„Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. nóvember 2024 16:49 Arnar Pétursson, þjálfari Íslands. EPA-EFE/Beate Oma Dahle Arnar Pétursson er ánægður að hafa tilkynnt leikmannahóp fyrir komandi Evrópumót kvenna í handbolta sem Ísland tekur þátt í. Mótið hefst í lok mánaðar. Blaðamannafundur vegna leikmannahópsins átti upprunalega að fara fram í gær en var svo frestað með skömmum fyrirvara. Arnar segir frestunina ekki hafa með leikmannahópinn að gera og engar breytingar hafi orðið á honum á síðustu 24 tímum. „Þetta var ekki vandamál sem sneri að því. Nei, nei það urðu engar breytingar.“ Ísland er í riðli með Hollandi, Þýskalandi og Úkraínu á EM. Riðill Íslendinga verður leikinn í Innsbruck í Austurríki. Tvö efstu liðin komast áfram í milliriðla. Líkt og ávallt er komast ekki allir að og getur verið strembið að velja og hafna í hópinn. Því fylgja líka erfið símtöl til þeirra sem komast ekki með út. „Manni þykir vænt um þessar stelpur sem maður hefur unnið með í mörg ár. Þær vilja allar taka þátt í þessu og vera með. Það er erfitt að færa þessar fregnir en svona er þetta. Að sama skapi getur maður fagnað því að samkeppnin er að verða meiri og meiri,“ segir Arnar. Klippa: „Það er erfitt að færa þessar fregnir en svona er þetta“ Sandra Erlingsdóttir er ekki í hópnum en hún er nýbyrjuð að spila eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn í sumar. „Við kölluðum hana auðvitað heim í síðasta verkefni og hún lítur undravel út eftir ekki lengri tíma en þetta og er á mjög góðri leið. Hún hefði þurft kannski aðeins lengri tíma til að ná þessu og verður því eftir heima, því miður,“ segir Arnar. Dana Björg Guðmundsdóttir, vinstri hornamaður Volda í Noregi, er í hópnum en hún lék sína fyrstu landsleiki þegar Ísland vann Pólland í tvígang í síðasta mánuði. Sömu sögu er að segja af Katrínu Önnu Ásmundsdóttur, hægri hornamanni, en þær koma inn í stað Lilju Ágústsdóttur og Þóreyjar Önnu Ásgeirsdóttur frá HM í fyrra. „Við fáum þarna inn Katrínu Önnu sem hefur verið að gera mjög góða hluti með yngri landsliðum Íslands undanfarin mót. Hinu megin erum við að fá inn Dönu sem er auðvitað nýliði en kemur mjög fersk inn. Ég er mjög spennt að sjá þær á þessu móti,“ segir Arnar. Reynslumeiri leikmenn koma einnig inn í hópinn. Rut Jónsdóttir er í hópnum en hún lék með Íslandi á EM 2010 og 2012 og þá spilar Steinunn Björnsdóttir á sínu fyrsta stórmóti. „Báðar miklir karakterar og leiðtogar sem þekkja leikinn mjög vel. Það eru góð ára yfir þeim báðum, þær gefa mikið og gott af sér svo það er mjög sterkt að hafa þær þarna inni,“ segir Arnar. Elín Klara fær tækifæri á stóra sviðinu eftir grátleg örlög fyrir ári síðan.Vísir/Anton Brink Elín Klara Þorkelsdóttir er þá í leikmannahópnum en hún missti af HM í fyrra við grátlegar aðstæður þegar hún meiddist illa rétt fyrir mót. „Við fáum Elínu Klöru inn sem var ekki með á síðasta móti. Ég er bara spenntur fyrir því að takast á við þetta mót með þessum hópi sem ég er með í höndunum. Við getum horft til dæmis til miðjustöðunnar þar sem við erum með Elínu Klöru og Elínu Rósu sem hafa verið að stíga upp sem bestu leikmenn í deildinni hérna heima. Þetta er bara spennandi og skemmtilegt verkefni,“ segir Arnar. Viðtalið má sjá í heild að ofan. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Blaðamannafundur vegna leikmannahópsins átti upprunalega að fara fram í gær en var svo frestað með skömmum fyrirvara. Arnar segir frestunina ekki hafa með leikmannahópinn að gera og engar breytingar hafi orðið á honum á síðustu 24 tímum. „Þetta var ekki vandamál sem sneri að því. Nei, nei það urðu engar breytingar.“ Ísland er í riðli með Hollandi, Þýskalandi og Úkraínu á EM. Riðill Íslendinga verður leikinn í Innsbruck í Austurríki. Tvö efstu liðin komast áfram í milliriðla. Líkt og ávallt er komast ekki allir að og getur verið strembið að velja og hafna í hópinn. Því fylgja líka erfið símtöl til þeirra sem komast ekki með út. „Manni þykir vænt um þessar stelpur sem maður hefur unnið með í mörg ár. Þær vilja allar taka þátt í þessu og vera með. Það er erfitt að færa þessar fregnir en svona er þetta. Að sama skapi getur maður fagnað því að samkeppnin er að verða meiri og meiri,“ segir Arnar. Klippa: „Það er erfitt að færa þessar fregnir en svona er þetta“ Sandra Erlingsdóttir er ekki í hópnum en hún er nýbyrjuð að spila eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn í sumar. „Við kölluðum hana auðvitað heim í síðasta verkefni og hún lítur undravel út eftir ekki lengri tíma en þetta og er á mjög góðri leið. Hún hefði þurft kannski aðeins lengri tíma til að ná þessu og verður því eftir heima, því miður,“ segir Arnar. Dana Björg Guðmundsdóttir, vinstri hornamaður Volda í Noregi, er í hópnum en hún lék sína fyrstu landsleiki þegar Ísland vann Pólland í tvígang í síðasta mánuði. Sömu sögu er að segja af Katrínu Önnu Ásmundsdóttur, hægri hornamanni, en þær koma inn í stað Lilju Ágústsdóttur og Þóreyjar Önnu Ásgeirsdóttur frá HM í fyrra. „Við fáum þarna inn Katrínu Önnu sem hefur verið að gera mjög góða hluti með yngri landsliðum Íslands undanfarin mót. Hinu megin erum við að fá inn Dönu sem er auðvitað nýliði en kemur mjög fersk inn. Ég er mjög spennt að sjá þær á þessu móti,“ segir Arnar. Reynslumeiri leikmenn koma einnig inn í hópinn. Rut Jónsdóttir er í hópnum en hún lék með Íslandi á EM 2010 og 2012 og þá spilar Steinunn Björnsdóttir á sínu fyrsta stórmóti. „Báðar miklir karakterar og leiðtogar sem þekkja leikinn mjög vel. Það eru góð ára yfir þeim báðum, þær gefa mikið og gott af sér svo það er mjög sterkt að hafa þær þarna inni,“ segir Arnar. Elín Klara fær tækifæri á stóra sviðinu eftir grátleg örlög fyrir ári síðan.Vísir/Anton Brink Elín Klara Þorkelsdóttir er þá í leikmannahópnum en hún missti af HM í fyrra við grátlegar aðstæður þegar hún meiddist illa rétt fyrir mót. „Við fáum Elínu Klöru inn sem var ekki með á síðasta móti. Ég er bara spenntur fyrir því að takast á við þetta mót með þessum hópi sem ég er með í höndunum. Við getum horft til dæmis til miðjustöðunnar þar sem við erum með Elínu Klöru og Elínu Rósu sem hafa verið að stíga upp sem bestu leikmenn í deildinni hérna heima. Þetta er bara spennandi og skemmtilegt verkefni,“ segir Arnar. Viðtalið má sjá í heild að ofan.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira