Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. nóvember 2024 09:31 Adriano hefur glímt við alkahólisma í mörg ár. Adriano segir að ferill sinn sé mesta sóun á hæfileikum í fótboltanum. Brasilíumaðurinn glímir við alkahólisma og margir höfðu áhyggjur af honum eftir að myndband af honum þamba bjór úti á götu fór í dreifingu. Adriano þótti einn besti framherji heims á sínum tíma og skoraði 27 mörk í 48 leikjum fyrir brasilíska landsliðið. Bestu ár sín átti hann hjá Inter en ferilinn fjaraði smám saman út og lauk 2016. Brasilíumaðurinn hefur nú tjáð sig um líf sitt við The Players Tribune. Þar segist hann hafa kastað hæfileikum sínum á glæ. „Veistu hvernig það er að vera vonarstjarna? Ég veit það. Meðal annars að uppfylla ekki allar væntingar. Mesta sóun á hæfileikum í fótboltanum? Það er ég,“ sagði Adriano. „Ég er hrifinn af þessu orði: sóun. Ekki aðeins hvernig það hljómar heldur því ég er heltekinn af því að sólunda lífi mínu. Ég nota ekki eiturlyf eins og þeir reyna að sanna. Ég er ekki glæpamaður en ég hefði að sjálfsögðu getað leiðst inn á þá braut. Ég fer ekki mikið út að skemmta mér. Ég drekk á hverjum degi. Hvernig endar maður í þeirri stöðu? Ég er ekki fyrir það að útskýra það fyrir öðrum. En hér er ein útskýring. Ég drekk því ég það er ekki auðvelt að vera vonarstjarna sem stendur í skuld. Og þetta versnar með árunum.“ Þegar Adriano var á hátindi ferilsins lést faðir hans og eftir það hallaði hratt undan fæti hjá honum og alkahólisminn náði tökum á honum. Sem fyrr sagði óttuðust margir um Adriano eftir að myndband af honum drukknum úti á götu fór á flug á samfélagsmiðlum. Adriano ráfaði berfættur um miðjan dag, út úr heiminum vegna drykkju og í skelfilegu ástandi. 👎Preocupante: #Adriano reapareció en un video en el que se lo ve alcoholizado en medio de una favela❗️El fallecimiento de su padre cambió todo, dejó de cuidarse y comenzó su problema con la bebida ❌️A los 34 años, dejó el fútbol, la vida de lujos y es noticia por este tipo… pic.twitter.com/CGGhpHxIRI— doble amarilla ⭐️⭐️⭐️ (@okdobleamarilla) November 1, 2024 Fótbolti Brasilía Áfengi og tóbak Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Fleiri fréttir FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Sjá meira
Adriano þótti einn besti framherji heims á sínum tíma og skoraði 27 mörk í 48 leikjum fyrir brasilíska landsliðið. Bestu ár sín átti hann hjá Inter en ferilinn fjaraði smám saman út og lauk 2016. Brasilíumaðurinn hefur nú tjáð sig um líf sitt við The Players Tribune. Þar segist hann hafa kastað hæfileikum sínum á glæ. „Veistu hvernig það er að vera vonarstjarna? Ég veit það. Meðal annars að uppfylla ekki allar væntingar. Mesta sóun á hæfileikum í fótboltanum? Það er ég,“ sagði Adriano. „Ég er hrifinn af þessu orði: sóun. Ekki aðeins hvernig það hljómar heldur því ég er heltekinn af því að sólunda lífi mínu. Ég nota ekki eiturlyf eins og þeir reyna að sanna. Ég er ekki glæpamaður en ég hefði að sjálfsögðu getað leiðst inn á þá braut. Ég fer ekki mikið út að skemmta mér. Ég drekk á hverjum degi. Hvernig endar maður í þeirri stöðu? Ég er ekki fyrir það að útskýra það fyrir öðrum. En hér er ein útskýring. Ég drekk því ég það er ekki auðvelt að vera vonarstjarna sem stendur í skuld. Og þetta versnar með árunum.“ Þegar Adriano var á hátindi ferilsins lést faðir hans og eftir það hallaði hratt undan fæti hjá honum og alkahólisminn náði tökum á honum. Sem fyrr sagði óttuðust margir um Adriano eftir að myndband af honum drukknum úti á götu fór á flug á samfélagsmiðlum. Adriano ráfaði berfættur um miðjan dag, út úr heiminum vegna drykkju og í skelfilegu ástandi. 👎Preocupante: #Adriano reapareció en un video en el que se lo ve alcoholizado en medio de una favela❗️El fallecimiento de su padre cambió todo, dejó de cuidarse y comenzó su problema con la bebida ❌️A los 34 años, dejó el fútbol, la vida de lujos y es noticia por este tipo… pic.twitter.com/CGGhpHxIRI— doble amarilla ⭐️⭐️⭐️ (@okdobleamarilla) November 1, 2024
Fótbolti Brasilía Áfengi og tóbak Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Fleiri fréttir FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Sjá meira