„Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. nóvember 2024 17:22 Ragnar Þór segir í Facebook-færslu sinni að sveitastjórnarstigið beri höfuðábyrgð á verðbólgunni, ekki ríkisstjórnarflokkarnir. Þó færslan hljómi eins og hann sé að leita að sökudólgum segir hann svo ekki vera. Hann sé að kalla eftir pólitískri sátt. Ragnar Þór Ingólfsson, frambjóðandi Flokks fólksins, segir ríkisstjórnarflokkana ekki bera höfuðábyrgð á stöðu verðbólgunnar heldur þá sem hafa verið við stjórn í Reykjavíkurborg. Húsnæðisskortur sé rót verðbólguvandans og verði ekki leystur nema með því að brjóta nýtt land. Ragnar Þór birti færslu á Facebook um fjögurleytið þar sem hann furðar sig á því hve lítið var talað um orsakir verðbólgu síðustu ára í kappræðum formanna stjórnmálaflokkanna á Rúv í gær. Stjórnmálin kjósi að tala eins og ríkisfjármálin séu helsti áhrifavaldur verðbólgu þegar það blasir við hvaða þættir hafi keyrt hana áfram og hvaða aðgerðir, sem hafi miklu meiri áhrif á verðbólgu, þurfi að ráðast í. „Mögulega er skýringuna að finna í því að þeir flokkar sem ekki voru í síðustu ríkisstjórn en berjast nú um hylli kjósenda, bera höfuðábyrgð á stöðunni, og vandanum,“ skrifar hann svo í lok færslunnar. Rót vandans sé húsnæðisskortur Færslan hefur vakið athygli fólks, ekki síst vegna þess að Ragnar segir beinlínis að ríkisstjórnin beri ekki ábyrgð á stöðunni heldur þeir sem voru í stjórnarandstöðu. Lesi maður milli línanna sést að Ragnar á þar við húsnæðismálin og hægagang í húsnæðisuppbyggingu. Þó er áhugavert að hann skuli ekki bara segja það berum orðum og því hafði Fréttastofa samband við Ragnar til að forvitnast út í færsluna og það ósagða í henni. „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni sem eru Píratar, Viðreisn, Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin, og viljaleysi þeirra til að skoða aðrar hugmyndir, varðandi til dæmis að brjóta nýtt land til þess að fara í massíva húsnæðisuppbyggingu, sem er þörf,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. „Við munum ekki komast á þann stað að geta leyst rót vandans, sem er gríðarlegur húsnæðisskortur, nema með uppbyggingu og það þarf auðvitað að endurskoða mörkin sem voru sett 2015 út frá fólksfjölgunarspám sem hafa síðan orðið miklu miklu meiri, um 50 prósent meiri en gert var fyrir á þeim tíma.“ Ekki að benda á sökudólga heldur kalla eftir sátt „Með þessu er ég ekki að benda á sökudólga heldur kalla eftir pólitískri sátt. Okkur hefur aldrei tekist að komast í gegnum svona átaksverkefni, hvort sem það er Breiðholtið eða verkamannabústaðahverfið, nema það sé breið pólitísk sátt,“ segir hann. Flokkarnir þurfi að svara því hvort þeir séu tilbúnir að breyta af leið. „Fyrr tekst okkur ekki að ráðast á rót vandans, sem er helsti verðbólguhvati síðustu ára og áratuga, skortur á húsnæði.“ „Þetta mun ekki takast með þéttingastefnu. Það er ódýrara að byggja á þéttingarreitum fyrir borgina en alltof dýrt fyrir okkur sem erum að byggja hagkvæmt húsnæði eins og í Bjargi og Blæ,“ segir hann og bætir svo við: „Á endanum mun borgin og sveitarfélögin þurfa að leggjast yfir þetta verkefni sameiginlega með öllum flokkum. Ef ekki núna, hvenær þá? Hversu lengi þurfum við að bíða eftir þessari viðhorfsbreytingu?“ spur Ragnar að lokum. Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2024 Reykjavík Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Ragnar Þór birti færslu á Facebook um fjögurleytið þar sem hann furðar sig á því hve lítið var talað um orsakir verðbólgu síðustu ára í kappræðum formanna stjórnmálaflokkanna á Rúv í gær. Stjórnmálin kjósi að tala eins og ríkisfjármálin séu helsti áhrifavaldur verðbólgu þegar það blasir við hvaða þættir hafi keyrt hana áfram og hvaða aðgerðir, sem hafi miklu meiri áhrif á verðbólgu, þurfi að ráðast í. „Mögulega er skýringuna að finna í því að þeir flokkar sem ekki voru í síðustu ríkisstjórn en berjast nú um hylli kjósenda, bera höfuðábyrgð á stöðunni, og vandanum,“ skrifar hann svo í lok færslunnar. Rót vandans sé húsnæðisskortur Færslan hefur vakið athygli fólks, ekki síst vegna þess að Ragnar segir beinlínis að ríkisstjórnin beri ekki ábyrgð á stöðunni heldur þeir sem voru í stjórnarandstöðu. Lesi maður milli línanna sést að Ragnar á þar við húsnæðismálin og hægagang í húsnæðisuppbyggingu. Þó er áhugavert að hann skuli ekki bara segja það berum orðum og því hafði Fréttastofa samband við Ragnar til að forvitnast út í færsluna og það ósagða í henni. „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni sem eru Píratar, Viðreisn, Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin, og viljaleysi þeirra til að skoða aðrar hugmyndir, varðandi til dæmis að brjóta nýtt land til þess að fara í massíva húsnæðisuppbyggingu, sem er þörf,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. „Við munum ekki komast á þann stað að geta leyst rót vandans, sem er gríðarlegur húsnæðisskortur, nema með uppbyggingu og það þarf auðvitað að endurskoða mörkin sem voru sett 2015 út frá fólksfjölgunarspám sem hafa síðan orðið miklu miklu meiri, um 50 prósent meiri en gert var fyrir á þeim tíma.“ Ekki að benda á sökudólga heldur kalla eftir sátt „Með þessu er ég ekki að benda á sökudólga heldur kalla eftir pólitískri sátt. Okkur hefur aldrei tekist að komast í gegnum svona átaksverkefni, hvort sem það er Breiðholtið eða verkamannabústaðahverfið, nema það sé breið pólitísk sátt,“ segir hann. Flokkarnir þurfi að svara því hvort þeir séu tilbúnir að breyta af leið. „Fyrr tekst okkur ekki að ráðast á rót vandans, sem er helsti verðbólguhvati síðustu ára og áratuga, skortur á húsnæði.“ „Þetta mun ekki takast með þéttingastefnu. Það er ódýrara að byggja á þéttingarreitum fyrir borgina en alltof dýrt fyrir okkur sem erum að byggja hagkvæmt húsnæði eins og í Bjargi og Blæ,“ segir hann og bætir svo við: „Á endanum mun borgin og sveitarfélögin þurfa að leggjast yfir þetta verkefni sameiginlega með öllum flokkum. Ef ekki núna, hvenær þá? Hversu lengi þurfum við að bíða eftir þessari viðhorfsbreytingu?“ spur Ragnar að lokum.
Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2024 Reykjavík Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?