Snorri missir ekki svefn, ennþá Valur Páll Eiríksson skrifar 6. nóvember 2024 14:31 Snorri Steinn Guðjónsson segir hvern einasta landsliðsglugga mikilvægan, sér í lagi þegar stutt er í stórmót. VÍSIR/VILHELM Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, fagnar því að fá fágætan landsliðsglugga til að fara yfir málin með strákunum okkar. Hann hlakkar til leiks kvöldsins við Bosníu í Laugardalshöll. Þrjár breytingar þurfti að gera á leikmannahópi Íslands skömmu fyrir verkefnið þar sem þeir Aron Pálmarsson, Elliði Snær Viðarsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson neyddust til að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. Snorri Steinn segir viðbúið að meiðsli geri vart við sig vegna álags. Klippa: Snorri missir ekki svefn „Þetta eru strákar sem eru allir að spila í erfiðum deildum og í Evrópukeppnum. Meiðsli eru bara hluti af þessu. Maður er ekkert mikið að velta þessu fyrir sér, við erum með fínt lið í höndunum og þetta truflar okkur ekkert það mikið að það raski svefni mínum. Ekki ennþá,“ segir Snorri Steinn. Hópurinn sé ekki slakur þrátt fyrir örlítil skakkaföll hér og þar. „Hópurinn er ekkert veikur en það veikir alltaf þegar menn detta út og breytir einhverjum plönum. Maður er fljótur að hrista það af sér og farinn að hugsa um það sem þú ert með í höndunum. Ég er bara brattur fyrir þessum leikjum,“ segir Snorri Steinn. Snorri Steinn fagnar því þá að fá tíma með drengjunum og leikirnir fram undan við Bosníu í kvöld og Georgíu ytra á sunnudag leggjast vel í hann. „Þetta er tvíþætt, við erum að koma okkur inn á næsta stórmót, og svo erum við að hefja undirbúning fyrir HM í janúar. Við þurfum að nýta allan þann tíma sem við fáum gríðarlega vel,“ segir Snorri Steinn en Grikkland er þriðja liðið í riðli Íslands. Riðlakeppnin hefst í kvöld og klárast í maí. „Það er smá hausverkur að rýna í Bosníu, þeir eru með smá breytt lið og nýjan þjálfara frá því í EM í janúar, og einhver ný nöfn sem við þekkjum ekki eins vel og annað. En á meðan við erum einbeittir, gerum okkar hluti vel og af krafti, líður mér vel með þennan leik,“ segir Snorri Steinn. Glugginn sé þá mikilvægur þar sem stutt er í HM í janúar. „Þú þarft að nýta þetta vel, gera hlutina vel. Það er alltaf betra að fara úr glugga með góða tilfinningu heldur en hitt. Það er stutt í janúar. Við vorum auðvitað ekki á Ólympíuleikunum í sumar og misstum þar af stórum glugga til að drilla okkur og verða betri. Það þýðir heldur ekkert að leggjast á koddann út af því. Þetta er bara staðan, við gerum gott úr hlutunum,“ segir Snorri Steinn. Ísland og Bosnía mætast klukkan 19:30 í Laugardalshöll í kvöld. Leiknum verður lýst beint á Vísi. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
Þrjár breytingar þurfti að gera á leikmannahópi Íslands skömmu fyrir verkefnið þar sem þeir Aron Pálmarsson, Elliði Snær Viðarsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson neyddust til að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. Snorri Steinn segir viðbúið að meiðsli geri vart við sig vegna álags. Klippa: Snorri missir ekki svefn „Þetta eru strákar sem eru allir að spila í erfiðum deildum og í Evrópukeppnum. Meiðsli eru bara hluti af þessu. Maður er ekkert mikið að velta þessu fyrir sér, við erum með fínt lið í höndunum og þetta truflar okkur ekkert það mikið að það raski svefni mínum. Ekki ennþá,“ segir Snorri Steinn. Hópurinn sé ekki slakur þrátt fyrir örlítil skakkaföll hér og þar. „Hópurinn er ekkert veikur en það veikir alltaf þegar menn detta út og breytir einhverjum plönum. Maður er fljótur að hrista það af sér og farinn að hugsa um það sem þú ert með í höndunum. Ég er bara brattur fyrir þessum leikjum,“ segir Snorri Steinn. Snorri Steinn fagnar því þá að fá tíma með drengjunum og leikirnir fram undan við Bosníu í kvöld og Georgíu ytra á sunnudag leggjast vel í hann. „Þetta er tvíþætt, við erum að koma okkur inn á næsta stórmót, og svo erum við að hefja undirbúning fyrir HM í janúar. Við þurfum að nýta allan þann tíma sem við fáum gríðarlega vel,“ segir Snorri Steinn en Grikkland er þriðja liðið í riðli Íslands. Riðlakeppnin hefst í kvöld og klárast í maí. „Það er smá hausverkur að rýna í Bosníu, þeir eru með smá breytt lið og nýjan þjálfara frá því í EM í janúar, og einhver ný nöfn sem við þekkjum ekki eins vel og annað. En á meðan við erum einbeittir, gerum okkar hluti vel og af krafti, líður mér vel með þennan leik,“ segir Snorri Steinn. Glugginn sé þá mikilvægur þar sem stutt er í HM í janúar. „Þú þarft að nýta þetta vel, gera hlutina vel. Það er alltaf betra að fara úr glugga með góða tilfinningu heldur en hitt. Það er stutt í janúar. Við vorum auðvitað ekki á Ólympíuleikunum í sumar og misstum þar af stórum glugga til að drilla okkur og verða betri. Það þýðir heldur ekkert að leggjast á koddann út af því. Þetta er bara staðan, við gerum gott úr hlutunum,“ segir Snorri Steinn. Ísland og Bosnía mætast klukkan 19:30 í Laugardalshöll í kvöld. Leiknum verður lýst beint á Vísi.
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira