Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sindri Sverrisson skrifar 30. október 2024 16:00 Íslenska landsliðið fagnaði tveimur góðum sigrum gegn Póllandi í undirbúningi fyri rEM. vísir/Viktor Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, hefur valið 35 manna hópinn sem hann mun svo geta valið úr fyrir Evrópumótið sem hefst eftir tæpan mánuð. Athygli vekur að á listanum sem EHF birti í dag er einn leikmanna íslenska liðsins, Dana Björg Guðmundsdóttir, stjörnumerktur og sá fyrirvari settur að ekki sé búið að staðfesta að hún sé lögleg með íslenska landsliðinu. Dana Björg, sem flutti mánaðargömul frá Íslandi til Noregs og hefur búið þar síðan, lék sína fyrstu A-landsleiki fyrir Ísland í sigrunum góðu gegn Póllandi um helgina, í tveimur vináttulandsleikjum. Samkvæmt upplýsingum frá HSÍ eru engar líkur á því að Dana Björg verði ekki lögleg fyrir EM. Kjartan Vídó Ólafsson, markaðsstjóri HSÍ, segir í samtali við Vísi að EHF kalli eftir ákveðnum gögnum vegna þess að Dana Björg hafi aldrei spilað deildarleik á Íslandi. Evrópska sambandið vilji einfaldlega fá staðfestingu á íslensku vegabréfi og yfirlýsingu um að hún hafi aldrei spilað fyrir norska landsliðið. Þetta hafi HSÍ margoft gert áður og að lokið verði við að skila öllum gögnum í þessari viku. Í 35 manna hópnum eru þeir tuttugu leikmenn sem valdir voru fyrir leikina við Pólverja, auk fimmtán annarra. Hópinn má sjá hér að neðan. Íslenski hópurinn sem hægt verður að velja úr fyrir Evrópumótið.EHF Í 35 manna hópnum má meðal annars finna sex leikmenn sem ekki hafa spilað A-landsleik. Það eru þær Alexandra Líf Arnarsdóttir, Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Inga Dís Jóhannsdóttir og Sonja Lind Sigsteinsdóttir, og markverðirnir Ethel Gyða Bjarnasen og Andrea Gunnlaugsdóttir. Þá er fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn Karen Knútsdóttir einnig á 35 manna listanum eftir að hafa tekið fram skóna að nýju eftir tveggja ára hlé. Á 35 manna listanum eru tíu leikmenn sem fæddir eru 2004 eða 2005, og voru því gjaldgengar á HM U20-landsliða í sumar þar sem Íslands komst í átta liða úrslitin. Ísland leikur í F-riðli á EM, ásamt Hollandi, Úkraínu og Þýskalandi, og er fyrsti leikur við Holland þann 29. nóvember. Leikið er í Innsbruck í Austurríki. Arnar mun þurfa að velja tuttugu manna opinberan hóp áður en EM hefst, og svo sextán leikmenn fyrir hvern leikdag. Heimilt er að skipta inn tveimur leikmönnum af 35 manna listanum á meðan á riðlakeppninni stendur. Í milliriðlakeppninni má aftur skipta tveimur leikmönnum inn, og sömuleiðis um úrslitahelgina. Allt í allt er því mögulegt að gera sex breytingar á tuttugu manna hópi hvers liðs yfir mótið. Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Athygli vekur að á listanum sem EHF birti í dag er einn leikmanna íslenska liðsins, Dana Björg Guðmundsdóttir, stjörnumerktur og sá fyrirvari settur að ekki sé búið að staðfesta að hún sé lögleg með íslenska landsliðinu. Dana Björg, sem flutti mánaðargömul frá Íslandi til Noregs og hefur búið þar síðan, lék sína fyrstu A-landsleiki fyrir Ísland í sigrunum góðu gegn Póllandi um helgina, í tveimur vináttulandsleikjum. Samkvæmt upplýsingum frá HSÍ eru engar líkur á því að Dana Björg verði ekki lögleg fyrir EM. Kjartan Vídó Ólafsson, markaðsstjóri HSÍ, segir í samtali við Vísi að EHF kalli eftir ákveðnum gögnum vegna þess að Dana Björg hafi aldrei spilað deildarleik á Íslandi. Evrópska sambandið vilji einfaldlega fá staðfestingu á íslensku vegabréfi og yfirlýsingu um að hún hafi aldrei spilað fyrir norska landsliðið. Þetta hafi HSÍ margoft gert áður og að lokið verði við að skila öllum gögnum í þessari viku. Í 35 manna hópnum eru þeir tuttugu leikmenn sem valdir voru fyrir leikina við Pólverja, auk fimmtán annarra. Hópinn má sjá hér að neðan. Íslenski hópurinn sem hægt verður að velja úr fyrir Evrópumótið.EHF Í 35 manna hópnum má meðal annars finna sex leikmenn sem ekki hafa spilað A-landsleik. Það eru þær Alexandra Líf Arnarsdóttir, Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Inga Dís Jóhannsdóttir og Sonja Lind Sigsteinsdóttir, og markverðirnir Ethel Gyða Bjarnasen og Andrea Gunnlaugsdóttir. Þá er fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn Karen Knútsdóttir einnig á 35 manna listanum eftir að hafa tekið fram skóna að nýju eftir tveggja ára hlé. Á 35 manna listanum eru tíu leikmenn sem fæddir eru 2004 eða 2005, og voru því gjaldgengar á HM U20-landsliða í sumar þar sem Íslands komst í átta liða úrslitin. Ísland leikur í F-riðli á EM, ásamt Hollandi, Úkraínu og Þýskalandi, og er fyrsti leikur við Holland þann 29. nóvember. Leikið er í Innsbruck í Austurríki. Arnar mun þurfa að velja tuttugu manna opinberan hóp áður en EM hefst, og svo sextán leikmenn fyrir hvern leikdag. Heimilt er að skipta inn tveimur leikmönnum af 35 manna listanum á meðan á riðlakeppninni stendur. Í milliriðlakeppninni má aftur skipta tveimur leikmönnum inn, og sömuleiðis um úrslitahelgina. Allt í allt er því mögulegt að gera sex breytingar á tuttugu manna hópi hvers liðs yfir mótið.
Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti