Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 4. nóvember 2024 13:30 Píratar hafa nú greint meintan útlendingavanda og telja það vera ferðamanninn sem sækir okkur heim. Erlendur ferðamaður sem ekur um landið, gistir á hótelum, borðar góðan mat og sækir afþreyingu sem í boði er á hverjum stað. Það er útlendingavandamálið holdi klætt. Þá vitum við það og Píratar vilja leggja aukinn skatt á greinina. Hvað kallast þá íslenskur ferðamaður sem ekur sama hring, borðar sama mat, gistir á hótelum og skoðar söfn? Mikilvægi ferðaþjónustu á landsbyggðinni Við höfum nokkrar meginstoðir undir efnahagslífi landsins, ein af meginstoðum þess er ferðaþjónusta. Ferðaþjónustan er ein af stærstu atvinnugreinum á Íslandi og mikilvægur drifkraftur hagvaxtar og aukinna lífsgæða. Sá mikli og stöðugi gjaldeyrisstraumur sem ferðaþjónustan skapar er mikilvægur litlu og opnu hagkerfi á borð við okkar. Hann styður við gengi krónunnar og stuðlar þannig að lægri verðbólgu en ella. Ferðaþjónusta hefur orðið ein helsta stoð atvinnulífs á landsbyggðinni og haft víðtæk áhrif á efnahag, samfélag og umhverfi. Í kjölfar aukinna ferðamanna hefur atvinnusköpun aukist, sérstaklega á sviði þjónustu, afþreyingar og gistiþjónustu, sem styrkir búsetuskilyrði á svæðum þar sem hefðbundin störf hafa dregist saman. Ferðaþjónustan hefur einnig hvatt til nýsköpunar og stuðlað að aukinni fjárfestingu, meðal annars í innviðum og samgöngumannvirkjum sem gagnast bæði íbúum og gestum. Því hefur ferðaþjónustan bætt búsetuskilyrði um allt land og verið góð viðbót í dreifðum byggðum landsins. Ferðaþjónustan byggir á sögu okkar og menningu. Við uppbyggingu ferðaþjónustu hefur aukist framboð af þjónustu og afþreyingu fyrir íbúa svæða og er því um að ræða mikið byggðamál. Lítil og meðalstór fyrirtæki í eigu heimafólks á hverjum stað skila ábata inn í samfélögin og skapa grundvöll til frekari uppbyggingar þjónustu og annarrar starfsemi á svæðinu. Standa við skatta og skyldur Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki, bæði lítil og stór, greiða skatta og skyldur líkt og önnur fyrirtæki. Greiddur er virðisaukaskattur af ferðaþjónustu, líka af rútuferðum og því ekki rétt að halda fram að atvinnugreinin skili ekki arði inn í þjóðarbúið og það þurfi sérstaklega að huga að auknum álögum á greinina. Hærri skattur þýðir hærra gjald fyrir þjónustuna sem skilar sér í hærri verðbólgu. Auðlindin er viðkvæm Við getum þó verið sammála um að mikil umferð ferðamanna getur valdið álagi á innviði og náttúru landsins. Á viðkvæmum svæðum geta skaðleg áhrif ferðaþjónustu verið áberandi, meðal annars vegna slits á gönguleiðum en einnig með auknum ágangi á dýralíf og vistkerfi. Íslendingar eru líka á ferð um landið til að njóta og nýta. Til að hámarka ávinning ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni er mikilvægt að stýra uppbyggingu hennar með sjálfbærni og velferð íbúa að leiðarljósi, ásamt því að verja náttúruauðlindir og menningarverðmæti. Með góðu skipulagi getur ferðaþjónustan áfram verið drifkraftur atvinnu,- og menningarlífs um allt land. Höfundur er þingmaður og í framboði fyrir Framsókn í NV. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ferðamennska á Íslandi Innflytjendamál Byggðamál Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Píratar hafa nú greint meintan útlendingavanda og telja það vera ferðamanninn sem sækir okkur heim. Erlendur ferðamaður sem ekur um landið, gistir á hótelum, borðar góðan mat og sækir afþreyingu sem í boði er á hverjum stað. Það er útlendingavandamálið holdi klætt. Þá vitum við það og Píratar vilja leggja aukinn skatt á greinina. Hvað kallast þá íslenskur ferðamaður sem ekur sama hring, borðar sama mat, gistir á hótelum og skoðar söfn? Mikilvægi ferðaþjónustu á landsbyggðinni Við höfum nokkrar meginstoðir undir efnahagslífi landsins, ein af meginstoðum þess er ferðaþjónusta. Ferðaþjónustan er ein af stærstu atvinnugreinum á Íslandi og mikilvægur drifkraftur hagvaxtar og aukinna lífsgæða. Sá mikli og stöðugi gjaldeyrisstraumur sem ferðaþjónustan skapar er mikilvægur litlu og opnu hagkerfi á borð við okkar. Hann styður við gengi krónunnar og stuðlar þannig að lægri verðbólgu en ella. Ferðaþjónusta hefur orðið ein helsta stoð atvinnulífs á landsbyggðinni og haft víðtæk áhrif á efnahag, samfélag og umhverfi. Í kjölfar aukinna ferðamanna hefur atvinnusköpun aukist, sérstaklega á sviði þjónustu, afþreyingar og gistiþjónustu, sem styrkir búsetuskilyrði á svæðum þar sem hefðbundin störf hafa dregist saman. Ferðaþjónustan hefur einnig hvatt til nýsköpunar og stuðlað að aukinni fjárfestingu, meðal annars í innviðum og samgöngumannvirkjum sem gagnast bæði íbúum og gestum. Því hefur ferðaþjónustan bætt búsetuskilyrði um allt land og verið góð viðbót í dreifðum byggðum landsins. Ferðaþjónustan byggir á sögu okkar og menningu. Við uppbyggingu ferðaþjónustu hefur aukist framboð af þjónustu og afþreyingu fyrir íbúa svæða og er því um að ræða mikið byggðamál. Lítil og meðalstór fyrirtæki í eigu heimafólks á hverjum stað skila ábata inn í samfélögin og skapa grundvöll til frekari uppbyggingar þjónustu og annarrar starfsemi á svæðinu. Standa við skatta og skyldur Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki, bæði lítil og stór, greiða skatta og skyldur líkt og önnur fyrirtæki. Greiddur er virðisaukaskattur af ferðaþjónustu, líka af rútuferðum og því ekki rétt að halda fram að atvinnugreinin skili ekki arði inn í þjóðarbúið og það þurfi sérstaklega að huga að auknum álögum á greinina. Hærri skattur þýðir hærra gjald fyrir þjónustuna sem skilar sér í hærri verðbólgu. Auðlindin er viðkvæm Við getum þó verið sammála um að mikil umferð ferðamanna getur valdið álagi á innviði og náttúru landsins. Á viðkvæmum svæðum geta skaðleg áhrif ferðaþjónustu verið áberandi, meðal annars vegna slits á gönguleiðum en einnig með auknum ágangi á dýralíf og vistkerfi. Íslendingar eru líka á ferð um landið til að njóta og nýta. Til að hámarka ávinning ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni er mikilvægt að stýra uppbyggingu hennar með sjálfbærni og velferð íbúa að leiðarljósi, ásamt því að verja náttúruauðlindir og menningarverðmæti. Með góðu skipulagi getur ferðaþjónustan áfram verið drifkraftur atvinnu,- og menningarlífs um allt land. Höfundur er þingmaður og í framboði fyrir Framsókn í NV.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun