Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. nóvember 2024 23:16 Laugavegshlaupið er ómissandi hluti af hlaupasumri margra. vísir Kona, sem hafði skráð sig í Laugavegshlaupið svokallaða, en forfallast vegna rifbeins- og upphaldleggsbrot, fær enga endurgreiðslu frá skipuleggjendum. Þetta er niðurstaða kærunefndar vöru og þjónustukaupa sem kvað upp úrskurð í vikunni. Laugavegshlaupið er ekki nafngreint en af dagsetningu má ráða að umrætt hlaup sé hið 55 kílómetra langa hlaup frá Landmannalaugum til Þórsmerkur. Í úrskurðinum kemur fram að konan hafi skráð sig í hlaupið þann 6. nóvember 2023 í hlaupið sem fara átti fram 13. júlí ári síðar. Greiddi hún 51 þúsund krónur fyrir, en innifalið í gjaldinu er hlaupanúmer, tímatökuflaga, drykkjarstöðvar í hlaupi, öryggisvarsla, móttaka í marki auk merktrar hlaupapeysu. Undirbúningurinn gekk ekki betur en svo að konan upphandleggs- og rifbeinsbrotnaði í lok júní og gat því ekki tekið þátt. Bað hún mótshaldara um að koma til móts við sig en því var hafnað. Samkvæmt skilmálum mótsins fæst nefnilega engin endurgreiðsla á þátttökugjaldi eftir 1. mars. Þetta taldi konan ósanngjarnt og leitaði til úrskurðarnefndarinnar. Taldi hún skilmálana ósanngjarna og í ósamræmi við venju í almenningshlaupum þar sem hlaupurum væri ýmist gefið færi á endurgreiðslu eða nafnabreytingu. Hún krafðist þess að fá endurgreitt eða að fá að nýta skráninguna fyrir sama hlaup á næsta ári. Þá krafðist hún þess að skilmálum yrði breytt í þágu neytenda. Skipuleggjendur, Íþróttabandalag Reykjavíkur, sögðu skilmálabreytingu myndu hafa verulegt tekjutap í för með sér, nafnabreyting væri ekki leyfð af öryggisástæðum, meðal annars vegna ákveðinnar stigasöfnunar keppenda. Niðurstaða nefndarinnar var einföld. Konan hafði samþykkt fyrrgreinda skilmála um endurgreiðslu og skýran tímaramma. Ekki væri séð að samningur aðilia væri ósanngjarn eð stríði gegn góðum viðskiptaháttum og var kröfu konunnar því hafnað. Hér fyrir neðan má horfa á heimildarmyndina Laugavegurinn eftir Garp I. Elísabetarson. Myndin fjallar um Laugavegshlaupið og þar er hlaupurunum Þorsteini Roy Jóhannssyn og Andreu Kolbeinsdóttur fylgt eftir. Laugavegshlaupið Hlaup Neytendur Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Þetta er niðurstaða kærunefndar vöru og þjónustukaupa sem kvað upp úrskurð í vikunni. Laugavegshlaupið er ekki nafngreint en af dagsetningu má ráða að umrætt hlaup sé hið 55 kílómetra langa hlaup frá Landmannalaugum til Þórsmerkur. Í úrskurðinum kemur fram að konan hafi skráð sig í hlaupið þann 6. nóvember 2023 í hlaupið sem fara átti fram 13. júlí ári síðar. Greiddi hún 51 þúsund krónur fyrir, en innifalið í gjaldinu er hlaupanúmer, tímatökuflaga, drykkjarstöðvar í hlaupi, öryggisvarsla, móttaka í marki auk merktrar hlaupapeysu. Undirbúningurinn gekk ekki betur en svo að konan upphandleggs- og rifbeinsbrotnaði í lok júní og gat því ekki tekið þátt. Bað hún mótshaldara um að koma til móts við sig en því var hafnað. Samkvæmt skilmálum mótsins fæst nefnilega engin endurgreiðsla á þátttökugjaldi eftir 1. mars. Þetta taldi konan ósanngjarnt og leitaði til úrskurðarnefndarinnar. Taldi hún skilmálana ósanngjarna og í ósamræmi við venju í almenningshlaupum þar sem hlaupurum væri ýmist gefið færi á endurgreiðslu eða nafnabreytingu. Hún krafðist þess að fá endurgreitt eða að fá að nýta skráninguna fyrir sama hlaup á næsta ári. Þá krafðist hún þess að skilmálum yrði breytt í þágu neytenda. Skipuleggjendur, Íþróttabandalag Reykjavíkur, sögðu skilmálabreytingu myndu hafa verulegt tekjutap í för með sér, nafnabreyting væri ekki leyfð af öryggisástæðum, meðal annars vegna ákveðinnar stigasöfnunar keppenda. Niðurstaða nefndarinnar var einföld. Konan hafði samþykkt fyrrgreinda skilmála um endurgreiðslu og skýran tímaramma. Ekki væri séð að samningur aðilia væri ósanngjarn eð stríði gegn góðum viðskiptaháttum og var kröfu konunnar því hafnað. Hér fyrir neðan má horfa á heimildarmyndina Laugavegurinn eftir Garp I. Elísabetarson. Myndin fjallar um Laugavegshlaupið og þar er hlaupurunum Þorsteini Roy Jóhannssyn og Andreu Kolbeinsdóttur fylgt eftir.
Laugavegshlaupið Hlaup Neytendur Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira