7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 13. nóvember 2024 07:47 Fátt skiptir heimili meira máli um þessar mundir en að verðbólga hjaðni og vextir lækki. Það tekst ekki nema jafnvægi náist á húsnæðismarkaði. Húsnæðismál eru því eitt stærsta hagsmunamál heimilanna. Kjörnir fulltrúar eiga að láta sig það varða, enda er það hlutverk þeirra að standa vörð um grunninnviði samfélagsins, hvort sem er með uppbyggingu á grunn- og leikskólum, sundlaugum, íþróttamannvirkjum eða húsnæði til að mæta þörfum íbúa. Þrátt fyrir að öll gögn bendi til þess að íbúðaskortur á höfuðborgarsvæðinu sé enn að aukast, jafnvel hraðar en áður, eru kjörnir fulltrúar í meirihluta í borginni og samflokksmenn þeirra á þinginu sem halda því enn fram að vandinn sé auðleystur og varla til staðar yfir höfuð. Það liggur þó fyrir að það þarf að byggja 4-5 þúsund nýjar íbúðir á ári á höfuðborgarsvæðinu. Raunin er þó sú að byggðar hafa verið ríflega 1.280 nýjar íbúðir á síðustu fimmtán árum. Því miður hafa endurtekin áform um metnaðarfulla íbúðauppbyggingu ekki orðið að veruleika. Ungt barnafólk með meðaltekjur á ekki möguleika á að eignast þak yfir höfuðið, fólk á miðjum aldri nær ekki að stækka við sig og eldra fólk situr fast í of stórum eignum því úrræði sem henta þeim eru ekki í boði. Þetta eru aðstæður sem enginn vill sjá. Brostnar forsendur Árið 2015 voru svokölluð vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins sett, en þá var pólitísk samstaða meðal sveitarfélaga um að heimila eingöngu uppbyggingu innan þeirra marka fram til ársins 2040. Þegar vaxtamörkin voru sett var gert ráð fyrir að árleg fólksfjölgun yrði 1,1% en raunin hefur verið fjölgun upp á 1,9% að meðaltali á ári frá 2015. Fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu síðustu níu ár hefur því verið sem nemur 17 þúsund íbúum umfram það sem gert var ráð fyrir. Þar fyrir utan var ekki gert ráð fyrir breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar en hlutfall barnafjölskyldna hefur farið úr því að vera 39% í 27% frá árinu 2015. Fækkun barnafjölskyldna hefur leitt til þess að fjöldi íbúa í hverri íbúð hefur minnkað sem hefur sett enn meiri þrýsting á húsnæðismarkaðinn. Áætlað er að hægt sé að byggja 56 þúsund íbúðir innan þessara marka á höfuðborgarsvæðinu. Inn í þeirri tölu eru þó um 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli sem ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort á að víkja og þá hvert. Einnig er gert ráð fyrir þúsundir íbúða á lóðum þar sem fyrir er atvinnustarfsemi og vitað er að langan tíma tekur að endurskipuleggja. Á sama tíma og þörfin er miklu meiri en gert var ráð fyrir eru lóðir til uppbyggingar jafnframt færri en áætlanir sýna og langt frá því að mæta væntri þörf. Vaxtamörkin sliga framþróun Til að mæta vaxandi íbúðaþörf á höfuðborgarsvæðinu þarf Kópavogur að byggja 15 þúsund íbúðir á næstu 15 árum. Innan núverandi vaxtarmarka getur Kópavogur einungis byggt 4.500 íbúðir fram til ársins 2040. Þetta er sorgleg staðreynd, einkum þegar horft er til þess að Kópavogur hefur innviði og burði til að vaxa og eflast sem sveitarfélag byggt á sterkum tekjugrunni sveitarfélagsins. Þrátt fyrir ofangreindar staðreyndir hefur formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar fullyrt að nægar lóðir séu innan vaxtamarka, að borgin ætli að halda fast í þéttingastefnu sína og hefur engan áhuga að endurskoða vaxtamörkin þannig að sveitarfélög eins og Kópavogur, sem vill stækka og byggja meira á stærra svæði utan vaxtamarka, geti fylgt því eftir. Það er auðvelt að blása í hástemmdar glærukynningar um umfangsmikla uppbyggingu á næstu árum, en staðreyndin er sú að þær ganga sjaldnast eftir. Nærtækt dæmi er rammasamkomulag sem Reykjavíkurborg skrifaði undir á árinu 2022 um að byggja árlega tvö þúsund íbúðir á næstu fimm árum. Á árinu 2023 voru 858 íbúðir byggðar, eða um 43% af áætlun, og ef fram fer sem horfir stefnir í að á árinu 2024 verði 779 íbúðir byggðar, um 39% af áætlun. Það er engum greiði gerður að afvegaleiða umræðuna af pólitískt kjörnum fulltrúum og telja kjósendum trú um að vandi húsnæðismarkaðar sé ekki framboðsvandi. Vandinn er til staðar, framboðsskortur á höfuðborgarsvæðinu blasir við og heimili finna fyrir því dag frá degi í formi hærri vaxta. Því viljum við breyta og köllum eftir því að önnur sveitarfélög leggi okkur lið í því að bæta undir hagsæld og lífskjör heimila á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Reykjavíkurflugvöllur Kópavogur Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Fátt skiptir heimili meira máli um þessar mundir en að verðbólga hjaðni og vextir lækki. Það tekst ekki nema jafnvægi náist á húsnæðismarkaði. Húsnæðismál eru því eitt stærsta hagsmunamál heimilanna. Kjörnir fulltrúar eiga að láta sig það varða, enda er það hlutverk þeirra að standa vörð um grunninnviði samfélagsins, hvort sem er með uppbyggingu á grunn- og leikskólum, sundlaugum, íþróttamannvirkjum eða húsnæði til að mæta þörfum íbúa. Þrátt fyrir að öll gögn bendi til þess að íbúðaskortur á höfuðborgarsvæðinu sé enn að aukast, jafnvel hraðar en áður, eru kjörnir fulltrúar í meirihluta í borginni og samflokksmenn þeirra á þinginu sem halda því enn fram að vandinn sé auðleystur og varla til staðar yfir höfuð. Það liggur þó fyrir að það þarf að byggja 4-5 þúsund nýjar íbúðir á ári á höfuðborgarsvæðinu. Raunin er þó sú að byggðar hafa verið ríflega 1.280 nýjar íbúðir á síðustu fimmtán árum. Því miður hafa endurtekin áform um metnaðarfulla íbúðauppbyggingu ekki orðið að veruleika. Ungt barnafólk með meðaltekjur á ekki möguleika á að eignast þak yfir höfuðið, fólk á miðjum aldri nær ekki að stækka við sig og eldra fólk situr fast í of stórum eignum því úrræði sem henta þeim eru ekki í boði. Þetta eru aðstæður sem enginn vill sjá. Brostnar forsendur Árið 2015 voru svokölluð vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins sett, en þá var pólitísk samstaða meðal sveitarfélaga um að heimila eingöngu uppbyggingu innan þeirra marka fram til ársins 2040. Þegar vaxtamörkin voru sett var gert ráð fyrir að árleg fólksfjölgun yrði 1,1% en raunin hefur verið fjölgun upp á 1,9% að meðaltali á ári frá 2015. Fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu síðustu níu ár hefur því verið sem nemur 17 þúsund íbúum umfram það sem gert var ráð fyrir. Þar fyrir utan var ekki gert ráð fyrir breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar en hlutfall barnafjölskyldna hefur farið úr því að vera 39% í 27% frá árinu 2015. Fækkun barnafjölskyldna hefur leitt til þess að fjöldi íbúa í hverri íbúð hefur minnkað sem hefur sett enn meiri þrýsting á húsnæðismarkaðinn. Áætlað er að hægt sé að byggja 56 þúsund íbúðir innan þessara marka á höfuðborgarsvæðinu. Inn í þeirri tölu eru þó um 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli sem ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort á að víkja og þá hvert. Einnig er gert ráð fyrir þúsundir íbúða á lóðum þar sem fyrir er atvinnustarfsemi og vitað er að langan tíma tekur að endurskipuleggja. Á sama tíma og þörfin er miklu meiri en gert var ráð fyrir eru lóðir til uppbyggingar jafnframt færri en áætlanir sýna og langt frá því að mæta væntri þörf. Vaxtamörkin sliga framþróun Til að mæta vaxandi íbúðaþörf á höfuðborgarsvæðinu þarf Kópavogur að byggja 15 þúsund íbúðir á næstu 15 árum. Innan núverandi vaxtarmarka getur Kópavogur einungis byggt 4.500 íbúðir fram til ársins 2040. Þetta er sorgleg staðreynd, einkum þegar horft er til þess að Kópavogur hefur innviði og burði til að vaxa og eflast sem sveitarfélag byggt á sterkum tekjugrunni sveitarfélagsins. Þrátt fyrir ofangreindar staðreyndir hefur formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar fullyrt að nægar lóðir séu innan vaxtamarka, að borgin ætli að halda fast í þéttingastefnu sína og hefur engan áhuga að endurskoða vaxtamörkin þannig að sveitarfélög eins og Kópavogur, sem vill stækka og byggja meira á stærra svæði utan vaxtamarka, geti fylgt því eftir. Það er auðvelt að blása í hástemmdar glærukynningar um umfangsmikla uppbyggingu á næstu árum, en staðreyndin er sú að þær ganga sjaldnast eftir. Nærtækt dæmi er rammasamkomulag sem Reykjavíkurborg skrifaði undir á árinu 2022 um að byggja árlega tvö þúsund íbúðir á næstu fimm árum. Á árinu 2023 voru 858 íbúðir byggðar, eða um 43% af áætlun, og ef fram fer sem horfir stefnir í að á árinu 2024 verði 779 íbúðir byggðar, um 39% af áætlun. Það er engum greiði gerður að afvegaleiða umræðuna af pólitískt kjörnum fulltrúum og telja kjósendum trú um að vandi húsnæðismarkaðar sé ekki framboðsvandi. Vandinn er til staðar, framboðsskortur á höfuðborgarsvæðinu blasir við og heimili finna fyrir því dag frá degi í formi hærri vaxta. Því viljum við breyta og köllum eftir því að önnur sveitarfélög leggi okkur lið í því að bæta undir hagsæld og lífskjör heimila á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun