„Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Sindri Sverrisson skrifar 12. nóvember 2024 11:33 DeAndre Kane kostaði Grindavík 35.000 krónur með hegðun sinni í hálfleik gegn Hetti í síðasta mánuði. vísir/Anton Formaður Körfuknattleikssambands Íslands óttast ekki fjölgun mála á borð við það sem körfuknattleiksdeild Grindavíkur var dæmd fyrir, vegna hegðunar DeAndre Kane í hálfleik gegn Hetti í Bónus-deildinni, þrátt fyrir lága sekt. Kane fór inn á upphitunarsvæði Hattar í hálfleik og ýtti harkalega í andlit Courvoisier McCauley, leikmanns Hattar. Dómarar voru ekki viðstaddir og gat Kane klárað leikinn án vandkvæða, en framkvæmdastjóri KKÍ kærði hegðun hans til aga- og úrskurðarnefndar sambandsins. Aganefndin kvað svo upp sinn úrskurð 8. nóvember, rúmum þremur vikum eftir leikinn, og sektaði Grindvíkinga um 35.000 krónur. Aðspurð hvort að þetta sé eðlilegur málsmeðferðartími bendir Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, formaður KKÍ, á að málið eigi sér enga hliðstæðu: „Aganefnd getur alveg tekið sinn tíma í vinnuna. Hún er sér á báti, algjörlega óháð okkur og við skiptum okkur ekkert af henni. Þetta mál er nýtt af nálinni. Við höfum ekki oft kært vegna mála sem gætu „skaðað ímynd körfuboltans“ og þetta tilvik er mjög óvenjulegt. Sem betur fer höfum við ekki verið mikið að kljást við það að leikmenn fari inn á upphitunarsvæði andstæðingsins. Þetta er í öllu falli mjög sérkennilegt,“ segir Guðbjörg. Það er í höndum framkvæmdastjóra KKÍ að taka ákvörðun um hvort svona tilvik, hegðun sem gæti skaðað ímynd íþróttarinnar, séu kærð til aga- og úrskurðarnefndar. Nú er niðurstaðan ljós en eflaust setja einhverjir spurningamerki við sektarupphæðina, sem er aðeins 35.000 krónur. Nefndin segir í rökstuðningi sínum að hún telji háttsemi Kane ekki jafn líklega til að skaða ímynd körfuboltans eins og mál þar sem „vegið er af ásetningi eða gáleysi að heiðri hreyfingarinnar með ummælum“. Því geti sektin núna ekki verið hærri en fyrir slík ummæli. Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir er formaður KKÍ.kki.is En hefur svona refsing einhver áhrif, þegar sektin er svona lág? „Nefndin kemst að þessari niðurstöðu. Það sem mér finnst best í þessu er að það er viðurkennt að þetta er ekki í lagi. Mér finnst það vera útgangspunkturinn. Þarna kom upp atvik, sem gerist sem betur fer nánast aldrei, og það var viðurkennt að svona gerum við ekki, burtséð frá því hvað sektin var há. Þarna er þá líka komin aðvörun um að svona hegðum við okkur ekki. Mér finnst ekki aðalmálið hve há sektin er,“ segir Guðbjörg. Guðbjörg óttast ekki að dæmum um svona hegðun, þegar dómarar eru ekki á vellinum, fjölgi mikið: „Nei, ég hef nú ekki áhyggjur af því. Ef að af því kæmi þá myndum við nú frekar bara endurskoða eitthvað. Þetta er bara einstakt atvik sem við höfum sem betur fer ekki þurft áður að kljást við.“ Bónus-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi DeAndre Kane skoraði átján stig á aðeins fimmtán mínútum í sigri Grindavíkur á Þór í lokaleik sjöttu umferðar Bónus deildar karla en kvöldið hans endaði mjög snögglega í fyrri hálfleiknum. Bónus körfuboltakvöld hrósaði kappanum mikið og fór líka yfir höfuðmeiðsli hans í leiknum. 10. nóvember 2024 11:42 Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleiksambands Íslands hefur tekið fyrir mál Grindvíkingsins DeAndre Kane og leikmaðurinn sleppur við leikbann. 9. nóvember 2024 11:59 Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Slagsmál brutust út í leik Stjörnunnar og Grindavíkur í kvöld. DeAndre Kane setti sig í hlutverk sáttamiðlara meðan sjúkraþjálfari Grindavíkur ýtti í leikmann Stjörnunnar. 31. október 2024 22:48 Körfuboltakvöld um Kane: „Finnst hann ekki hafa gert neitt hrikalegt“ Það urðu mikil læti í hálfleik á leik Grindavíkur og Hattar í Bónus deild karla í körfubolta á fimmtudagskvöldið þótt að Grindvíkingar væru þá 23 stigum yfir í leiknum. Deandre Kane var enn á ný í sviðsljósinu og Körfuboltakvöld ræddi umdeilda Grindvíkinginn og framkomu hans. 19. október 2024 10:31 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Kane fór inn á upphitunarsvæði Hattar í hálfleik og ýtti harkalega í andlit Courvoisier McCauley, leikmanns Hattar. Dómarar voru ekki viðstaddir og gat Kane klárað leikinn án vandkvæða, en framkvæmdastjóri KKÍ kærði hegðun hans til aga- og úrskurðarnefndar sambandsins. Aganefndin kvað svo upp sinn úrskurð 8. nóvember, rúmum þremur vikum eftir leikinn, og sektaði Grindvíkinga um 35.000 krónur. Aðspurð hvort að þetta sé eðlilegur málsmeðferðartími bendir Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, formaður KKÍ, á að málið eigi sér enga hliðstæðu: „Aganefnd getur alveg tekið sinn tíma í vinnuna. Hún er sér á báti, algjörlega óháð okkur og við skiptum okkur ekkert af henni. Þetta mál er nýtt af nálinni. Við höfum ekki oft kært vegna mála sem gætu „skaðað ímynd körfuboltans“ og þetta tilvik er mjög óvenjulegt. Sem betur fer höfum við ekki verið mikið að kljást við það að leikmenn fari inn á upphitunarsvæði andstæðingsins. Þetta er í öllu falli mjög sérkennilegt,“ segir Guðbjörg. Það er í höndum framkvæmdastjóra KKÍ að taka ákvörðun um hvort svona tilvik, hegðun sem gæti skaðað ímynd íþróttarinnar, séu kærð til aga- og úrskurðarnefndar. Nú er niðurstaðan ljós en eflaust setja einhverjir spurningamerki við sektarupphæðina, sem er aðeins 35.000 krónur. Nefndin segir í rökstuðningi sínum að hún telji háttsemi Kane ekki jafn líklega til að skaða ímynd körfuboltans eins og mál þar sem „vegið er af ásetningi eða gáleysi að heiðri hreyfingarinnar með ummælum“. Því geti sektin núna ekki verið hærri en fyrir slík ummæli. Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir er formaður KKÍ.kki.is En hefur svona refsing einhver áhrif, þegar sektin er svona lág? „Nefndin kemst að þessari niðurstöðu. Það sem mér finnst best í þessu er að það er viðurkennt að þetta er ekki í lagi. Mér finnst það vera útgangspunkturinn. Þarna kom upp atvik, sem gerist sem betur fer nánast aldrei, og það var viðurkennt að svona gerum við ekki, burtséð frá því hvað sektin var há. Þarna er þá líka komin aðvörun um að svona hegðum við okkur ekki. Mér finnst ekki aðalmálið hve há sektin er,“ segir Guðbjörg. Guðbjörg óttast ekki að dæmum um svona hegðun, þegar dómarar eru ekki á vellinum, fjölgi mikið: „Nei, ég hef nú ekki áhyggjur af því. Ef að af því kæmi þá myndum við nú frekar bara endurskoða eitthvað. Þetta er bara einstakt atvik sem við höfum sem betur fer ekki þurft áður að kljást við.“
Bónus-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi DeAndre Kane skoraði átján stig á aðeins fimmtán mínútum í sigri Grindavíkur á Þór í lokaleik sjöttu umferðar Bónus deildar karla en kvöldið hans endaði mjög snögglega í fyrri hálfleiknum. Bónus körfuboltakvöld hrósaði kappanum mikið og fór líka yfir höfuðmeiðsli hans í leiknum. 10. nóvember 2024 11:42 Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleiksambands Íslands hefur tekið fyrir mál Grindvíkingsins DeAndre Kane og leikmaðurinn sleppur við leikbann. 9. nóvember 2024 11:59 Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Slagsmál brutust út í leik Stjörnunnar og Grindavíkur í kvöld. DeAndre Kane setti sig í hlutverk sáttamiðlara meðan sjúkraþjálfari Grindavíkur ýtti í leikmann Stjörnunnar. 31. október 2024 22:48 Körfuboltakvöld um Kane: „Finnst hann ekki hafa gert neitt hrikalegt“ Það urðu mikil læti í hálfleik á leik Grindavíkur og Hattar í Bónus deild karla í körfubolta á fimmtudagskvöldið þótt að Grindvíkingar væru þá 23 stigum yfir í leiknum. Deandre Kane var enn á ný í sviðsljósinu og Körfuboltakvöld ræddi umdeilda Grindvíkinginn og framkomu hans. 19. október 2024 10:31 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi DeAndre Kane skoraði átján stig á aðeins fimmtán mínútum í sigri Grindavíkur á Þór í lokaleik sjöttu umferðar Bónus deildar karla en kvöldið hans endaði mjög snögglega í fyrri hálfleiknum. Bónus körfuboltakvöld hrósaði kappanum mikið og fór líka yfir höfuðmeiðsli hans í leiknum. 10. nóvember 2024 11:42
Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleiksambands Íslands hefur tekið fyrir mál Grindvíkingsins DeAndre Kane og leikmaðurinn sleppur við leikbann. 9. nóvember 2024 11:59
Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Slagsmál brutust út í leik Stjörnunnar og Grindavíkur í kvöld. DeAndre Kane setti sig í hlutverk sáttamiðlara meðan sjúkraþjálfari Grindavíkur ýtti í leikmann Stjörnunnar. 31. október 2024 22:48
Körfuboltakvöld um Kane: „Finnst hann ekki hafa gert neitt hrikalegt“ Það urðu mikil læti í hálfleik á leik Grindavíkur og Hattar í Bónus deild karla í körfubolta á fimmtudagskvöldið þótt að Grindvíkingar væru þá 23 stigum yfir í leiknum. Deandre Kane var enn á ný í sviðsljósinu og Körfuboltakvöld ræddi umdeilda Grindvíkinginn og framkomu hans. 19. október 2024 10:31
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti