Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar 14. nóvember 2024 10:01 Lög sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og VG keyrði í gegnum Alþingi í vor til að gefa afurðastöðvum, sem jafnframt eru stórtækir innflytjendur á kjötvöru, undanþágu frá samkeppnislögum er skýrt dæmi um það þegar sérhagsmunir þeirra sem hafa pólitísk ítök eru teknir fram fyrir hagsmuni almennings og eðlilegar leikreglur heilbrigðs atvinnulífs eru teknar úr sambandi. Samráð gert löglegt Lögin heimila kjötafurðastöðvum að hafa með sér samráð sem er með öllu ólögmætt í öðrum atvinnugreinum. Undanþágan er mun víðtækari en í nágrannalöndum okkar enda gengur hún þvert á grundvallarsjónarmið um samkeppni og neytendavernd og bitnar bæði á neytendum og bændum sem selja til afurðastöðvanna. Kjötafurðastöðvar sem einnig eru í hópi stærstu innflytjenda á kjötvöru hafa þannig fullt sjálfdæmi um verðlagningu til smásala/neytenda og bænda án nokkurs aðhalds og geta átt samráð og sameinast, án nokkurra takmarkana. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að allar afurðastöðvar, þ.e. í kindakjöti, nautakjöti, svínakjöti og kjúklingakjöti, hafi með sér samkeppnishamlandi samstarf eða sameinist. Gegn hagsmunum neytenda og bænda Fyrirkomulagið gengur augljóslega gegn hagsmunum neytenda þar sem samráð í stað samkeppni hefur þau áhrif að hækka verð og minnka vöruúrval. Fyrirkomulagið gagnast bændum heldur ekki, þar sem engar kröfur voru gerðar í lögunum um eignarhald bænda á afurðastöðvunum, ólíkt því sem var í upphaflegu frumvarpi matvælaráðherra, sem stjórnarmeirihlutinn í atvinnuveganefnd endurskrifaði. Þetta sést vel á því að þegar KS keypti Kjarnafæði-Norðlenska eftir að lögin voru sett nýtti félagið sér heimild í hlutafjárlögum til að krefjast innlausnar hlutabréfa þeirra bænda sem ekki vildu selja. Með öðrum orðum snerist löggjöf, sem í upphafi var sögð til að styrkja stöðu bænda, upp í að bændum sem vildu áfram eiga hlut í afurðastöðinni sinni var ýtt út. Samráð einnig mögulegt í innflutningi Allar afurðastöðvar geta nýtt sér undanþáguna frá samkeppnislögum til samráðs. Það á einnig við um stórfyrirtækin í svínakjötsframleiðslu og -innflutningi á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma og forstjórar afurðastöðvanna geta átt samráð bæði um eigin framleiðslu og innflutning eiga aðrir innflytendur á kjöti yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi fyrir sömu hegðun. Það er ekki hægt skálda svona ævintýralega vitleysu. Breytum þessu Íslendingar borga nú þegar næsthæsta matvælaverð í Evrópu meðal annars vegna hárra tolla og fákeppni. Ofan á þetta eru samkeppnislög tekin úr sambandi til þess að örfá fyrirtæki, afurðastöðvar, geti átt samráð um verðlagningu til verslana og þar með alls almennings sem verslar í búðunum. Eins og bæði Samkeppniseftirlitið og Neytendasamtökin hafa bent á eru líklegar afleiðingar verðhækkun á kjötvöru og þar með aukin verðbólga. Þessar kosningar snúast um að ná efnhagslegu jafnvægi til að bæta kjör heimila og fyrirtækja. Til þess þarf flokk sem stendur fyrir viðskiptafrelsi og almennar, heilbrigðar leikreglur til hagsbóta fyrir öll en ekki sérreglur fyrir örfá handvalin. Kjósum Viðreisn og breytum þessu. Höfundur er fyrrverandi ríkissáttasemjari og í 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðalsteinn Leifsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Fjármál heimilisins Samkeppnismál Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Lög sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og VG keyrði í gegnum Alþingi í vor til að gefa afurðastöðvum, sem jafnframt eru stórtækir innflytjendur á kjötvöru, undanþágu frá samkeppnislögum er skýrt dæmi um það þegar sérhagsmunir þeirra sem hafa pólitísk ítök eru teknir fram fyrir hagsmuni almennings og eðlilegar leikreglur heilbrigðs atvinnulífs eru teknar úr sambandi. Samráð gert löglegt Lögin heimila kjötafurðastöðvum að hafa með sér samráð sem er með öllu ólögmætt í öðrum atvinnugreinum. Undanþágan er mun víðtækari en í nágrannalöndum okkar enda gengur hún þvert á grundvallarsjónarmið um samkeppni og neytendavernd og bitnar bæði á neytendum og bændum sem selja til afurðastöðvanna. Kjötafurðastöðvar sem einnig eru í hópi stærstu innflytjenda á kjötvöru hafa þannig fullt sjálfdæmi um verðlagningu til smásala/neytenda og bænda án nokkurs aðhalds og geta átt samráð og sameinast, án nokkurra takmarkana. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að allar afurðastöðvar, þ.e. í kindakjöti, nautakjöti, svínakjöti og kjúklingakjöti, hafi með sér samkeppnishamlandi samstarf eða sameinist. Gegn hagsmunum neytenda og bænda Fyrirkomulagið gengur augljóslega gegn hagsmunum neytenda þar sem samráð í stað samkeppni hefur þau áhrif að hækka verð og minnka vöruúrval. Fyrirkomulagið gagnast bændum heldur ekki, þar sem engar kröfur voru gerðar í lögunum um eignarhald bænda á afurðastöðvunum, ólíkt því sem var í upphaflegu frumvarpi matvælaráðherra, sem stjórnarmeirihlutinn í atvinnuveganefnd endurskrifaði. Þetta sést vel á því að þegar KS keypti Kjarnafæði-Norðlenska eftir að lögin voru sett nýtti félagið sér heimild í hlutafjárlögum til að krefjast innlausnar hlutabréfa þeirra bænda sem ekki vildu selja. Með öðrum orðum snerist löggjöf, sem í upphafi var sögð til að styrkja stöðu bænda, upp í að bændum sem vildu áfram eiga hlut í afurðastöðinni sinni var ýtt út. Samráð einnig mögulegt í innflutningi Allar afurðastöðvar geta nýtt sér undanþáguna frá samkeppnislögum til samráðs. Það á einnig við um stórfyrirtækin í svínakjötsframleiðslu og -innflutningi á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma og forstjórar afurðastöðvanna geta átt samráð bæði um eigin framleiðslu og innflutning eiga aðrir innflytendur á kjöti yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi fyrir sömu hegðun. Það er ekki hægt skálda svona ævintýralega vitleysu. Breytum þessu Íslendingar borga nú þegar næsthæsta matvælaverð í Evrópu meðal annars vegna hárra tolla og fákeppni. Ofan á þetta eru samkeppnislög tekin úr sambandi til þess að örfá fyrirtæki, afurðastöðvar, geti átt samráð um verðlagningu til verslana og þar með alls almennings sem verslar í búðunum. Eins og bæði Samkeppniseftirlitið og Neytendasamtökin hafa bent á eru líklegar afleiðingar verðhækkun á kjötvöru og þar með aukin verðbólga. Þessar kosningar snúast um að ná efnhagslegu jafnvægi til að bæta kjör heimila og fyrirtækja. Til þess þarf flokk sem stendur fyrir viðskiptafrelsi og almennar, heilbrigðar leikreglur til hagsbóta fyrir öll en ekki sérreglur fyrir örfá handvalin. Kjósum Viðreisn og breytum þessu. Höfundur er fyrrverandi ríkissáttasemjari og í 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar