Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Heimir Már Pétursson skrifar 4. nóvember 2024 11:38 Næst þegar Alþingi kemur saman eftir kosningar eru allar líkur á að í röðum alþingismanna verði þingmaður sem ekki hefði átt að ná kjöri, miðað við heildarfylgi flokkanna. Vísir/Vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði segir hneyksli að enn einu sinni hafi Alþingi trassað að gera augljósar breytingar á kosningalögum til að tryggja að flokkar fái þingmenn í samræmi við atkvæðafjölda. Starfandi forsætisráðherra segir ekki hægt að gera þessar breytingar svo skömmu fyrir kosningar. Ólafur Þ. Harðarson prófessor emeritus í stjórnmálafræði hefur ítrekað bent á allt frá alþingiskosningunum 2013 að gera þurfi breytingar á kosningalögum vegna þess að fjölgun stjórnmálaflokka virki þannig að einn flokkur hafi fengið einum þingmanni fleiri en atkvæðamagn hans segði til um. Þetta hafi gerst í fernum síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn hafi fengið aukamanninn 2013, 2017 og 2021 en Sjálfstæðisflokkurinn fengið aukaþingmann í kosningunum 2016. Ólafur Þ. Harðarson prófessor emeratus hefur ítrekað bent á allt frá árinu 2013, að leiðrétta þurfi skekkju í kosningalögum.Stöð 2/Einar „Og þessi aukamaður varð til þess þá að Sjálfstæðisflokkurinn gat myndað ríkisstjórn með Viðreisn og Bjartri framtíð. Sá meirihluti hafði nákvæmlega 32 þingmenn á bakvið sig. Þannig að það var í skjóli aukamannsins sem Sjálfstæðisflokkurinn átti aldrei að fá sem þeir gátu myndað þessa ríkisstjórn,“ segir Ólafur. Alþingi hafi algerlega trassað að gera nauðsynlegar breytingar á kosningalögunum í ellefu ár. Það væri hins vegar óheppilegt að rjúka í þessar breytingar nú þegar örfáar vikur væru til kosninga og búið að birta framboðslista. Það er nokkurn veginn það sem Bjarni Benediktsson starfandi forsætisráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi á föstudag. Þetta hafi þó verið rætt á milli flokkanna. Bjarni Benediktsson starfandi forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm „Sú breyting hefur ekki verið samþykkt ennþá. Ég tel að það verði ólíklega afgreitt núna. Enda er oft mælt mjög gegn því að verið sé að gera breytingar svona skömmu fyrir kosningar,“ sagði Bjarni að loknum síðasta ríkisstjórnarfundi. Þótt stjórnarskrá hafi einmitt verið breytt á sínum tíma til að auðvelda þinginu að gera breytingar sem þessar. Samkæmt nýlegum könnunum gæti aukaþingmaðurinn fallið í skaut Samfylkingarinnar, Miðflokksins eða Viðreisnar í næstu kosningum, að sögn Ólafs. Í breytingum árið 1999 var jöfnunarþingmönnum fækkað úr 13 í 9 og það talið duga til að tryggja jöfnuð milli flokka. Síðan þá hefur flokkum í framboði hins vegar fjölgað mikið. Ólafur telur einfaldast að fjölga þeim aftur í 13 til að tryggja að flokkar fái fjölda þingmanna í samræmi við fylgi. Hann segir Viðreisn hafa lagt frumvarp í þessa átt en þar hafi einnig verið gert ráð fyrir jöfnun atkvæða á milli kjördæma. Þingið hafi hins vegar ekki sýnt þessu nokkurn áhuga. „Þannig að það má segja að þingið sé ekki að framkvæma þá skyldu sína að laga kosningalögin í samræmi við skýr markmið stjórnarskrárinnar,“ segir Ólafur Þ. Harðarson. Alþingi Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Tengdar fréttir Vill fjölga jöfnunarþingsætum sem Katrín segir til skoðunar Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, birti í morgun Facebook-færslu þar sem hann gagnrýnir að Alþingi ætli ekki að leiðrétta kosningalög og fjölga þar með jöfnunarþingsætum fyrir næstu Alþingiskosningar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að taka þurfi málið til skoðunar. 4. maí 2021 12:30 Bjarni vill minni kjördæmi út um landið Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir tíma til kominn að gerð verði grundvallarendurskoðun á kosningalöggjöfinni og kjördæmaskipan landsins. Hann segir óheppilegt að jöfnunarþingsæti kallist ekki á við fjölda flokka á þingi. 11. maí 2021 14:42 Segir óboðlegt að fresta jöfnun þingsæta sem samstaða ríki um Prófessor í stjórnmálafræði segir óboðlegt að fresta ráðstöfunum til að jafna þingsæti á milli flokka fram yfir kosningar. Forseti Alþingis segir svigrúm til þess að fjölga jöfnunarsætum en að málið sé bæði pólitískt og viðkvæmt. 10. maí 2021 11:28 „Kannski eru þjóðþing ekki rétti aðilinn til að setja kosningalög“ Frá Alþingiskosningum 2013 hefur það verið þannig að jöfnunarþingsæti hafa sett fylgi flokka úr jafnvægi við fjölda Alþingismanna sem hver flokkur fær á þingi og hefur þá einn flokkur fengið einum manni um of inn á þing miðað við fylgi á landsvísu. 5. ágúst 2021 08:28 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Ólafur Þ. Harðarson prófessor emeritus í stjórnmálafræði hefur ítrekað bent á allt frá alþingiskosningunum 2013 að gera þurfi breytingar á kosningalögum vegna þess að fjölgun stjórnmálaflokka virki þannig að einn flokkur hafi fengið einum þingmanni fleiri en atkvæðamagn hans segði til um. Þetta hafi gerst í fernum síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn hafi fengið aukamanninn 2013, 2017 og 2021 en Sjálfstæðisflokkurinn fengið aukaþingmann í kosningunum 2016. Ólafur Þ. Harðarson prófessor emeratus hefur ítrekað bent á allt frá árinu 2013, að leiðrétta þurfi skekkju í kosningalögum.Stöð 2/Einar „Og þessi aukamaður varð til þess þá að Sjálfstæðisflokkurinn gat myndað ríkisstjórn með Viðreisn og Bjartri framtíð. Sá meirihluti hafði nákvæmlega 32 þingmenn á bakvið sig. Þannig að það var í skjóli aukamannsins sem Sjálfstæðisflokkurinn átti aldrei að fá sem þeir gátu myndað þessa ríkisstjórn,“ segir Ólafur. Alþingi hafi algerlega trassað að gera nauðsynlegar breytingar á kosningalögunum í ellefu ár. Það væri hins vegar óheppilegt að rjúka í þessar breytingar nú þegar örfáar vikur væru til kosninga og búið að birta framboðslista. Það er nokkurn veginn það sem Bjarni Benediktsson starfandi forsætisráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi á föstudag. Þetta hafi þó verið rætt á milli flokkanna. Bjarni Benediktsson starfandi forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm „Sú breyting hefur ekki verið samþykkt ennþá. Ég tel að það verði ólíklega afgreitt núna. Enda er oft mælt mjög gegn því að verið sé að gera breytingar svona skömmu fyrir kosningar,“ sagði Bjarni að loknum síðasta ríkisstjórnarfundi. Þótt stjórnarskrá hafi einmitt verið breytt á sínum tíma til að auðvelda þinginu að gera breytingar sem þessar. Samkæmt nýlegum könnunum gæti aukaþingmaðurinn fallið í skaut Samfylkingarinnar, Miðflokksins eða Viðreisnar í næstu kosningum, að sögn Ólafs. Í breytingum árið 1999 var jöfnunarþingmönnum fækkað úr 13 í 9 og það talið duga til að tryggja jöfnuð milli flokka. Síðan þá hefur flokkum í framboði hins vegar fjölgað mikið. Ólafur telur einfaldast að fjölga þeim aftur í 13 til að tryggja að flokkar fái fjölda þingmanna í samræmi við fylgi. Hann segir Viðreisn hafa lagt frumvarp í þessa átt en þar hafi einnig verið gert ráð fyrir jöfnun atkvæða á milli kjördæma. Þingið hafi hins vegar ekki sýnt þessu nokkurn áhuga. „Þannig að það má segja að þingið sé ekki að framkvæma þá skyldu sína að laga kosningalögin í samræmi við skýr markmið stjórnarskrárinnar,“ segir Ólafur Þ. Harðarson.
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Tengdar fréttir Vill fjölga jöfnunarþingsætum sem Katrín segir til skoðunar Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, birti í morgun Facebook-færslu þar sem hann gagnrýnir að Alþingi ætli ekki að leiðrétta kosningalög og fjölga þar með jöfnunarþingsætum fyrir næstu Alþingiskosningar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að taka þurfi málið til skoðunar. 4. maí 2021 12:30 Bjarni vill minni kjördæmi út um landið Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir tíma til kominn að gerð verði grundvallarendurskoðun á kosningalöggjöfinni og kjördæmaskipan landsins. Hann segir óheppilegt að jöfnunarþingsæti kallist ekki á við fjölda flokka á þingi. 11. maí 2021 14:42 Segir óboðlegt að fresta jöfnun þingsæta sem samstaða ríki um Prófessor í stjórnmálafræði segir óboðlegt að fresta ráðstöfunum til að jafna þingsæti á milli flokka fram yfir kosningar. Forseti Alþingis segir svigrúm til þess að fjölga jöfnunarsætum en að málið sé bæði pólitískt og viðkvæmt. 10. maí 2021 11:28 „Kannski eru þjóðþing ekki rétti aðilinn til að setja kosningalög“ Frá Alþingiskosningum 2013 hefur það verið þannig að jöfnunarþingsæti hafa sett fylgi flokka úr jafnvægi við fjölda Alþingismanna sem hver flokkur fær á þingi og hefur þá einn flokkur fengið einum manni um of inn á þing miðað við fylgi á landsvísu. 5. ágúst 2021 08:28 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Vill fjölga jöfnunarþingsætum sem Katrín segir til skoðunar Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, birti í morgun Facebook-færslu þar sem hann gagnrýnir að Alþingi ætli ekki að leiðrétta kosningalög og fjölga þar með jöfnunarþingsætum fyrir næstu Alþingiskosningar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að taka þurfi málið til skoðunar. 4. maí 2021 12:30
Bjarni vill minni kjördæmi út um landið Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir tíma til kominn að gerð verði grundvallarendurskoðun á kosningalöggjöfinni og kjördæmaskipan landsins. Hann segir óheppilegt að jöfnunarþingsæti kallist ekki á við fjölda flokka á þingi. 11. maí 2021 14:42
Segir óboðlegt að fresta jöfnun þingsæta sem samstaða ríki um Prófessor í stjórnmálafræði segir óboðlegt að fresta ráðstöfunum til að jafna þingsæti á milli flokka fram yfir kosningar. Forseti Alþingis segir svigrúm til þess að fjölga jöfnunarsætum en að málið sé bæði pólitískt og viðkvæmt. 10. maí 2021 11:28
„Kannski eru þjóðþing ekki rétti aðilinn til að setja kosningalög“ Frá Alþingiskosningum 2013 hefur það verið þannig að jöfnunarþingsæti hafa sett fylgi flokka úr jafnvægi við fjölda Alþingismanna sem hver flokkur fær á þingi og hefur þá einn flokkur fengið einum manni um of inn á þing miðað við fylgi á landsvísu. 5. ágúst 2021 08:28