Rasismi Einar Helgason skrifar 13. nóvember 2024 11:17 Árið sem ég varð fimmtán ára gafst mér kostur á því að ráðast til starfa á síðutogara sem var í eigu Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Auðvita var ég einum of ungur í þetta starf en vegna kunningsskapar þá klíkaðist ég þarna um borð sem hálfdrættingur. Seinna má kannski segja að þessi vinnustaður sem alfarið samanstóð af grófri karlaveröld hafi ekki verið hentugur fyrir óþroskaðan ungling. En þarna var ég þetta sumar og um haustið kom að þeirri stundu að þessi togari færi í sölutúr til Englands. Ég man en hvað ég var mikill maður að fara til útlanda meðal jafnaldra minna, enda ekki alvanalegt á þessum árum að Íslendingar færu mikið erlendis. Stemmingin sem myndaðist um borð þegar trollið var híft upp í síðasta skipti og haldið af stað til Grimsby var ólýsanleg. Menn urðu syngjandi kátir og þeirra allra ýktustu urðu jafnvel drafandi í málrómnum líkt og þeir væru orðnir vel fullir. Svo auðvita þurfti að kenna mér, unglingnum hvernig réttast væri að haga sér á erlendri grundu. En margir í áhöfninni höfðu áður farið í sölutúra til útlanda og þóttust þess vegna vita nákvæmlega hvernig ætti að bera sig að á þeim slóðum. Sko, í fyrsta lagi þá væri vonlaust að vera með seðlaveskið í rassvasanum eins og maður gerði gjarnan á Íslandi vegna þess að því yrði stolið um leið og maður gengi á land. Það væri einfaldlega í eðli þessara útlendinga ólíkt okkur Íslendingum að stela öllu steini léttara. Svo var það kvenfólkið sem var alveg sérlega varasamt því það beitti öllum brögðum til þess að tæla mann og hafa af manni alla fjármuni. Og þeir voru sammála um að hver einasta kona í útlöndum væri mella. Fleiri heilræði fékk ég í svipuðum dúr sem öll áttu það sameiginlegt að telja mér trú um að útlendingar væru óæðri tegund af fólki og ekkert líkir okkur Íslendingum af heiðarleika. Löngu seinna þegar maður rifjaði þetta upp komst maður að því hvað þetta var mikil nesjamennska eða þúfnakolluhugsanaháttur sem var ríkjandi hér á landi. Og því miður hafa svipuð viðhorf lifað góðu lífi allt fram á þennan dag. Svo komst maður að því að flestir þessara manna sem voru að gefa mér þessi heilræði þarna forðum voru fársjúkir drykkjumenn sem komust kannski á fyrstu knæpuna sem þeir fundu við höfnina og drukku þar sig dauðadrukkna. Ég geri líka ráð fyrir því að kynni þeirra á fólki í útlöndum hafi verið þarna á þessum stöðum. Og í þannig ástandi voru þeir þessa tvo til þrjá daga sem stoppað var og líka á leiðinni heim, eða á meðan vínið entist. Nú ætla ég að taka það fram að flestallir af þessum mönnum voru miklir sómamenn þegar maður kynntist þeim alsgáðum við vinnu úti á sjó. Enda fer alkahólismi ekki í manngreiningararálit. Þessi saga sem ég er að segja hérna í upphafi og skeði fyrir sextíu árum lýsir vel því viðhorfi sem Íslendingar höfðu til útlendinga á þeim árum sem ég var að alast upp. Þótt þetta viðhorf hafi sjálfsagt eitthvað breyst í tímans rás þá má víða heyra svona rasískar skoðanir í þjóðfélaginu en þann dag í dag. Og ef þið efist um að svo sé þá þarf ekki annað en að opna fyrir ákveðna útvarpstöð þar sem hlustendur hringja inn og viðra skoðanir sínar. Á þeim vettvangi má líka heyra það viðhorf að það fylgi flóttamönnum og útlendingum skipulögð glæpasamtök. Verst finnst mér þó þegar fólk bíður sig fram til alþingis Íslendinga og fer að gera út á þetta viðhorf. Það hefst með því að eitthvert nýstofnað stjórnmálaafl kemst að því að þarna eru dýrmæt atkvæði sem hægt er að ná í. Þetta er ekki ósvipað og þau hafi fundið einhvern forarpytt eða hlandfor þar sem hægt er að fiska atkvæði eða ætti maður kannski að segja skítseyði. Og það sem verra er að þegar aðrir flokkar sjá að þetta virðist bera árangur þá rembast þeir við að komast að hlandforinni til þess að fiska sömu tegund. Því miður þá segir það manni að megnið af þeim sem eru að bjóða sig fram er alveg skítsama hvaða aðferð er notuð bara ef hún virkar til þess að komast á þing og þiggja góð laun. Nú þegar ég er að velta þessum hlutum fyrir mér þá eru nýafstaðnar forsetakosningar í Bandaríkjunum. Þar stóð fólki til boða tveir framboðendur og að mínu áliti er annar þeirra drullusokkur. En það merkilega var að þessi sem ég hef valið þetta hógværa nafn vann þessar kosningar. En sá forsetaframbjóðandi notaðist við svipaðar rasisku hugmyndirnar og Íslensku stjórnmálaöflin sem virðast skora hátt í skoðanakönnunum. Auðvitað er ég ekki svo einfaldur að halda því fram að engin vandamál fylgi því þegar straumur fólks kemur til Íslands. En þessi vandamál er ekki eingöngu bundið við þá sem fá stöðu flóttamanna hér á landi. Eða þið hljótið að vita, sem þessar línur lesið um það ófremdarástand sem ríkir hér á landi í húsnæðismálum. En það vandamál má að stórum hluta rekja til þess að íslensk gróðaöfl hafa keypt upp húsnæði í stórum stíl til þess að græða á ferðamönnum. Auk þess þarf ekki að hafa mikið á milli eyrnanna til að ímynda sér að það erlenda vinnuafl sem íslenskt atvinnulíf hefur öskrað eftir þurfi að búa einhversstaðar og það eru ekki flóttamenn. En það er kannski skortur á þeirri skynsemi hjá þeim sem falla fyrir útlendingaandúðinni hjá frambjóðendum. Fyrir tæplega áttatíu árum síðan geisaði hryllilegt stríð í Evrópu og reyndar í heiminum öllum. Og flestir sem nú lifa hafa sem betur fer ekki upplifað þá skelfingartíma þótt auðvitað sé til háaldrað fólk sem man eftir því í sinni barnæsku. Eftir að rykið var sest eftir þann hrylling allan saman sagði fólk hvert í kapp við annað. „Aldrei aftur.“ Og ég efast ekki um að fólk hafi meint það af öllu sinu hjarta að svona atburður mætti ekki koma fyrir aftur. En, hvert var upphafið og hvernig byrjaði þetta allt saman. Ég sjálfur er sannfærður um að rasismi og stöðugt lýðskrum um versnandi kjör fólks væri einhverju öðru fólki að kenna hafi verið stór þáttur í því. Við þurfum ekki annað en að skoða uppgang nasistanna í Þýskalandi og stöðugan áróður þeirra um hverskonar pöddur Gyðingarnir voru. Og ég er líka viss um að þeir sem tóku þátt í fyrstu skrefunum við að útskúffa Gyðingum í Þýskalandi hafi ekki grunað hvert framhaldið varð. En aðferðin við að búa til rottur úr fólki sem rétt sé að drepa er stanslaust lýðskrum og áróður sem hefst með fyrsta skrefinu. Endir. Höfundur er fyrrverandi bílstjóri og hefur gaman af því að velta fyrir sér þjóðfélagsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Kynþáttafordómar Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Árið sem ég varð fimmtán ára gafst mér kostur á því að ráðast til starfa á síðutogara sem var í eigu Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Auðvita var ég einum of ungur í þetta starf en vegna kunningsskapar þá klíkaðist ég þarna um borð sem hálfdrættingur. Seinna má kannski segja að þessi vinnustaður sem alfarið samanstóð af grófri karlaveröld hafi ekki verið hentugur fyrir óþroskaðan ungling. En þarna var ég þetta sumar og um haustið kom að þeirri stundu að þessi togari færi í sölutúr til Englands. Ég man en hvað ég var mikill maður að fara til útlanda meðal jafnaldra minna, enda ekki alvanalegt á þessum árum að Íslendingar færu mikið erlendis. Stemmingin sem myndaðist um borð þegar trollið var híft upp í síðasta skipti og haldið af stað til Grimsby var ólýsanleg. Menn urðu syngjandi kátir og þeirra allra ýktustu urðu jafnvel drafandi í málrómnum líkt og þeir væru orðnir vel fullir. Svo auðvita þurfti að kenna mér, unglingnum hvernig réttast væri að haga sér á erlendri grundu. En margir í áhöfninni höfðu áður farið í sölutúra til útlanda og þóttust þess vegna vita nákvæmlega hvernig ætti að bera sig að á þeim slóðum. Sko, í fyrsta lagi þá væri vonlaust að vera með seðlaveskið í rassvasanum eins og maður gerði gjarnan á Íslandi vegna þess að því yrði stolið um leið og maður gengi á land. Það væri einfaldlega í eðli þessara útlendinga ólíkt okkur Íslendingum að stela öllu steini léttara. Svo var það kvenfólkið sem var alveg sérlega varasamt því það beitti öllum brögðum til þess að tæla mann og hafa af manni alla fjármuni. Og þeir voru sammála um að hver einasta kona í útlöndum væri mella. Fleiri heilræði fékk ég í svipuðum dúr sem öll áttu það sameiginlegt að telja mér trú um að útlendingar væru óæðri tegund af fólki og ekkert líkir okkur Íslendingum af heiðarleika. Löngu seinna þegar maður rifjaði þetta upp komst maður að því hvað þetta var mikil nesjamennska eða þúfnakolluhugsanaháttur sem var ríkjandi hér á landi. Og því miður hafa svipuð viðhorf lifað góðu lífi allt fram á þennan dag. Svo komst maður að því að flestir þessara manna sem voru að gefa mér þessi heilræði þarna forðum voru fársjúkir drykkjumenn sem komust kannski á fyrstu knæpuna sem þeir fundu við höfnina og drukku þar sig dauðadrukkna. Ég geri líka ráð fyrir því að kynni þeirra á fólki í útlöndum hafi verið þarna á þessum stöðum. Og í þannig ástandi voru þeir þessa tvo til þrjá daga sem stoppað var og líka á leiðinni heim, eða á meðan vínið entist. Nú ætla ég að taka það fram að flestallir af þessum mönnum voru miklir sómamenn þegar maður kynntist þeim alsgáðum við vinnu úti á sjó. Enda fer alkahólismi ekki í manngreiningararálit. Þessi saga sem ég er að segja hérna í upphafi og skeði fyrir sextíu árum lýsir vel því viðhorfi sem Íslendingar höfðu til útlendinga á þeim árum sem ég var að alast upp. Þótt þetta viðhorf hafi sjálfsagt eitthvað breyst í tímans rás þá má víða heyra svona rasískar skoðanir í þjóðfélaginu en þann dag í dag. Og ef þið efist um að svo sé þá þarf ekki annað en að opna fyrir ákveðna útvarpstöð þar sem hlustendur hringja inn og viðra skoðanir sínar. Á þeim vettvangi má líka heyra það viðhorf að það fylgi flóttamönnum og útlendingum skipulögð glæpasamtök. Verst finnst mér þó þegar fólk bíður sig fram til alþingis Íslendinga og fer að gera út á þetta viðhorf. Það hefst með því að eitthvert nýstofnað stjórnmálaafl kemst að því að þarna eru dýrmæt atkvæði sem hægt er að ná í. Þetta er ekki ósvipað og þau hafi fundið einhvern forarpytt eða hlandfor þar sem hægt er að fiska atkvæði eða ætti maður kannski að segja skítseyði. Og það sem verra er að þegar aðrir flokkar sjá að þetta virðist bera árangur þá rembast þeir við að komast að hlandforinni til þess að fiska sömu tegund. Því miður þá segir það manni að megnið af þeim sem eru að bjóða sig fram er alveg skítsama hvaða aðferð er notuð bara ef hún virkar til þess að komast á þing og þiggja góð laun. Nú þegar ég er að velta þessum hlutum fyrir mér þá eru nýafstaðnar forsetakosningar í Bandaríkjunum. Þar stóð fólki til boða tveir framboðendur og að mínu áliti er annar þeirra drullusokkur. En það merkilega var að þessi sem ég hef valið þetta hógværa nafn vann þessar kosningar. En sá forsetaframbjóðandi notaðist við svipaðar rasisku hugmyndirnar og Íslensku stjórnmálaöflin sem virðast skora hátt í skoðanakönnunum. Auðvitað er ég ekki svo einfaldur að halda því fram að engin vandamál fylgi því þegar straumur fólks kemur til Íslands. En þessi vandamál er ekki eingöngu bundið við þá sem fá stöðu flóttamanna hér á landi. Eða þið hljótið að vita, sem þessar línur lesið um það ófremdarástand sem ríkir hér á landi í húsnæðismálum. En það vandamál má að stórum hluta rekja til þess að íslensk gróðaöfl hafa keypt upp húsnæði í stórum stíl til þess að græða á ferðamönnum. Auk þess þarf ekki að hafa mikið á milli eyrnanna til að ímynda sér að það erlenda vinnuafl sem íslenskt atvinnulíf hefur öskrað eftir þurfi að búa einhversstaðar og það eru ekki flóttamenn. En það er kannski skortur á þeirri skynsemi hjá þeim sem falla fyrir útlendingaandúðinni hjá frambjóðendum. Fyrir tæplega áttatíu árum síðan geisaði hryllilegt stríð í Evrópu og reyndar í heiminum öllum. Og flestir sem nú lifa hafa sem betur fer ekki upplifað þá skelfingartíma þótt auðvitað sé til háaldrað fólk sem man eftir því í sinni barnæsku. Eftir að rykið var sest eftir þann hrylling allan saman sagði fólk hvert í kapp við annað. „Aldrei aftur.“ Og ég efast ekki um að fólk hafi meint það af öllu sinu hjarta að svona atburður mætti ekki koma fyrir aftur. En, hvert var upphafið og hvernig byrjaði þetta allt saman. Ég sjálfur er sannfærður um að rasismi og stöðugt lýðskrum um versnandi kjör fólks væri einhverju öðru fólki að kenna hafi verið stór þáttur í því. Við þurfum ekki annað en að skoða uppgang nasistanna í Þýskalandi og stöðugan áróður þeirra um hverskonar pöddur Gyðingarnir voru. Og ég er líka viss um að þeir sem tóku þátt í fyrstu skrefunum við að útskúffa Gyðingum í Þýskalandi hafi ekki grunað hvert framhaldið varð. En aðferðin við að búa til rottur úr fólki sem rétt sé að drepa er stanslaust lýðskrum og áróður sem hefst með fyrsta skrefinu. Endir. Höfundur er fyrrverandi bílstjóri og hefur gaman af því að velta fyrir sér þjóðfélagsmálum.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun