Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar 31. október 2024 23:33 Grein þessi er fyrst og fremst ætluð ungu fólki Við stöndum frami fyrir tímamótum í íslenskum stjórnmálum. Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera að yfirgefa ríkisstjórn eftir langa veru, Vinstri Græn horfa upp á það að þurrkast algerlega út næsta kjörtímabil og þjóðernis-popúlistaflokkur, Miðflokkurinn, er á uppleið í fyrsta skiptið síðan ég man eftir mér, sem eru þó ekki nema svona 22-23 ár. Þetta kemur í kjölfari talsverðs usla seinustu ára. Stórir atburðir á heimssviðinu eins og heimsfaraldur, það sem virðist ætla að verða eilíf innrás í Úkraínu og yfirstandandi þjóðarmorð í Palestínu hafa markað tilveruna seinustu 4 árin. Samhliða þessu er ríkiskerfið að bregðast okkur þegar ríkiseignir eru seldar frá okkur og hagræðing og millistjórnendablæti hafa sogað fé út úr því. Ofan á bætast svo samfélagsmiðlar sem eru hannaðir með þeim tilgangi að gera okkur pirruð og þunglynd. Það er því engin furða að mikil gremja hefur ólgað undir yfirborðinu. Ég vil einblína á ungt fólk í þessu samhengi, ég hef nefnilega ágæta innsýn í þeirra heim verandi eitt af þessu unga fólki. Við bregðumst við ástandinu með því að bregðast okkur sjálfum Hvernig birtist þessi gremja hjá ungu fólki? Ég hef skoðað þetta aðeins og sé að okkar vonleysi leysist helst út á tvo neikvæða máta. Fyrst er það gegnum ofbeldi. Við höfum séð það undanfarin misseri að ofbeldi meðal ungmenna er að verða enn meiri vandamál en það var. Þessi þróun er orðin svo slæm að nú nýlega var 17 ára stelpa drepin, vinir hennar alvarlega særðir og 16 ára strákur er nú morðingi. Veltið þessum orðum fyrir ykkur. 17 ára fórnalamb morðs og 16 ára morðingi. Þetta geta ekki verið ummerki heilbrigðs samfélags. Unglinar eru ekki að ráðast á hvort annað með þeim hætti að einhver deyr þegar samfélagi gengur vel og upplifir velsæld. Önnur birtingamynd er framkoma á samfélagsmiðlum. Hvernig við tölum og berum okkur á netinu getur verið ótrúlega ljótt. Hvort sem það er með skítkasti, niðurrifi eða beinlínis hvatningum til sjálfsvígs á þau sem við sjáum sem andstæðinga okkar. Ég hef einstaklega góða innsýn í þessa birtingarmynd gremju því ég sjálfur er sekur um að hafa tekið þátt í þessu þegar ég var yngri, það er mjög auðvelt að réttlæta fyrir sjálfum sér að vera dónalegur og andstyggilegur við einhvern sem maður sér bara sem andlitslausan nasista á netinu. En þetta er samt ekki í lagi. Það er ekkert eðlilegt við það hvernig sumir leyfa sér að tala um aðra á netinu, hvernig við leyfum okkur að niðurlægja og lítillækka aðra bakvið skjöld skjásins. Þetta er þreytt tugga en þú myndir aldrei segja svona hluti auglit til auglits. Þessi framkoma helst í hendur við ofbeldið. Bæði eru ljótar birtingamyndir af reiði og vonleysi sem hefur byrjað að brjótast gegnum sprungur á yfiborðinu. Uppreisn róttækrar bjartsýni Það er erfitt að halda í vonina þegar mótbyrinn er svona mikill. Vandamálin okkar verða ekki leyst með einstaklingsgjörðum því þau eru miklu stærri en það. Engu að síður getum við tekið þá ákvörðun að gefast ekki upp, að leyfa okkur ekki að detta í grafir vonleysisins og að koma fram við aðra af virðingu og væntumþykju fyrir náunganum. Við þurfum að tileinka okkur bjartsýni sem róttæka gjörð uppreisnar. Við þurfum að vona og trúa á að betri valkostur sé í boði fyrir okkur. Til þess vil ég gefa ungu fólki nokkur ráð sem gætu hjálpað til við að halda í bjartsýnina. ·Hafðu væntumþykju og virðingu að leiðarljósi. ·Finndu út hvað skiptir þig máli og reyndu að sjá hvort þú getir á einhvern hátt hjálpað til við þau mál. Ég mæli persónulega með að taka þátt í félaga- eða flokkastarfi ef þú hefur aldur til, það er mjög gefandi að koma saman með fleiri einstaklingum með sameiginleg markmið. Gerir mikið fyrir bjartsýnina. ·Hafðu lítil persónuleg markmið utan stóru málanna sem þú getur klárað og verið stolt/ur af. ·Passaðu upp á að sinna áhugamálunum þínum. ·Talaðu við fólk í raunheimum. Þessi ráð munu ekki leysa öll vandamál, en með þeim er hægt að beisla róttæka bjartsýni sem verkfæri til framfara. Verum góð hvort við annað og höldum í vonina. Höfundur skipar 2. sæti lista Sósíalistaflokks Íslands í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Grein þessi er fyrst og fremst ætluð ungu fólki Við stöndum frami fyrir tímamótum í íslenskum stjórnmálum. Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera að yfirgefa ríkisstjórn eftir langa veru, Vinstri Græn horfa upp á það að þurrkast algerlega út næsta kjörtímabil og þjóðernis-popúlistaflokkur, Miðflokkurinn, er á uppleið í fyrsta skiptið síðan ég man eftir mér, sem eru þó ekki nema svona 22-23 ár. Þetta kemur í kjölfari talsverðs usla seinustu ára. Stórir atburðir á heimssviðinu eins og heimsfaraldur, það sem virðist ætla að verða eilíf innrás í Úkraínu og yfirstandandi þjóðarmorð í Palestínu hafa markað tilveruna seinustu 4 árin. Samhliða þessu er ríkiskerfið að bregðast okkur þegar ríkiseignir eru seldar frá okkur og hagræðing og millistjórnendablæti hafa sogað fé út úr því. Ofan á bætast svo samfélagsmiðlar sem eru hannaðir með þeim tilgangi að gera okkur pirruð og þunglynd. Það er því engin furða að mikil gremja hefur ólgað undir yfirborðinu. Ég vil einblína á ungt fólk í þessu samhengi, ég hef nefnilega ágæta innsýn í þeirra heim verandi eitt af þessu unga fólki. Við bregðumst við ástandinu með því að bregðast okkur sjálfum Hvernig birtist þessi gremja hjá ungu fólki? Ég hef skoðað þetta aðeins og sé að okkar vonleysi leysist helst út á tvo neikvæða máta. Fyrst er það gegnum ofbeldi. Við höfum séð það undanfarin misseri að ofbeldi meðal ungmenna er að verða enn meiri vandamál en það var. Þessi þróun er orðin svo slæm að nú nýlega var 17 ára stelpa drepin, vinir hennar alvarlega særðir og 16 ára strákur er nú morðingi. Veltið þessum orðum fyrir ykkur. 17 ára fórnalamb morðs og 16 ára morðingi. Þetta geta ekki verið ummerki heilbrigðs samfélags. Unglinar eru ekki að ráðast á hvort annað með þeim hætti að einhver deyr þegar samfélagi gengur vel og upplifir velsæld. Önnur birtingamynd er framkoma á samfélagsmiðlum. Hvernig við tölum og berum okkur á netinu getur verið ótrúlega ljótt. Hvort sem það er með skítkasti, niðurrifi eða beinlínis hvatningum til sjálfsvígs á þau sem við sjáum sem andstæðinga okkar. Ég hef einstaklega góða innsýn í þessa birtingarmynd gremju því ég sjálfur er sekur um að hafa tekið þátt í þessu þegar ég var yngri, það er mjög auðvelt að réttlæta fyrir sjálfum sér að vera dónalegur og andstyggilegur við einhvern sem maður sér bara sem andlitslausan nasista á netinu. En þetta er samt ekki í lagi. Það er ekkert eðlilegt við það hvernig sumir leyfa sér að tala um aðra á netinu, hvernig við leyfum okkur að niðurlægja og lítillækka aðra bakvið skjöld skjásins. Þetta er þreytt tugga en þú myndir aldrei segja svona hluti auglit til auglits. Þessi framkoma helst í hendur við ofbeldið. Bæði eru ljótar birtingamyndir af reiði og vonleysi sem hefur byrjað að brjótast gegnum sprungur á yfiborðinu. Uppreisn róttækrar bjartsýni Það er erfitt að halda í vonina þegar mótbyrinn er svona mikill. Vandamálin okkar verða ekki leyst með einstaklingsgjörðum því þau eru miklu stærri en það. Engu að síður getum við tekið þá ákvörðun að gefast ekki upp, að leyfa okkur ekki að detta í grafir vonleysisins og að koma fram við aðra af virðingu og væntumþykju fyrir náunganum. Við þurfum að tileinka okkur bjartsýni sem róttæka gjörð uppreisnar. Við þurfum að vona og trúa á að betri valkostur sé í boði fyrir okkur. Til þess vil ég gefa ungu fólki nokkur ráð sem gætu hjálpað til við að halda í bjartsýnina. ·Hafðu væntumþykju og virðingu að leiðarljósi. ·Finndu út hvað skiptir þig máli og reyndu að sjá hvort þú getir á einhvern hátt hjálpað til við þau mál. Ég mæli persónulega með að taka þátt í félaga- eða flokkastarfi ef þú hefur aldur til, það er mjög gefandi að koma saman með fleiri einstaklingum með sameiginleg markmið. Gerir mikið fyrir bjartsýnina. ·Hafðu lítil persónuleg markmið utan stóru málanna sem þú getur klárað og verið stolt/ur af. ·Passaðu upp á að sinna áhugamálunum þínum. ·Talaðu við fólk í raunheimum. Þessi ráð munu ekki leysa öll vandamál, en með þeim er hægt að beisla róttæka bjartsýni sem verkfæri til framfara. Verum góð hvort við annað og höldum í vonina. Höfundur skipar 2. sæti lista Sósíalistaflokks Íslands í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar