Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson, Gunnar Tryggvason og Pétur Ólafsson skrifa 13. nóvember 2024 09:31 Komum skemmtiferðaskipa í íslenskar hafnir hefur fjölgað töluvert á umliðnum árum. Þeim vexti hefur fylgt áskoranir fyrir samfélögin sem þessum skipum þjóna en jafnframt tækifæri fyrir hafnir og ferðaþjónustufyrirtæki. Örlítill samdráttur virðist hafa verið á þessu ári og útlit fyrir að sama verði upp á teningnum á því næsta. Við þessar aðstæður ætla stjórnvöld nú að kalla fram mikla óvissu í greininni með tveimur skyndilegum breytingum á skattaumhverfi hennar. Höfundar þessarar greinar telja að vanda verði betur til við slíkar ákvarðanir og skora á Alþingi að fresta þeim áformum á meðan líkleg áhrif þeirra verði metin. Hafnir landsins eru í þann mund eða hafa þegar tekið ákvarðanir um stórar fjárfestingar sem ætlað er að þjónusta þessum geira, en mögulegt er að með þessum breytingum verði forsendur fyrir þeim ákvörðunum snúið á hvolf. Áskoranirnar sem skemmtiferðaskipum fylgja eru ýmiskonar, bæði varðandi áhrif þeirra á umhverfið og skattalega umgjörð og eðlilegt að gerðar séu auknar kröfur til þeirra vegna beggja þátta. Hins vegur hefur fyrrgreind aukning í komu skemmtiferðaskipa nokkra kosti sem vert er að hafa í huga: Í fyrsta lagi dreifa skemmtiferðaskip ferðamönnum betur um landið en aðrar greinar ferðaþjónustunnar. Þannig hafa bæjir og þorp fjarri SV-horni landsins notið góðs af komu þessara skipa. Í öðru lagi felst ákveðin áhættudreifing fyrir ferðaþjónustuna að hafa tekjur af þessari grein sem lítur öðrum lögmálum en ferðamenn sem koma með flugi. Að jafnaði bóka skipin komu sína með 4ra ára fyrirvara og því er fyrirsjánleikinn töluverður. Yfir 85% ferðamanna sem heimsækja Ísland koma um Keflavíkurflugvöll, flestir hinna með ferju til Seyðisfjarðar eða skemmtiferðaskipum. Einhverjum gæti þótt það of lítil áhættudreifing. Í þriðja lagi gista farþegar skemmtiferðaskipa um borð í skipinu á meðan viðkomu stendur og eru því ekki í samkeppni við almenning um húsnæði, en húsnæðisvandinn virðist vera eitt helsta viðfangsefni stjórnmálanna nú um stundir. Í fjórða lagi hefur losun frá ferjum og skemmtiferðaskipum verið felld undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (s.k. ETS-kerfi). Það þýðir að skipafélögin verða að vera sér úti um losunarkvóta hyggist þau sigla innan efnahagslögsögu ESB og EES ríkja. Ferðamaður sem kemur til Íslands með ferju eða skemmtiferðaskipi veldur því ekki aukningu í losun. Það gerir hann hins vegar komi hann fljúgandi því flug til og frá Íslandi hefur fengið undanþágu frá þessari innleiðingu. Eðlilegt er að hið opinbera horfi til þess að hámarka opinberar tekjur af komum skemmtiferðaskipa til landsins. Ólíklegt verður að teljast að þessi aðgerð leiði til þess, og hugsanlegt að hún leiði til hins gagnstæða og þar með aukinnar þarfar á annarri tekjuöflun hins opinbera eða niðurskurð útgjalda. Höfundar eru: Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri Hafnafjarðarhafnar og formaður Hafnasambands Íslands Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna Pétur Ólafsson, hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skemmtiferðaskip á Íslandi Hafnarmál Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Komum skemmtiferðaskipa í íslenskar hafnir hefur fjölgað töluvert á umliðnum árum. Þeim vexti hefur fylgt áskoranir fyrir samfélögin sem þessum skipum þjóna en jafnframt tækifæri fyrir hafnir og ferðaþjónustufyrirtæki. Örlítill samdráttur virðist hafa verið á þessu ári og útlit fyrir að sama verði upp á teningnum á því næsta. Við þessar aðstæður ætla stjórnvöld nú að kalla fram mikla óvissu í greininni með tveimur skyndilegum breytingum á skattaumhverfi hennar. Höfundar þessarar greinar telja að vanda verði betur til við slíkar ákvarðanir og skora á Alþingi að fresta þeim áformum á meðan líkleg áhrif þeirra verði metin. Hafnir landsins eru í þann mund eða hafa þegar tekið ákvarðanir um stórar fjárfestingar sem ætlað er að þjónusta þessum geira, en mögulegt er að með þessum breytingum verði forsendur fyrir þeim ákvörðunum snúið á hvolf. Áskoranirnar sem skemmtiferðaskipum fylgja eru ýmiskonar, bæði varðandi áhrif þeirra á umhverfið og skattalega umgjörð og eðlilegt að gerðar séu auknar kröfur til þeirra vegna beggja þátta. Hins vegur hefur fyrrgreind aukning í komu skemmtiferðaskipa nokkra kosti sem vert er að hafa í huga: Í fyrsta lagi dreifa skemmtiferðaskip ferðamönnum betur um landið en aðrar greinar ferðaþjónustunnar. Þannig hafa bæjir og þorp fjarri SV-horni landsins notið góðs af komu þessara skipa. Í öðru lagi felst ákveðin áhættudreifing fyrir ferðaþjónustuna að hafa tekjur af þessari grein sem lítur öðrum lögmálum en ferðamenn sem koma með flugi. Að jafnaði bóka skipin komu sína með 4ra ára fyrirvara og því er fyrirsjánleikinn töluverður. Yfir 85% ferðamanna sem heimsækja Ísland koma um Keflavíkurflugvöll, flestir hinna með ferju til Seyðisfjarðar eða skemmtiferðaskipum. Einhverjum gæti þótt það of lítil áhættudreifing. Í þriðja lagi gista farþegar skemmtiferðaskipa um borð í skipinu á meðan viðkomu stendur og eru því ekki í samkeppni við almenning um húsnæði, en húsnæðisvandinn virðist vera eitt helsta viðfangsefni stjórnmálanna nú um stundir. Í fjórða lagi hefur losun frá ferjum og skemmtiferðaskipum verið felld undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (s.k. ETS-kerfi). Það þýðir að skipafélögin verða að vera sér úti um losunarkvóta hyggist þau sigla innan efnahagslögsögu ESB og EES ríkja. Ferðamaður sem kemur til Íslands með ferju eða skemmtiferðaskipi veldur því ekki aukningu í losun. Það gerir hann hins vegar komi hann fljúgandi því flug til og frá Íslandi hefur fengið undanþágu frá þessari innleiðingu. Eðlilegt er að hið opinbera horfi til þess að hámarka opinberar tekjur af komum skemmtiferðaskipa til landsins. Ólíklegt verður að teljast að þessi aðgerð leiði til þess, og hugsanlegt að hún leiði til hins gagnstæða og þar með aukinnar þarfar á annarri tekjuöflun hins opinbera eða niðurskurð útgjalda. Höfundar eru: Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri Hafnafjarðarhafnar og formaður Hafnasambands Íslands Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna Pétur Ólafsson, hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun