„Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. nóvember 2024 12:58 Þessi leikskólabörn mættu ekki á leikskólann í dag vegna verkfalla, þess í stað mættu þau á borgarstjórnarfund í fylgd með foreldrum. Vísir/Anton Brink Foreldrar leikskólabarna sem þurfa að vera heima vegna kennaraverkfalla fjölmenntu í Ráðhús Reykjavíkur þar sem borgarstjórnarfundur hófst klukkan tólf í dag. Nokkur hópur foreldra auk barna, einkum af leikskólanum Drafnarsteini í Reykjavík, var saman kominn í Ráðhúsinu fyrir fundinn og létu í sér heyra og börnin sungu fyrir borgarfulltrúa. Foreldrar sem fréttastofa ræddi við á vettvangi gerðu margir athugasemdir við aðferðarfræðina við ákvörðun verkfallanna, það sé aðeins lítill hópur barna sem ekki fái að fara í skólann eða leikskólann, á meðan flest börn í öðrum skólum landsins geti áfram farið í skólann. Líkt og kunnugt er nær verkfallið sem stendur aðeins til alls níu skóla um landið á öllum skólastigum. Börnin tóku nokkur lög af áhorfendapöllunum við upphaf borgarstjórnarfundar í Ráðhúsinu í dag.Vísir/Anton Brink Það var mikið fjör á ganginum fyrir framan fundarsalinn áður en fundur hófst.Vísir/Anton Brink „Við höfum upplifað okkur máttlaus í þessari baráttu þar sem þetta eru fjórir leikskólar af 270 sem verða bara fyrir miklu áfalli í rauninni,“ segir Salka Sól Eyfeld sem er ein þeirra foreldra leikskólabarna sem eru heima í verkfalli. Verkfallið komi misilla niður á fjölskyldum en staðan sé erfið fyrir marga. „Við erum í ágætri stöðu mín fjölskylda en það er fullt af fjölskyldum sem eru það ekki. Okkur hefur bara fundist eins og það sé ekki nógu mikil umræða um þetta. Nú eru læknar líka í kjaradeilu, þannig að þetta fær nánast ekki pláss í fréttum lengur og ég er að hitta fólk sem er með börn á svipuðum aldri og ég sem veit ekki einu sinni af því að það séu verkföll í gangi,“ segir Salka. Það var líf og fjör í Ráðhúsinu.Vísir/Anton Brink „Við finnum svo harkalega fyrir þessu. Bæði við sem fjölskylda og börnin okkar. Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar að missa úr leikskóla og óvissan með þetta. Þetta er ótímabundið verkfall og við bara sjáum ekki fram á að það sé eitthvað að gerast í kjaradeilunni. Okkur finnst það leiðinlegt,“ segir Salka. Hlaupið og leikið um gangana.Vísir/Anton Brink Hópurinn kom saman í anddyri Ráðhússins.Vísir/Anton Brink Leikskólar Reykjavík Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Foreldrar sem fréttastofa ræddi við á vettvangi gerðu margir athugasemdir við aðferðarfræðina við ákvörðun verkfallanna, það sé aðeins lítill hópur barna sem ekki fái að fara í skólann eða leikskólann, á meðan flest börn í öðrum skólum landsins geti áfram farið í skólann. Líkt og kunnugt er nær verkfallið sem stendur aðeins til alls níu skóla um landið á öllum skólastigum. Börnin tóku nokkur lög af áhorfendapöllunum við upphaf borgarstjórnarfundar í Ráðhúsinu í dag.Vísir/Anton Brink Það var mikið fjör á ganginum fyrir framan fundarsalinn áður en fundur hófst.Vísir/Anton Brink „Við höfum upplifað okkur máttlaus í þessari baráttu þar sem þetta eru fjórir leikskólar af 270 sem verða bara fyrir miklu áfalli í rauninni,“ segir Salka Sól Eyfeld sem er ein þeirra foreldra leikskólabarna sem eru heima í verkfalli. Verkfallið komi misilla niður á fjölskyldum en staðan sé erfið fyrir marga. „Við erum í ágætri stöðu mín fjölskylda en það er fullt af fjölskyldum sem eru það ekki. Okkur hefur bara fundist eins og það sé ekki nógu mikil umræða um þetta. Nú eru læknar líka í kjaradeilu, þannig að þetta fær nánast ekki pláss í fréttum lengur og ég er að hitta fólk sem er með börn á svipuðum aldri og ég sem veit ekki einu sinni af því að það séu verkföll í gangi,“ segir Salka. Það var líf og fjör í Ráðhúsinu.Vísir/Anton Brink „Við finnum svo harkalega fyrir þessu. Bæði við sem fjölskylda og börnin okkar. Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar að missa úr leikskóla og óvissan með þetta. Þetta er ótímabundið verkfall og við bara sjáum ekki fram á að það sé eitthvað að gerast í kjaradeilunni. Okkur finnst það leiðinlegt,“ segir Salka. Hlaupið og leikið um gangana.Vísir/Anton Brink Hópurinn kom saman í anddyri Ráðhússins.Vísir/Anton Brink
Leikskólar Reykjavík Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira