Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 5. nóvember 2024 07:31 Borgar menningin sig? Á ríkið að styrkja menningu? Býr menningin til meiri pening en hún kostar? Á að hækka listamannalaun? Á endurgreiða nýsköpunarþróun fyrirtækja? Á menningin að vera í sérstöku ráðuneyti? Eiga menningarmál að vera kosningamál? Svarið við þessu öllu er já. „Maður er manns gaman“ segir í Hávamálum. Máltækið lýsir menningu þar sem mannleg samskipti eru talin vera ein helsta forsenda hamingjunnar. Menning og sköpun eru í eðli sínu óþrjótandi auðlind sem eingöngu takmarkast af hugmyndum mannskepnunnar. Menningin og listsköpunin eru eins og vatnslind sem aldrei þornar upp. Þetta er hugmyndaheimur sem er ótakmarkaður og setur vaxtarmöguleika hennar í mjög sérstakt ljós. Það er hagkvæmt að styrkja menningu Menningin er sameiginleg okkur öllum og við öll leggjum til hennar. Þótt menning sé í eðli sínu sjálfsprottin er hlutverk stjórnvalda í menningu og umgjörð hennar mikilvægt. Slíkt er ekki síst hægt að rekja til þess að menningarstarfsemi býr við svokallaðan markaðsbrest sem lýsir sér þannig að án aðkomu stjórnvalda verður einfaldlega til minna af menningarstarfsemi og sköpun. Þetta getur komið ýmsum spánskt fyrir sjónir en er engu að síður niðurstaða hagfræðinnar. Án stuðnings stjórnvalda mun hinn frjálsi markaður stuðla að fábreyttari menningu en ella. Markaðsbrestir réttlæta því stuðning stjórnvalda. Þess vegna hafa stjórnvöld mikilvægu hlutverki að gegna í menningarstarfsemi. Það er því bæði skynsamlegt og hagkvæmt að styðja við hana. Sé stuðst við hugmyndaheim hagfræðinnar þá einfaldlega „borgar það sig“ að verja opinberum stuðningi til menningarstarfsemi. En auðvitað hefur menningin gildi í sjálfu sér, virði sem verður seint ofmetið. Menningin auðgar ekki einungis andann heldur einnig hagkerfið. Ný rannsókn Nýverið kynnti ég rannsókn um framlag menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar á Íslandi. Lítum á helstu niðurstöður: Beint framlag menningar og skapandi greina til landsframleiðslu er litlu minna en framlag fiskveiða og fiskeldis. Ísland er ekki einungis sjávarútvegsþjóð í hagrænu tilliti heldur einnig menningarþjóð. Opinber stuðningur ríkisins við menningu og skapandi greinar er um 42 milljarða kr. sem er svipað hátt og skatttekjurnar sem greinin skapar á móti. Opinber fjárfesting einnar krónu í menningu og skapandi greinum verður að þremur krónum í hagkerfinu. Þriðjungur af stuðningi ríkisins í menningu og skapandi greinum er vegna endurgreiðslu rannsókna- og þróunarkostnaðar hjá fyrirtækjum. Um þrisvar sinnum fleiri starfa í menningu og skapandi greinum heldur en á fjölmennasta vinnustað landsins, Landspítala. Ísland er í 1. sæti Evrópuríkja þegar kemur að fjölda vinnuafls í menningarstarfsemi. Virðisauki menningar og skapandi greina jókst um 70% á síðastliðnum 10 árum. Ísland er í 1. sæti Evrópuríkja þegar litið er til hlutfalls af heildarútgjöldum hins opinbera sem renna til menningar og skapandi greina. Hvað þurfum við að gera til að geta gert betur? Skilgreina þarf menningu og skapandi greinar á Íslandi sem hluta af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar rétt eins og sjávarútveg, orkuframleiðslu og ferðaþjónustu. Við lifum ekki bara á f-unum þremur: fiski, fallvötnum og ferðamönnum. Við lifum líka á menningu og sköpun. Líta ber á menningu og skapandi greinar sem efnahagslega og félagslega fjárfestingu fyrir framtíðina, en ekki sem kostnað líðandi stundar. Efla þarf samkeppnishæfni íslenskrar menningar og skapandi greina með vel skilgreindum vaxtarmöguleikum. Greina þarf nýja vaxtarmöguleika, til dæmis í hönnun, myndlist, handritagerð, dansi, eftirvinnslu hvers konar og varðveislu menningararfs. Stórauka þarf stuðning við frumsköpun á sviði menningar. Svo margt í menningunni byggir á góðri sögu, góðu handriti. Taka þarf tillit til sérstöðu starfanna á þessu sviði þegar kemur að almannatryggingarkerfinu og öðrum opinberum stuðningskerfum, til dæmis gagnvart eldri listamönnum, grasrótinni og einyrkjum. Þetta og margt fleira ætlum við að ræða á opnum fundi Rannsóknarseturs skapandi greina með fulltrúum allra stjórnmálaflokkanna sem verður haldinn í Grósku kl. 8:30 næsta miðvikudag. Höfundur er hagfræðingur og lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Sjá meira
Borgar menningin sig? Á ríkið að styrkja menningu? Býr menningin til meiri pening en hún kostar? Á að hækka listamannalaun? Á endurgreiða nýsköpunarþróun fyrirtækja? Á menningin að vera í sérstöku ráðuneyti? Eiga menningarmál að vera kosningamál? Svarið við þessu öllu er já. „Maður er manns gaman“ segir í Hávamálum. Máltækið lýsir menningu þar sem mannleg samskipti eru talin vera ein helsta forsenda hamingjunnar. Menning og sköpun eru í eðli sínu óþrjótandi auðlind sem eingöngu takmarkast af hugmyndum mannskepnunnar. Menningin og listsköpunin eru eins og vatnslind sem aldrei þornar upp. Þetta er hugmyndaheimur sem er ótakmarkaður og setur vaxtarmöguleika hennar í mjög sérstakt ljós. Það er hagkvæmt að styrkja menningu Menningin er sameiginleg okkur öllum og við öll leggjum til hennar. Þótt menning sé í eðli sínu sjálfsprottin er hlutverk stjórnvalda í menningu og umgjörð hennar mikilvægt. Slíkt er ekki síst hægt að rekja til þess að menningarstarfsemi býr við svokallaðan markaðsbrest sem lýsir sér þannig að án aðkomu stjórnvalda verður einfaldlega til minna af menningarstarfsemi og sköpun. Þetta getur komið ýmsum spánskt fyrir sjónir en er engu að síður niðurstaða hagfræðinnar. Án stuðnings stjórnvalda mun hinn frjálsi markaður stuðla að fábreyttari menningu en ella. Markaðsbrestir réttlæta því stuðning stjórnvalda. Þess vegna hafa stjórnvöld mikilvægu hlutverki að gegna í menningarstarfsemi. Það er því bæði skynsamlegt og hagkvæmt að styðja við hana. Sé stuðst við hugmyndaheim hagfræðinnar þá einfaldlega „borgar það sig“ að verja opinberum stuðningi til menningarstarfsemi. En auðvitað hefur menningin gildi í sjálfu sér, virði sem verður seint ofmetið. Menningin auðgar ekki einungis andann heldur einnig hagkerfið. Ný rannsókn Nýverið kynnti ég rannsókn um framlag menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar á Íslandi. Lítum á helstu niðurstöður: Beint framlag menningar og skapandi greina til landsframleiðslu er litlu minna en framlag fiskveiða og fiskeldis. Ísland er ekki einungis sjávarútvegsþjóð í hagrænu tilliti heldur einnig menningarþjóð. Opinber stuðningur ríkisins við menningu og skapandi greinar er um 42 milljarða kr. sem er svipað hátt og skatttekjurnar sem greinin skapar á móti. Opinber fjárfesting einnar krónu í menningu og skapandi greinum verður að þremur krónum í hagkerfinu. Þriðjungur af stuðningi ríkisins í menningu og skapandi greinum er vegna endurgreiðslu rannsókna- og þróunarkostnaðar hjá fyrirtækjum. Um þrisvar sinnum fleiri starfa í menningu og skapandi greinum heldur en á fjölmennasta vinnustað landsins, Landspítala. Ísland er í 1. sæti Evrópuríkja þegar kemur að fjölda vinnuafls í menningarstarfsemi. Virðisauki menningar og skapandi greina jókst um 70% á síðastliðnum 10 árum. Ísland er í 1. sæti Evrópuríkja þegar litið er til hlutfalls af heildarútgjöldum hins opinbera sem renna til menningar og skapandi greina. Hvað þurfum við að gera til að geta gert betur? Skilgreina þarf menningu og skapandi greinar á Íslandi sem hluta af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar rétt eins og sjávarútveg, orkuframleiðslu og ferðaþjónustu. Við lifum ekki bara á f-unum þremur: fiski, fallvötnum og ferðamönnum. Við lifum líka á menningu og sköpun. Líta ber á menningu og skapandi greinar sem efnahagslega og félagslega fjárfestingu fyrir framtíðina, en ekki sem kostnað líðandi stundar. Efla þarf samkeppnishæfni íslenskrar menningar og skapandi greina með vel skilgreindum vaxtarmöguleikum. Greina þarf nýja vaxtarmöguleika, til dæmis í hönnun, myndlist, handritagerð, dansi, eftirvinnslu hvers konar og varðveislu menningararfs. Stórauka þarf stuðning við frumsköpun á sviði menningar. Svo margt í menningunni byggir á góðri sögu, góðu handriti. Taka þarf tillit til sérstöðu starfanna á þessu sviði þegar kemur að almannatryggingarkerfinu og öðrum opinberum stuðningskerfum, til dæmis gagnvart eldri listamönnum, grasrótinni og einyrkjum. Þetta og margt fleira ætlum við að ræða á opnum fundi Rannsóknarseturs skapandi greina með fulltrúum allra stjórnmálaflokkanna sem verður haldinn í Grósku kl. 8:30 næsta miðvikudag. Höfundur er hagfræðingur og lögfræðingur.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun