Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 1. nóvember 2024 20:53 Steinunn Þórðardóttir er formaður Læknafélags Íslands. Vísir/Arnar Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands óttast að afstaða ríkisins gagnvart verkfallsboðun lækna muni hleypa illu blóði og aukinni hörku í kjaraviðræðurnar. Ríkið telur að verkfallsboðunin sé ólögmæt. Steinunn segir að verið sé að þrýsta læknum í harðari aðgerðir. Félagsmenn í Læknafélagi Íslands samþykktu í gær með 93 prósent atkvæða að boða til verkfalls sem átti að hefjast 18. nóvember, hefðu samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Á aðalfundi Læknafélagsins í dag kom fram að íslenska ríkið telur boðunina ólögmæta. Mikil óánægja ríkir meðal lækna um þá niðurstöðu ríkisins. Viðræður gengið vel hingað til Steinunn segir að henni hafi fundist kjaraviðræðurnar ganga vel hingað til, og hún hafi fundið fyrir sameiginlegum vilja beggja vegna borðsins að nálgast þær á uppbyggilegan hátt. Þetta útspil geti hins vegar hleypt illu blóði í viðræðurnar. „Það var mín tilfinning á aðalfundinum, að þetta hafi farið mjög illa í félagsmenn sem þar voru staddir, svo ekki sé harðar að orði kveðið,“ segir Steinunn, en hún var viðmælandi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Steinunn segir að afstaða ríkisins hafi komið mjög flatt upp á lækna, þau hafi boðað til verkfalls með nákvæmlega sama hætti fyrir tíu árum síðan. „Eina verkfallið sem við höfum farið í. Þá voru ekki gerðar neinar athugasemdir við útfærsluna sem var algjörlega sambærileg,“ segir hún. Aðgerðir dæmdar ólöglegar og hvatt til harðari aðgerða í staðinn Steinunn segir að athugasemdir ríkisins snúi að útfærslunni á sjálfum verkfallsaðgerðunum. Til dæmis séu gerðar athugasemdir við það að verkföllum sé skipt milli deilda til dæmis á Landspítalanum eftir dögum, í staðinn fyrir að taka allan Landspítalann í einu. „Við þurfum í rauninni að leggjast yfir það hvernig við bregðumst við þessu og hvort við þurfum þá að útfæra það þannig að við þurfum að taka heilan spítala í einu.“ Það eru miklu harðari aðgerðir í sjálfu sér? „Nefnilega, þannig að okkur finnst svolítið eins og með þessu sé verið að þrýsta okkur í harðari aðgerðir. Við vildum fara mildilega af stað vegna þess að við vitum að þessi þjónusta er gríðarlega mikilvæg og hún er viðkvæm,“ segir Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. Heilbrigðismál Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Læknaverkfall 2024 Tengdar fréttir Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Íslenska ríkið telur að boðun Læknafélags Íslands á verkfalli lækna sem hefjast á þann 18. nóvember sé ólögmæt. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins sem nú stendur yfir í höfuðstöðvum félagsins í Hlíðarsmára. 1. nóvember 2024 15:24 Læknar á leið í verkfall Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. 31. október 2024 16:42 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Félagsmenn í Læknafélagi Íslands samþykktu í gær með 93 prósent atkvæða að boða til verkfalls sem átti að hefjast 18. nóvember, hefðu samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Á aðalfundi Læknafélagsins í dag kom fram að íslenska ríkið telur boðunina ólögmæta. Mikil óánægja ríkir meðal lækna um þá niðurstöðu ríkisins. Viðræður gengið vel hingað til Steinunn segir að henni hafi fundist kjaraviðræðurnar ganga vel hingað til, og hún hafi fundið fyrir sameiginlegum vilja beggja vegna borðsins að nálgast þær á uppbyggilegan hátt. Þetta útspil geti hins vegar hleypt illu blóði í viðræðurnar. „Það var mín tilfinning á aðalfundinum, að þetta hafi farið mjög illa í félagsmenn sem þar voru staddir, svo ekki sé harðar að orði kveðið,“ segir Steinunn, en hún var viðmælandi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Steinunn segir að afstaða ríkisins hafi komið mjög flatt upp á lækna, þau hafi boðað til verkfalls með nákvæmlega sama hætti fyrir tíu árum síðan. „Eina verkfallið sem við höfum farið í. Þá voru ekki gerðar neinar athugasemdir við útfærsluna sem var algjörlega sambærileg,“ segir hún. Aðgerðir dæmdar ólöglegar og hvatt til harðari aðgerða í staðinn Steinunn segir að athugasemdir ríkisins snúi að útfærslunni á sjálfum verkfallsaðgerðunum. Til dæmis séu gerðar athugasemdir við það að verkföllum sé skipt milli deilda til dæmis á Landspítalanum eftir dögum, í staðinn fyrir að taka allan Landspítalann í einu. „Við þurfum í rauninni að leggjast yfir það hvernig við bregðumst við þessu og hvort við þurfum þá að útfæra það þannig að við þurfum að taka heilan spítala í einu.“ Það eru miklu harðari aðgerðir í sjálfu sér? „Nefnilega, þannig að okkur finnst svolítið eins og með þessu sé verið að þrýsta okkur í harðari aðgerðir. Við vildum fara mildilega af stað vegna þess að við vitum að þessi þjónusta er gríðarlega mikilvæg og hún er viðkvæm,“ segir Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands.
Heilbrigðismál Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Læknaverkfall 2024 Tengdar fréttir Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Íslenska ríkið telur að boðun Læknafélags Íslands á verkfalli lækna sem hefjast á þann 18. nóvember sé ólögmæt. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins sem nú stendur yfir í höfuðstöðvum félagsins í Hlíðarsmára. 1. nóvember 2024 15:24 Læknar á leið í verkfall Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. 31. október 2024 16:42 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Íslenska ríkið telur að boðun Læknafélags Íslands á verkfalli lækna sem hefjast á þann 18. nóvember sé ólögmæt. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins sem nú stendur yfir í höfuðstöðvum félagsins í Hlíðarsmára. 1. nóvember 2024 15:24
Læknar á leið í verkfall Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. 31. október 2024 16:42