírteini og manni finnst það vera eins og eitthvað grín. En ég held að samfélagið allt hafi áhyggjur af dýravelferðarsjónarmiðum og öðrum sjónarmiðum sem lúta að þessari atvinnugrein,“ sagði Svandís, formaður VG og fyrrverandi matvælaráðherra, sem stöðvaði hvalveiðar í fyrra með umdeildum hætti. Að neðan má sjá áskorun Hvalavina til forseta Íslands. Kæra frú forseti Halla Tómasdóttir, Við biðlum til þín að stíga inn í og reyna að beita þínu áhrifavaldi til stöðva þau áform forsætisráðherra að ætla að gefa út hvalveiðileyfi á lokadögum tímabundinnar starfsstjórnar. Við teljum þetta vera misbeitingu valds og langt út fyrir það verkefni sem þú samþykktir og gafst út, 15. október síðastliðinn, að starfsstjórn ætti einungis að gegna þeim störfum sem NAUÐSYNLEG eru við stjórn landsins. Kannanir sýna að meirihluti landsmanna er á móti hvalveiðum. Þetta snýst því ekki einungis um viðkvæma hvalastofna og vernd þeirra heldur einnig um lýðræði og vilja Íslendinga. Undirrituð samtök skora á forseta Íslands að ítreka fyrri yfirlýsingu um að verkefni starfsstjórnar sé að gegna nauðsynlegum störfum eins og að afgreiða fjárlög. Ekki að taka umdeildar stefnumótandi ákvarðanir um dráp á langreyðum í þágu eins fyrirtækis. Stattu vörð um hvalina og þjóðina. Með fyrirfram þökk, Hvalavinir Landvernd Náttúruverndarsamtök Íslands Samtök grænkera á Íslandi Samtök um dýravelferð á Íslandi Ungir umhverfissinnar
Hvalveiðar Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Sjá meira