„Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Lovísa Arnardóttir skrifar 6. nóvember 2024 20:41 Í ályktun baráttufundarins segir að samstaðan sé alger. Vísir/Anton Brink Baráttufundur Kennarasambands Íslands krefst þess að íslensk stjórnvöld standi við gerða samninga og tryggi að laun félagsfólks Kennarasambandsins standist samanburð við laun sérfræðinga á almennum markaði. Þetta kemur fram í ályktun frá Kennarasambandinu í kjölfar baráttufundar sambandsins í Háskólabíó í kvöld. „Félagsfólk Kennarasambands Íslands í leik-, grunn- og tónlistarskólum hefur verið samningslaust í fimm mánuði og félagsfólk í framhaldsskólum í sjö mánuði. Verkföll hófust víða um land í lok október og ná þau til allra skólastiga og skólagerða með tilheyrandi áhrifum á þúsundir einstaklinga. Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna í kjaradeilunni og tekur eindregið undir áhyggjur foreldra og nemenda af stöðu mála,“ segir í ályktun fundarins. Magnús Þór Jónsson formaður sambandsins segir félaga tilbúna í langvinna baráttu.Vísir/Anton Brink Þar segir svo að haustið 2016 hafi verið gert samkomulag milli opinberra launagreiðenda og bandalaga stéttarfélaga um breytingar á skipan lífeyrismála. Ári síðar höfðu lífeyrisréttindi launþega á almennum og opinberum vinnumarkaði verið jöfnuð. Alger samstaða Sama samkomulag kveði á um jöfnun launa á milli markaða og að sú jöfnun hafi átt að taka sex til tíu ár. Samstarfi um útfærslu jöfnunar launa hafi ekki borið árangur og því hafi aðildarfélög Kennarasambandsins sammælst um það markmið að kjarasamningar allra aðildarfélaga feli í sér skuldbindingu viðsemjenda um hvernig verður staðið við samkomulagið um jöfnun launa á næstu árum. „ Átta ár eru langur tími. Kennarar krefjast sambærilegra launa og aðrir háskólamenntaðir sérfræðingar á atvinnumarkaði. Ómálefnalegur launamunur milli markaða hefur haft alvarlegar afleiðingar á íslenskt skólakerfi. Það sárvantar kennara. Löngu er orðið tímabært að bregðast við stöðunni með því að jafna launin og fjárfesta þannig í skólakerfinu og framtíðinni um leið,“ segir í ályktuninni. Mikill hugur var í kennurum á baráttufundi í Háskólabíó í kvöld.Vísir/Anton Brink Þá segir að lokum að aðildarfélög sambandsins hafi aldrei staðið eins þétt saman. Það sé alger samstaða um verkefnið og félagsfólk tilbúið í langvinna baráttu. „Þær kröfur eru ekki aðeins réttlátar og eðlilegar heldur hvílir allur okkar lýðræðislegi grunnur á því að stjórnvöld standi við gerða samninga.“ Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga segir í yfirlýsingu umboð samninganefndar þeirra til kjaraviðræðna við Kennarasamband Íslands skýrt. Þá lýsir stjórnin yfir fullu trausti til samninganefndarinnar. Þetta segir í tilkynningu frá Sambandinu og er vísað í umræðu í fjölmiðlum. 6. nóvember 2024 16:54 Baráttufundur en enginn samningafundur Lítið þokast í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga og ríkisins. Enginn samningafundur hefur verið boðaður í deilunni og óvíst hvenær næst verður fundað 6. nóvember 2024 14:57 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sjá meira
„Félagsfólk Kennarasambands Íslands í leik-, grunn- og tónlistarskólum hefur verið samningslaust í fimm mánuði og félagsfólk í framhaldsskólum í sjö mánuði. Verkföll hófust víða um land í lok október og ná þau til allra skólastiga og skólagerða með tilheyrandi áhrifum á þúsundir einstaklinga. Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna í kjaradeilunni og tekur eindregið undir áhyggjur foreldra og nemenda af stöðu mála,“ segir í ályktun fundarins. Magnús Þór Jónsson formaður sambandsins segir félaga tilbúna í langvinna baráttu.Vísir/Anton Brink Þar segir svo að haustið 2016 hafi verið gert samkomulag milli opinberra launagreiðenda og bandalaga stéttarfélaga um breytingar á skipan lífeyrismála. Ári síðar höfðu lífeyrisréttindi launþega á almennum og opinberum vinnumarkaði verið jöfnuð. Alger samstaða Sama samkomulag kveði á um jöfnun launa á milli markaða og að sú jöfnun hafi átt að taka sex til tíu ár. Samstarfi um útfærslu jöfnunar launa hafi ekki borið árangur og því hafi aðildarfélög Kennarasambandsins sammælst um það markmið að kjarasamningar allra aðildarfélaga feli í sér skuldbindingu viðsemjenda um hvernig verður staðið við samkomulagið um jöfnun launa á næstu árum. „ Átta ár eru langur tími. Kennarar krefjast sambærilegra launa og aðrir háskólamenntaðir sérfræðingar á atvinnumarkaði. Ómálefnalegur launamunur milli markaða hefur haft alvarlegar afleiðingar á íslenskt skólakerfi. Það sárvantar kennara. Löngu er orðið tímabært að bregðast við stöðunni með því að jafna launin og fjárfesta þannig í skólakerfinu og framtíðinni um leið,“ segir í ályktuninni. Mikill hugur var í kennurum á baráttufundi í Háskólabíó í kvöld.Vísir/Anton Brink Þá segir að lokum að aðildarfélög sambandsins hafi aldrei staðið eins þétt saman. Það sé alger samstaða um verkefnið og félagsfólk tilbúið í langvinna baráttu. „Þær kröfur eru ekki aðeins réttlátar og eðlilegar heldur hvílir allur okkar lýðræðislegi grunnur á því að stjórnvöld standi við gerða samninga.“
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga segir í yfirlýsingu umboð samninganefndar þeirra til kjaraviðræðna við Kennarasamband Íslands skýrt. Þá lýsir stjórnin yfir fullu trausti til samninganefndarinnar. Þetta segir í tilkynningu frá Sambandinu og er vísað í umræðu í fjölmiðlum. 6. nóvember 2024 16:54 Baráttufundur en enginn samningafundur Lítið þokast í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga og ríkisins. Enginn samningafundur hefur verið boðaður í deilunni og óvíst hvenær næst verður fundað 6. nóvember 2024 14:57 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sjá meira
Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga segir í yfirlýsingu umboð samninganefndar þeirra til kjaraviðræðna við Kennarasamband Íslands skýrt. Þá lýsir stjórnin yfir fullu trausti til samninganefndarinnar. Þetta segir í tilkynningu frá Sambandinu og er vísað í umræðu í fjölmiðlum. 6. nóvember 2024 16:54
Baráttufundur en enginn samningafundur Lítið þokast í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga og ríkisins. Enginn samningafundur hefur verið boðaður í deilunni og óvíst hvenær næst verður fundað 6. nóvember 2024 14:57