Snorri missir ekki svefn, ennþá Valur Páll Eiríksson skrifar 6. nóvember 2024 14:31 Snorri Steinn Guðjónsson segir hvern einasta landsliðsglugga mikilvægan, sér í lagi þegar stutt er í stórmót. VÍSIR/VILHELM Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, fagnar því að fá fágætan landsliðsglugga til að fara yfir málin með strákunum okkar. Hann hlakkar til leiks kvöldsins við Bosníu í Laugardalshöll. Þrjár breytingar þurfti að gera á leikmannahópi Íslands skömmu fyrir verkefnið þar sem þeir Aron Pálmarsson, Elliði Snær Viðarsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson neyddust til að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. Snorri Steinn segir viðbúið að meiðsli geri vart við sig vegna álags. Klippa: Snorri missir ekki svefn „Þetta eru strákar sem eru allir að spila í erfiðum deildum og í Evrópukeppnum. Meiðsli eru bara hluti af þessu. Maður er ekkert mikið að velta þessu fyrir sér, við erum með fínt lið í höndunum og þetta truflar okkur ekkert það mikið að það raski svefni mínum. Ekki ennþá,“ segir Snorri Steinn. Hópurinn sé ekki slakur þrátt fyrir örlítil skakkaföll hér og þar. „Hópurinn er ekkert veikur en það veikir alltaf þegar menn detta út og breytir einhverjum plönum. Maður er fljótur að hrista það af sér og farinn að hugsa um það sem þú ert með í höndunum. Ég er bara brattur fyrir þessum leikjum,“ segir Snorri Steinn. Snorri Steinn fagnar því þá að fá tíma með drengjunum og leikirnir fram undan við Bosníu í kvöld og Georgíu ytra á sunnudag leggjast vel í hann. „Þetta er tvíþætt, við erum að koma okkur inn á næsta stórmót, og svo erum við að hefja undirbúning fyrir HM í janúar. Við þurfum að nýta allan þann tíma sem við fáum gríðarlega vel,“ segir Snorri Steinn en Grikkland er þriðja liðið í riðli Íslands. Riðlakeppnin hefst í kvöld og klárast í maí. „Það er smá hausverkur að rýna í Bosníu, þeir eru með smá breytt lið og nýjan þjálfara frá því í EM í janúar, og einhver ný nöfn sem við þekkjum ekki eins vel og annað. En á meðan við erum einbeittir, gerum okkar hluti vel og af krafti, líður mér vel með þennan leik,“ segir Snorri Steinn. Glugginn sé þá mikilvægur þar sem stutt er í HM í janúar. „Þú þarft að nýta þetta vel, gera hlutina vel. Það er alltaf betra að fara úr glugga með góða tilfinningu heldur en hitt. Það er stutt í janúar. Við vorum auðvitað ekki á Ólympíuleikunum í sumar og misstum þar af stórum glugga til að drilla okkur og verða betri. Það þýðir heldur ekkert að leggjast á koddann út af því. Þetta er bara staðan, við gerum gott úr hlutunum,“ segir Snorri Steinn. Ísland og Bosnía mætast klukkan 19:30 í Laugardalshöll í kvöld. Leiknum verður lýst beint á Vísi. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira
Þrjár breytingar þurfti að gera á leikmannahópi Íslands skömmu fyrir verkefnið þar sem þeir Aron Pálmarsson, Elliði Snær Viðarsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson neyddust til að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. Snorri Steinn segir viðbúið að meiðsli geri vart við sig vegna álags. Klippa: Snorri missir ekki svefn „Þetta eru strákar sem eru allir að spila í erfiðum deildum og í Evrópukeppnum. Meiðsli eru bara hluti af þessu. Maður er ekkert mikið að velta þessu fyrir sér, við erum með fínt lið í höndunum og þetta truflar okkur ekkert það mikið að það raski svefni mínum. Ekki ennþá,“ segir Snorri Steinn. Hópurinn sé ekki slakur þrátt fyrir örlítil skakkaföll hér og þar. „Hópurinn er ekkert veikur en það veikir alltaf þegar menn detta út og breytir einhverjum plönum. Maður er fljótur að hrista það af sér og farinn að hugsa um það sem þú ert með í höndunum. Ég er bara brattur fyrir þessum leikjum,“ segir Snorri Steinn. Snorri Steinn fagnar því þá að fá tíma með drengjunum og leikirnir fram undan við Bosníu í kvöld og Georgíu ytra á sunnudag leggjast vel í hann. „Þetta er tvíþætt, við erum að koma okkur inn á næsta stórmót, og svo erum við að hefja undirbúning fyrir HM í janúar. Við þurfum að nýta allan þann tíma sem við fáum gríðarlega vel,“ segir Snorri Steinn en Grikkland er þriðja liðið í riðli Íslands. Riðlakeppnin hefst í kvöld og klárast í maí. „Það er smá hausverkur að rýna í Bosníu, þeir eru með smá breytt lið og nýjan þjálfara frá því í EM í janúar, og einhver ný nöfn sem við þekkjum ekki eins vel og annað. En á meðan við erum einbeittir, gerum okkar hluti vel og af krafti, líður mér vel með þennan leik,“ segir Snorri Steinn. Glugginn sé þá mikilvægur þar sem stutt er í HM í janúar. „Þú þarft að nýta þetta vel, gera hlutina vel. Það er alltaf betra að fara úr glugga með góða tilfinningu heldur en hitt. Það er stutt í janúar. Við vorum auðvitað ekki á Ólympíuleikunum í sumar og misstum þar af stórum glugga til að drilla okkur og verða betri. Það þýðir heldur ekkert að leggjast á koddann út af því. Þetta er bara staðan, við gerum gott úr hlutunum,“ segir Snorri Steinn. Ísland og Bosnía mætast klukkan 19:30 í Laugardalshöll í kvöld. Leiknum verður lýst beint á Vísi.
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira